Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 20
lægni? Þér vitið hvíiíkan óskunda blaðið getur gert mér í þessu máli? Eða stendur yður á sama um það?“ „Ég held að við getum ekki farið að beita neinni fægni við Schafer eða ritstjórann," varð mér að lOrði. „Ég held að hið eina, sem nokkru máli skipti, :sé að komast að raun um hver myrti Lindu Scott. Ef við færum að koma ákaflega vingjarnlega fram við þá hjá Tribune, myndu þeír áreiðanlega telja það merki þess, að við vissum okkur standa höllum fæti. Að það væri eitthvað, sem við vildum fela." „Það er alltaf þetta sama nöldur," urraði lög- reglustjórinn. „Þér virðist enn þeirrar skoðunar. að ég hafi géngið til samstarfs við Howard Fletcher, og að við ætlum að koma á fót spilavíti hér í fylkinu." I „Nei, lögreglustióri," svaraði ég. „Hafi ég nokkurntíma haldið það, komst ég á aðra skoðun í Las Vegas." „Las Vegas." Það var auðheyrt á röddinni, að áhugi hans var þegar vakinn. „Komust þér á snoðir um eitthvað markvert þar?" Ég saeði honum upp alla söguna. Þegar henni var lokið. leið drykklöng stund svo að hann sagði ekki neitt. Hann tróð i pípu sína af mikilli vand- virkni og gaf sér góðan tíma til að kveikja í henni. ..Laglega af sér vikið, Wheeler!" sagði hann loks. „Þetta var einmitt það, sem við þurftum með." „Þurftum með?" spurði ég. „Til hvers?" „Til þess að taka Fletcher fastan," mælti hann hörkulega. ..Nú höfum við fengið átylluna. Ég tel vafalaust að tilgáta þín sé rétt. Hún mundi aldrei hafa þolað þetta taugaáiag til lengdar. Fyrr eða síðar hefði hún bilað; það vissi Fletcher og þessvegna myrti hann hana. Svo að víst væri, að hún léti forráðamönnum spilavítishringsins ekki neina vitneskju i té.“ „Við getum ekki verið vissir um, að það hafi ekki einmitt verið þeir, sem létu myrða hana," varð mér að orði." Sú fullyrðing Salters, að þeir hafi ekki tekið neina ákvörðun enn, er ekki bein- línis neitt sönnunargagn að mínum dómi." „Sú átylla, sem við höfum fengið til að taka Fietcher fastan, nægir mér,“ sagði hann. ..En hún nægir mér hins vegar ekki," svaraði ég. Hann beit tönnunum fast að pípumunnstykkinu og starði á mig. „Yður virðist mjög annt um Fletcher," mælti hann. „Mér fer að koma það dálit.ið undarlega fyrir sjónir." „Ég tel að okkur beri að flana ekki að neinu," svaraði ég eins hæversklega og mér var unnt. „Hann fór þess á leit við yður, að þér yrðuð honum innan handar við að koma á fót spilaviti hér í borginni og þér neituðuð því. Hann hafði í hótunum við yður og kvaðst mundu gefa yður aðvörunarmerki. Getur yður þá komið það til hug- ar, að það hafi verið hann, sem myrti Lindu og skyldi lík hennar eftir á dyraþrepinu hjá yður, vitandi það, að slíkt var sama og að lýsa morði hennar á hendur sér?