Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 11
VERÐLAUNIN Ferð fyrir tvo til New York og uppihald Jbor / eina viku. Verdmæti kr. 30.000.- __ Fer vel um yður frú, — má bjóða yður blað til að lita i? — Flugfreyjan, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, gengur um og hugar að velferð Marga framandi hluti mun bera fyrir augu þeirra, sem vinna hin eftirsóknar- verðu verðlaun í keppninni. Eitt af því, sem þeir munu undrast hvað mest, er hin tröllaukna umferð, sem meðfylgjandi mynd gefur örlitla hugmynd um. 1 New York búa fáir nærri vinnustöðvum sínum; margir verða að aka heilan klukkutíma eða meir á vinnustað. Bæði er, að fjölmennið er mikið, og hitt, að bifreiðar eru ekki talinn lúxus eins og hér. Þess vegna er fjöldi farartækjanna gífurlegur, og þó mun flestum blöskra enn meir hraðinn. Þegar förin verður farin, — nálægt miðjum apríl, — er mjög líklegt, að vinn- endurnir geti veitt sér þann munað að sækja baðströnd. Einn slikur staður er á Coney Island, rétt hjá borginni. Þar er margt um manninn í góðu veðri, eins og myndin að neðan sýnir. Nær á myndinni er dýrara pláss, enda fámennara þar. Fjær er almenningi haslaður völlur, og þar virðist Þröng á þingi. mmm ■ |||||

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.