Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 4
? '•B
HVERS VEGNA
kaupir fóllcið -—
heimilistækin hjá
DRÁTTARVÉLUM —
VEGNA ÞESS
» <
aö við seljum
aðeins alkunnar
og margreyndar
rafmagnsvörur,
t. d. Westinghouse
— Frigidaire og
— Kitcenaid —
Dráttarvélar h.í.
Hafnarstræti 23.
Ilæra „Ein í stórborg“.
Vertu ekki að taka þaö allt of alvarlega
sem „vinkona“ þín sagöi þér um piltinn. Tal-
aðu hreinskilningslega við liann um þetta og
hafðu þar enga milligöngumenn. Hann virðist
vissulega hafa áhuga fgrir þér, annars hefði
hann ekki stungið upp á að þið hittust á næsta
frídegi þínum. Þú mátt ekki vera svona bráð-
lát og svartsýn.
Það var gaman að heyra' að þú ert ánægð
með „Vikuna“, beztu þakkir fyrir húsið. Ég
kveð þig svo með góðum óskum og vona að
þér vegni vel í stórborginni.
Þín Aldís.
Aldís mín!
Ég er í miklum vanda. Svo er mál meS vexti,
að ég er hætt að vera með strák, sem ég er
búin að vera með í heilt ár. Hann heitir Palli.
Við fórum mikið út að dansa og í bíó. Allir
krakkar á okkar aldri vissu að við vorum að
við vorum saman. En nú erum við hætt þvi,
það eru næstum tveir mánuðir siðan. Og nú
leiðist mér lífið svo mikið. Ég á fimm vin-
konur, þær eru allar með einhverjum sér-
stökum strákum. Ég er svo einmana að mér
finnst ég vera að deyja. Allir vita að ég er
hætt að vera með Palla, sem hefur drukkið
stanslaust síðan og það er eins og allir kenni
mér um það. Ég fer oft á restrasjón, en ég
fæ bara augnagotur og enginn dansar við mig.
Þegar ég fór á böll eða restrasjónir áður en
ég byrjaði að vera með Palla, þá dansaði ég
alltaf hvern einasta dans og allir strákar vildu
vera með mér. Mér hefur dottið í hug að fara
út með vinkonum mínum og biðja strákana
þeirra að hafa einhvern vin sinn með, en þeir
eru allir minni en ég.
Ég veit af einum strák sem lieitir Geiri, sem
var hrifinn af mér þegar ég var með Palla.
En ég veit ekki hvort hann er það enn þá.
Geira hitti ég oft og hann stoppar alltaf og
talar við mig. Hann þekkir strák sem honum
er ekkert allt of vel við, hann heitir Jón.
Um daginn fór ég í partý. Þar var allt parað.
Ég átti að vera með Jóni, en ég vildi það ekki.
Nú hefur Jón sagt Geira að hann hafi verið
ineð mér i partýinu, sem ekki passar. Og núna
þegar ég hitti Geira þá stoppar hann aldrei,
segir bara „Halló“, og strunsar svo áfram.
Ég þykist ekki taka eftir þessu háttalagi hans.
En mér sárnar þetta injög mikið. Vinkona mín
er búin að segja Geira að ég hafi ekki verið
með Jóni. (Hún var i partýinu lika). En ég
veit að hann trúir henni ekki.
Kæra Aldís geturðu sagt mér hvernig ég á
að ná í Geira eða einhvern góðan strák?
Mér leiðist svo þegar vinkonur minar fara
út með sínum strákum, þvi að þá er ég ein
eftir. Stundum dettur mér í hug að fara til
Palla, sem ég veit að hann vill. En ég vil ekki
vera með fyllibyttu.
Með fyrirfram þökk.
Ein 18 ára i vanda.
SKREYTINGAR
SKREYTINGAREFNI
VAFNINGAGREINAR
JÓLATRÉ
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Símar 22-822 og 19-7-75.
4 VIKAN