Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 39

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 39
Bifreíðoeiðendur Það lækkar reksturskostnað bifreiðar- innar að láta oklcur sóla hjólbarðana. Margra ára reynsla í starfi tryggir yður góða þjónustu. Cúmbnrðinn b*f* Brautarholti 8. — Sími 17984 Er athyglisgáfan í lagi? Lausn af bls. 3. Á neðri myndinni hafa orðið eftirfarandi breytingar: 1. Leikmaðurinn t. v. er með báð- ar hendur sýnilegar. 2. Á fætinum lengst t. v. sést að- eins í hornið á buxunum. 3. Nefið á manninum með boltann stendur meira upp í loftið. 4. Maðurinn, sem sést undir hægri handlegg hans, er með hnéhlíf- ar. 5. Markmaðurinn hefur fitnað. 6. Kinn dómarans er stærri. 7. Á leikmanninum lengst t. h. sést helmingurinn af andlitinu. Manngerð listarinnar Framhald af bls. 12. er maðurinn dýr, en fyrir atbeina áhda síns hefur hann löngu hafið sig yfir þetta tilverustig .Ekkert menningarafl liéfur átt sterkari þátt i þessari þróun en listin. Húri hcfur ieyst manninn úr við.ium dýrseðlisins og brugðið yfir hann töfrum ástar, hugsjóna og tilbeiðslu. PEItSÓNUÞRÓUN LISTA- MANNSINS. Það er hverri manngerð áskapað að mótast af mcginhugsjón sinni. Hin sérstæða afstaða listamanns- ins til raunveruleikans veldur þvi, að persónuþróun hans stefnir ekki alfaraleið. Þvi virtist hann oft sér- kennilegur i háttum, viðkvæmur og reikull, ^nauður af því veraldarviti, sem tryggir efnahagslegt gengi. Hann metur lítils ytri siðfágun, ef hana skortir hlýju hjartans, en gef- ur ástríðum sínum oft lausan taum- inn í þeirri von að finna þannig svölun við sársauka, sem innri and- stæður valda hoiium. Allt þetta vekur hneykslun grunnfærra og dómgjarnra manna. Færri verða til að halda á lofti þeirri festu og sjálfsafneitun, sem iistamaðurinn leggur fram í þjón- ustu við' hugsjón sína. Oft sýnist barátta hans öllum vonlaus nema honum einum, þó að vonin um við- urkenningu rætist, oft ekki, fyrr en hann sjálfur er dauður. Listin seiðir til sin fleiri en þá, sem fyllilega valda henni. Margur ofmetur listgáfu sína og keppir því að vonlausu marki. í fótspor hans g’ánga þeir, sem halda, að listin sé ekki annað en loddarábrögð, sem þeim séu jafnheimil og hverjlim öðrum. Af liugsjóninni sjálfri eru þeir ósnortnir með öllu, en leggja stund á eftiröpun ytri sérkenna i hátterni listamanna. Þeir eru því klofnir í eðli sínu og sjálfum sér ósamkvæmir, og hátterni þeirra verður oftast afkáralegt. Stundum leiðir hégómagirni þeirra þó til svo sterkrar sjálfssefjunar, að þeir þola sult og seyru fyrir hugsjón, sem þeir eru ósnortnir af. Þessa eftir- öpun af manngerð listarinnar hefur Strindberg gert ódauðlega í Röda rummet. Hún vekur jafnan á sér nokkra athygli vegna sérkennilegs útlit og hátternis, og með þvi er metnaði hennar oft svalað að fullu. ★ heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin nn :* 1 H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐjAN, hafnarfirði ::i:: VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.