Vikan - 29.09.1960, Page 10
RRUGÐIÐ
ÍEIK
Nokkrir reisuþættir
úr Norðurlandaferð
sem sýna hvernig
landinn lifir, lætur
og skemmtir sér
á orlofsferðum
Eftir Óskar
* ✓
Aðalstein
Á SIGLINGU — OG ÆVINTÝR
í BJÖRGVIN.
Nokkru áður en é£ held til skips
fer ég í rakarastofu. Rakarinn er
kornungur maður og kann sitt fag
eins og bezt verður á kosið. Á mér
fremur hann allar kúnstir iðngreinar
sinnar. Að lokum setur hann eilífðar-
bylgjur í hárið á mér. Ég er líka
sallafínn þegar ég kem um borð í
skipið, og flýti mér að taka ofan hatt-
inn, svo allir viðstaddir geti séð ei-
lífðarbylgjurnar. Skipið er yfirfullt
af farþegum. Hér er fjöldinn allur
af fólki, sem ætlar „hringinn", og
hér eru margir Færeyingar á leið
heim úr vepinu. Ég lít inn í klefann
minn. Þar er einn maður fyrir, Fær-
eyingur, viðræðuglaður náungi með
stórkostlegar eilífðarbylgjur í hárinu,
enda rakarsveinn að atvinnu heima
í Færeyjum. Hann hefur verið að
heiman í þrjá mánuði og þénað um
átta hundruð krónur danskar:
— Hugsa sér annað eins og þetta,
frændi, segir hann. — Þetta er ævin-
týri líkast. Annars fá aðeins sárafáir
okkar slik kostakjör núorðið. Það er
búið að setja undir lekann.
— Jú, bjargráðin, þetta nýja póli-
tiska patent, anza ég.
— Já, frændi, nú á að fara að spara
i Islandi, segir rakarasveinninn bros-
leitur.
— J-æ-j-a, er sagt frammi við dyr.
Þar er kominn hressilegur maður
með skopglampa í augum, dökkhærð-
ur og sléttkembdur (Sá hefur ekki
verið að kasta peningum í eilifðar-
bylgjur). — Jæja, segir hann aftur.
Svo rikisstjórnin okkar er allt í einu
orðin sparsöm, það eru gleðileg tíð-
indi.
Ég segi:
— Við biðjumst að vísu undan óll-
um novis gravaminibus (nýjum álög-
um). E’n hvað skal segja? Sjálfir
reyra þeir að sér sultarólina. Einkum
og sér í lagi spara þeir við sig gjald-
eyrinn. E’ða hefurðu ekki heyrt sög-
una af aumingja stjórnarerindrekan-
um á Kastrupflugvelli? Hann var að
fara heim og átti ekki aura fyrir
Karlsberg.
Sá nýkomni réttir mér höndina og
segir:
— Við skulum vona að einhver
hafi séð aumur á stjórnarerindrekan-
um. En segðu mér; ertu í hópferð-
inni?
— Já, ég er það. Og mér þætti
gaman að sjá framan í fararstjórann.
Hann er vonandi enginn leiðindapoki.
Þótt ég þekki ekki fararstjórann
svo mikið sem í sjón, grunar mig
þegar, að það sé einmitt hann sem
ég nú á orðastað við, enda kemur
fljótlega í ljós að svo er. Þegar ég
er orðinn alveg viss í minni sök, segi
ég:
—- Þú ert vonandi með góðan hóp.
Og nú er það áreiðanlega farar-
stjórinn sem talar:
— Því trúi / ég staðfastlega. Það
er vonlaust að leggja upp með slæm-
an hóp. Ég hef stússað i þessu fyrr
og allt gengið að óskum.
— Allir samtaka með að velta af
sér reiðingnum? spyr ég.
— Það má vel orða það þannig.
— Og enginn komið brotinn til
baka? spyr ég.
— Ég fengi varla að fara þessar
ferðir, ef ég kæmi með mannskapinn
brotinn og benjaðan heim aftur.
Húmorinn er uppi.
Það líður á kvöldið. Skipið tekur
að velta meir en góðu hófi gegnir
fyrir suma. Fólk byrjar að kenna sjó-
veikinnar; lífsánægjan hverfur úr
svipnum og andlitið deyr. Það er bið-
röð við öldustokkinn. Menn eru að
gera þetta eina sem óhjákvæmilega
fylgir sjóveikinni. Um nóttina liggur
við sjálft að obbinn af mannskapnum
sé að farast úr sjóveiki, að frádregn-
um Færeyingum, sem flestir búa í
lest og halda uppi söng og gleðskap.
Næsta dag má segja að algjört frí
sé hjá yfirkokknum og undirkokkn-
um. Einn og einn maður slæðist þó
upp til að láta niður í sig krásina.
Á þriðja degi hastar einhver ' ósýni-
legur á.vindinn og sjóinn. Það dettur
á með logn, skipið hættir að velta
og líður áfram eins og eftir lygnri
heiðatjörn. Salirnir fyllast af bros-
leitu fólki. Þarna eru glaðir Færey-
ingar með gildan sjóð og á annað
hundrað kátir hringfarar og svo hóp-
urinn sem ég tilheyri. Við erum
átján, en mundum að líkindum hafa
orðið um þrjátíu, ef ferðakostnaður-
inn hefði ekki hækkað verulega
vegna bjargráðaráðstafana ríkis-
stjórnarinnar. Jafnvel lúxusflakkarar
■komast ekki hjá að bjarga þjóðinni,
þegar stjórnmálamenn fá samvizku-
bit.
En líttu nú á. Hér erum við öll
samankomin á þiljum uppi i sólskini
og blíðviðri. Þú sérð strax að þetta
er ágætur hópur. Hér eru miðaldra
kaupmannshjón að leggja upp í sína
fyrstu utanlandsreisu. Og ef þú ert
svolítill mannþekkjari og kannt að
koma að þér fólki, þá er ég viss um
Framhald á bls. 26.
!□ VIKAN