Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 5
<] Þessi stigi er frumlegur og léttur í formi — og vonandi er að einhver þori aö ganga hann. Efniö er furuplankar, sem múraöir eru inn í vegginn. Loftklæöningin er einnig úr furu. Athyglisverö innrétting á barnalherbergi. Útveggurinn hefur veriö klceddur meö furu og skilrúm gerö milli rúmanna úr sama viö. t~t t* 1 . T—l ' n | 1 cr )‘i 1—1 1 1 . u JJI M u mm Fura í innréttingum Furan hefur verið sá viður, sem við höfum mest notað frá fornu fari og fram til þessa. Hún er notuS i innrétt- ingar og ýmist máluð eða ferniseruð, þvi að enginn tók eftii því, að sjálfur viðurinn byggi yfir fegurð. Á þessurn siðustu harðviðartimum hefur vegur furunnar verið mjög litill, en nú er eins og augu manna séu að opnast fyrir þvi, að fleira getur verið gott en teak eða oregonpine. Listiðnaðarmenn á Norðurlöndum hafa notað furu í margvíslega listmuni, og árangurinn hefur orðið framúr- skarandi góður. Æðarnar í furunni eru mjög sterkar, og litlir handunnir gripir verða jafnvel enn fallegri úr furu en eik og teak. Innanhússarkitektar, bæði hér og erlendis, liafa á siðustu árum notað furu i innréttingar i sifellt vaxandi mæli. Höfuðkosturinn við furuna er, að hún er ódýr og flestum er það viðráðanlegt að kaupa veggklæðningu úr henni. Það hefur hins vegar valdið erfiðleikum hér, að mjög' erfitt hefur verið að fá kvista- lausa furu, en flestum finnast lcvistir vera til lýta. Það hafa uppgötvazt ýmsar aðferðir til þess að fegra furuna án þess að' hún' tapaði eiginleikum sinum sem efni. Algengast er að brenna hana með kemiskum efnum og má þá fá á hana gullna áferð og æðarnar skýrast að mun. Svipuðum árangri má ná með því að fara yfir viðinn með blússlampa. Enn einn kostur er að sandblása og fer það oftast mjög vel.'Æðarnar eru harðari og standa eftir, en sandurinn vinnur á viðnum milli þeirra. Þá er það einnig til, að breyta furunni sem minnst, liefla hana aðeins og olíubera. í innréttingar er venjulega búin til einhver tegund af panel Og fæst það gert i trésmiðjum. Þá má fá fram sérstök áhrif með breidd panelsins, sniða liann niður i granna lista eða fara upp i tiu tominu breidd eða meir. Ekki er heldur nauðsynlegt að hafa jafná brcidd. Sézt liefur það og farið ágætlega að hafa panelborðin misbreið og þá gjarnan breið borð og mjó sitt á hvað. Oftast eru borðin liöfð lóðrétt, en það getur engu siður farið vel að hafa klæðninguna lárétta. Þegar um ílanga stofu er að ræða og húsráðandinn vill breyta lagi hennar, Lárétt furuklœöning getur fariö mjög vel og stuölar aö því, aö veggurinn sýnist breiöari en hann er. Samskonar klœöning er í lofti. 1 Bifröst í BorgarfirÖi er einhver fallegasta furuklœöning, sem sést hefur á opin- berum stööum á Islandi. Furan er sandblásin og felld á hvítmálaöa trégrind. ffiffXVi iMMtttinHiirríÍilt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.