Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 16
Herravesti Stærð: 46 (48) 50 (52). Brjóstvídd: 92 (96) 100 (104) sm. Sídd: 64 (66) 68 (70). Efni: 600 (600) 650 (650) gr. af fjögurra þráða ullargarni. Dálítið af hvítu garni í rendurnar, helzt af sömu gerð og grófleika. Prjónar nr. 3% og 5%. Skýring á mynzturrönd, sem nær yfir 13 lykkjur: 1. umf.: 3 1. brugðnar, 1 1. slétt, 1 1. br„ 3 1. sl„ 1 1. br„ 1 1. sl„ 3 1. br. — 2. umf.: Prjónið slétt, slétt og brugðið, brugðið. — 3. umf.: 3 1. br„ prjónið 2. lykkju sl. fyrir aftan 1. lykkju, prjómð síðan 1. 1. sl. og slepp- ið báðum lykkjunum niður af vinstra prjóni í einu, prj. 3 1. sl. og prjónið nú 2. 1. sl. fram fyrir fyrstu 1„ prjónið síðan 1. 1. sl. og sleppið báðum lykkj- unum fram af vinstra prjóni í einu, prjónið 3 1. br. — 4. umf.: 3 1. sl„ 1 1. br„ 1 1. sl„ 3 1. br„ 1 1. sl„ 1 1. br„ 3 1. sl.. E'ndurtakið frá fyrstu umferð. Prjónið 19 1. með sléttprjóni og það verða = 10 sm. Bakstykki: Fitjið upp 92 (96) 100 (104) 1. á prjóna nr. 3% og prjónið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. 7 sm. Takið þá prjóna nr. 5% og prjónið sléttprjón. Aukið út 1 1. í hvorri hlið á 8. hvern sm„ 3 sinnum. Þegar stykkið mælist 41 (42) 43 (44) sm. eru fitjaðar upp 4 1. í hvorri hlið. Prjónið nú frá réttu 4 1. sl„ 2 1. br. saman. Prjónið þar til 6 1. eru eftir, prjónið þá 2 1. br. saman og 4 1. sl. Frá röngu eru prjónaðar 4 1. br„ 2 1, sl. saman, prjónið þar til 6 1. eru eftir, þá eru prj. 2 1. sl. saman og 4 1. br. Endurtakið úrtökurnar, báðum megin fyrir innan 4 yztu lykkjurnar í hverri umferð, í allt 7 sinnum. Haldið áfram að prjóna 5. 1. sl. frá röngu og brugðnar frá réttu og gerið nú úrtökurnar í annarri hverri umferð, þar til 40 (40) 42 (42) 1. eru á prjóninum og síðan í hverri umf„ þar til 24 (24) 26 (26) 1. eru eftir. Dragið þær þá upp á þráð. Framhald á bls. 28 Brauö og kökur úr grófu mjöli HEILHVEITIBRAUÐ m/pressugeri. y2 kg heilhveiti, V± kg hveiti, 2 hnefar hveitihýði, 1 1 volgt vatn, 25 gr pressuger, V% tesk. salt, 1 tesk. púðursykur. (í stað- inn fyrir pressuger 2% tesk. perluger). Gerið er hrært út með volgu vatni. Mjöli, salti og sykri blandað saman og vætt i helmingnum með vatni og geri. Hrært og slegið vel, látið lyfta sér, þar til það hefur aukizt um helming. Þá er það hnoðað með því sem eftir er af mjölinu. Látið í mót og látið lyfta sér um stund á volgum stað (t. d. nálægt vél eða ofni). Síðan bakað við ca 200—225° þar til það er fallega brúnt og gegn- umbakað. HEILHVEITIBRAUÐ m/lyftidufti. 350 gr hveiti, 200 gr heilhveiti, V2 tesk. salt, 1 msk. sykur, 4%—5 dl mjól'k (súr ef vill), 4 tesk. lyftiduft, V2 tesk. sóda- duft. Hveiti, salti, sykri, lyftidufti og sódadufti er blandað saman við heilhveitið. Vætt í með mjólkinni. Sé notuð súrmjólk þarf ca Vz dl meira. Hrært vel. HEILHVEITITVÍBÖKUR. 125 gr heilhveiti, 125 gr hveiti, 1 msk. sykur, 1 tesk. lyftiduft, V2 tesk. hjartasalt, 75 gr smjör- líki, 1 dl súr mjólk. Hnoðað deig, mótað í lengju, skor- ið í bita og rúllað I kúlur. Bakað við ca 250° hita þar til kökurnar eru ljósbrúnar. Þegar kökurnar eru liálfkaldar eru þær skornar í tvennt þversum og bakaðar aftur. Beztar nýbakaðar með ávaxtasúpum, kaffi eða te. RÚSÍNUKÖKUR. 2 bollar haframjöl, 1 bolli rús- ínur, 2 bollar sykur, 1 tesk. natron (full), 1 bolli smjör- lfki, IV2 bolli hveiti, 2 egg, V2 tesk. salt. Rúsínurnar eru saxaðar mjög smátt. Hnoðað deig í mjóa sívaln- inga. Látið bíða á köldum stað. Skorið i sneiðar. Bakað í miðjum ofni við meðalhita. Kökurnar eiga að vera flatar og sprungnar. HEILH VEITIRJ ÓMATERTA. 2 egg, 1 lítill bolli sykur, 1 bolli heilhveiti, 1 msk. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 1—2 msk. sjóðandi vatn. Eggin eru þeytt mjög vel með sykrinum. Heilhveiti, hveiti, lyfti- dufti og sjóðandi vatni blandað varlega saman við. Bakað í einu til tveim lagkökumótum. Þegar kakan er borin fram er hún lögð saman með ávöxtum og þeyttum rjóma. Rifnu súkkulaði stráð yfir. Skart- gripir Skartgripatízkan hef- ur breytzt mikið á und- anförnum árum og nú er svo komið að hver kona má prisa sig sæla, ef hún á gamalt vasa- úr eða gamla slifsisnælu og í beltisstað er yfir- leitt ekki notað annað en keðjur, keðjur i öll- um stærðum og af öllum gerðum og þá helzt með gömlu vasaúri á endan- um, sem annaðhvort lafir niður eða er stung- ið í vasann, ef hann er fyrir hendi. Perlufest- arnar, sem mest voru í tatízku í sumar tiðkast EJenn, en ekki eins marg- Sfaldar og miklu stór- rxgerðari, einnig eru men 'mikið notuð og þá gjarn- an í keðjum. Menin eru yfirleitt öll stór og gam- aldags. Armböndin eru lika stór og gjarnan i stil við menið eða næl- una. Nælan er venjulega fest ofarlega til hægri eða vinstri og stundum fyrir miðju lika, einnig er það mjög algengt að festa næluna í mittið dá- litið til hliðar og þá gjarnan á beltishnútinn. Hringir virðast ekki mjög mikið í tízku á móts við menin og keðj- urnar, en auðvitað eru þeir alltaf sígildir. Auk skartgripanna eru litlir klútar, eins og voru mjög vinsælir hér fyrir nokkrum árum mikið að komast í tízku. Þar að auki eru blóm og allar fíngerðar smáskreyting- ar mjög vinsælar. Siðast en ekki sízt ætla ég svo að minnast á uppslögin á ermunum, þar getið þið algjörlega látið hug- kvæmnina ráða og notað allar tegundir af blúnd- um og pifum sem þið þekkið. Þið sjáið á þessu að það verður gaman að skreyta sig í ár. 16 vikaN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.