Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 2
Ljótt orðbragð
Til Vilcunnar:
Ég sný mér aö Póstinum til þess að reyna
að fá góð ráð. Sonur minn er svo hræðilega
orðljótur. Hann er 15 ára, og segir ekki eina
einustu setningu svo hann minnist ekki á And-
skotann- og Djöfulinn. Svo bölvar hann hræði-
Jega. Hvað á ég að gera?
Móðir.
Minnimáttarkennd hjá unglingum kemur
oft fram í ljótum munnsöfnuði, en sem betur
fer líður þetta oftast hjá eftir því sem þeir
þroskast. Vænlegast til skjóts árangurs væri
að láta hann umgangast einhvern sem bölvar
enn þá meira — ef sá maður fyrirfinnst.
Hver á gömul prógröm?
Kæra Vika!
Ég er nú einu sinni áður búinn að skrifa
þér en ekki Tengið svar nú geri ég það aftur í
von um að betur takist. Getur þú vísað mér á
stað sem ég get fengið gömul prógrömm (bíó)
ég er alveg snarvitlaus safnari.
Ég sendi þér vísu í síðasta bréfi það er kannske
þessvegna að ég hef ekki fengið svar hún var
víst voðalegt hnoð.
Eitt ælla ég að biðja þig um hvort þú gætir
ekki flutt fleiri brandara svo sem skotasögur
o.s.frv.
Á. H.
Það er ófært að láta öll þín bréf í körfuna,
og reyndar hreint ekki hægt, þegar þú legg-
ur svona mikla vinnu í umslagið. Það hefði
verið nóg til birtingar, með öllu sínu blóma-
skrúði. Ekki kann ég að vísa þér á gömul
prógrömm, en hins vegar er það víst, að
margir eiga slíkt í fóium sínum og væru fá-
anlegir til að skifta. Póstinum væri sönn á-
2 VIKAN
nægja að því að hafa milligöngu þar um. Sem
sagt, ef einhver vill eiga kaup við bréfritara,
er hann beðinn að gefa sig fram við Póstinn.
Við skulum líka athuga málið, hvort við
getum ekki birt fyrir þig nokkrar skotasögur
við tækifæri.
Rautt hár og afbrýðisemi
Kæra Vika.
Geturðu nú ekki gefið mér góð ráð. Ég er
alveg í vandræðum. Maðurinn minn er svo
hræðilega afbrýðisamur, af því að litli strákur-
inn okkar, (rúmlega árs gamall), er rauðhærður.
Maðurinn minn er með Ijósskollitað hár, og ég
ljóst, en bróðir minn sem dó var rauðhærður.
En áður en ég giftist, var ég stundum með strák
sem var rauðhærður, og nú lætur maðurinn
minn alls konar glósur rigna yfir mig, af því
að strákurinn er rauðhærður. Hvað á ég að
gera, svo liann sé ekki svona afbrýðisamur út
af engu?
Ein Ijóshærð.
Við þessu er tæpast rnörg ráð hægt að gefa.
Sumum mönnum er nautn í því, að kvelja
konurnar sínar, annað hvort líkamlega eða
andlega, vitandi eða óafvitandi. Ég fæ ekki
betur séð, en þinn maður geri það óafvitandi,
en j>að er ekki betra fyrir því. Hið eina, sem
þú getur gert, er að láta hann finna, að þú
elskir hann og engan annan — og vona að
strákurinn líkist honum í flestu öðru en hára-
litnum.
Keypti köttinn í sekknum
Pósturinn.
Ó, Vika inín, ég er svo hræðilega óham-
ingjusöm. Ég er trúlofuð manni, en nú veit
ég að hann er giftur annarri. Hef ég ekki
fullan rétt til að slíta trúlofuninni?
J. St.
Jú, víst hefur þú rétt til þess. Og mín skoð-
un er sú, að því fyrr, sem þú gerir það, þeim
mun fyrr verðir þú hamingjusöm á ný.
Fullvissu vantar
Kæra Vika.
Ég er ein þeirra, sem hef áður leitað til þin
í vandræðum mínum og fengið góða hjálp. Nú
er ég með manni, sem ég er svolítið hrifin af,
en ekki viss um að ég elski hann nóg. Hann
segist vera vitlaus í mér og ekki geta lifað án
mín, og vill meira að segja giftast mér. Á ég
að segja já eða nei?
H. B.
Ef þú elskar hann ekki, skaltu segja nei.
Ef þú ert á báðum áttum, er sennilega bezt
fyrir þig að komast burtu frá honum um
nokkurra mánaða skeið. Stúlkur, sem eru
ákveðnar og duglegar, geta oftast fengið
vinnu erlendis nokkra mánuði, og eftir þann
tíma veiztu betur um staðfestu tilfinninga
ykkar beggja. Hjónband, þar sem annar að-
ilinn er hálfvolgur, er mun verra en vonlaus
ást án hjónabands.
Vatn og egg,
Vika mín góðl
Er það rétt, að mpður géli' séð hvort egg er
nýtt eða gamalt með því að láta það i vatn?
Sigga.
Eftir því sem fróðar konur í þessum mál-
um segja mér, er hægt áð fara nærri um
aldur eggja með því að láta þau í '/2 lítcr af
vatni, sem 125 grömm af borðsalti hafa vérið
hrærð út í. Ef eggið er iiýtt, liggur það á
botninum, sé það gamalt, flýtur það, því pfar
í vatninu" sem það er eldra.