“ „Hver getur sagt um það?" sagði Lavers. „Þarna kemur líka annað til greina. Setjum svo, að hann hafi einmitt gert þetta. Þegar böndin bárust svo að honum, gat hann haft það í svari sínu, að enginn gæti ætlað sér slíka heimsku eftir það, sem á undan var gengið. Væri það ekkí sniðugt kænskubragð?" Ég sá, að Lavers hafði þarna nokkuð tíl síns máls. „Einskonar tvöfaldur hælkrókur," varð mér að orði. „Jú, ég skil hvað þér meinið, en ég er vantrúaður á þá tilgátu. Fletcher er ekki þannig gerður, að hann leggist svo djúpt." Lavers saug pípuna nokkra hríð. „Hafi Fletcher ekki myrt hana, hver var þá valdur að morðinu á henni. Þeir i spilavítahringnum?" „Ég veit það ekki enn," svaraði ég. „Gefið mér dálitinn frest enn, og ég skal komast að því." „Við höfum ekki langan tíma upp á að hlaupa. Auk þess sem málið kemur mér mikið við persónu- lega, heyrðuð þér hvað blaðamaðurinn sagði rétt áðan. Við eigum eftir að fá krúnuna kembda í þessu dagblaði hans. Þér verðið lika að taka það með i reikninginn, að ég verð að taka tillit til kjósendanna; það er ekki svo langt til næstu kosninga, en það virðist þér ekki hafa athugað." „Veitið mér að minnsta kosti tveggja sólar- hringa frest, lögreglustjóri," bað ég. „Hafi ég ekki komizt á sporið að þeim liðnum, skal ég láta af- skiptalaust að Fietcher verði tekinn fastur." „Tveir sólarhringar eru iangur tími, þegar allt er komið í eindaga," tuldraði hann. „Jæja, þá það.“ ..Þakka yður fyrir, lögreglustjóri." Ég gekk fram i ytri skrifstofuna; þar sat Schafer á borðröndinni hjá Annabellu, dingiaði bífunum kæruleysislega og glotti til min. „Ég var að biða eftir þér," sagði hann. „Þú skuldar mér hressingu." Mér leizt vel á það að fá mér hressingu og við urðum samferða út í næstu veitingastofu. Þegar okkur hafði verið borinn drykkurinn, leit Schafer spyrjandi á mig. „Jæ.ia, varzt þú nokkurs áskynja, þarna í Las Vegas?" ,.Hver hefur sagt bér að ég hafi farið þangað?" ..Sú dökkhærða við ritvélina," svaraði hann sigri hrósandi. „Sagði ég þér ekki að ég hefði lag á kvenfólki ?“ „Jú, satt er það," svaraði ég. „Nei, ég varð ekki neins áskynja, sem nokkru máli skipti." „Og þó svo hefði verið, mundir þú ekki segja mér það," mælti hann „Það var ekki fyrir neitt nersónulegt nagg, að ég lét þessi orð falla hjá lögreglustjóranum áðan. Þú hefur vonandi ekki heldur tekið það þannig. Ég varð að standa í minni stöðu eins og þú i þinni, það er allt og sumt." „Þú manst að ég skulda þér þessa hressingu, eins og þú líka sagðir," varð mér að orði. „Þú þarft ekki að vera með neitt smjaður þess vegna." „Ég hef húsbónda yfir mér," mælti hann enn. „Ritstjórann. Það er hann sem ræður afstöðu blaðsins, skilurðu." „Hvort ég skil. Þú hafðir lika samskonar hús- bónda yfir þér i Chicagó." Hann roðnaði í vöngum. „Hvern fjandann sjálf- an áttu við með því?" spurði hann. „Ekki annað en það, að ef sagan frá Chicagó er sönn, þá ert þú einn af þeim, sem hafa allar klær frammi til að komast að fréttunum og svífist þá einskis, ef í það fer," svaraði ég. „Þess vegna treysti ég þér svona álíka og ég mundi treysta sjálfum mér innan um konur í nektargarði." „Það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér þar," sagði hann rólegri. „Én ekki er það neitt i veginum fyrir því að við getum haft nokkra sam- vinnu. Þú vilt ná taki á Fletcher og ég vil ná taki á fréttaefninu." „Ég vil ná taki á morðingjanum," svaraði ég, „en þar með er ekki sagt að ég vilji ná taki á Fletcher, skilurðu?" „Þú heldur nú samt að Fletcher sé morðing- inn," sagði hann. „Það er húsbóndinn, lögreglu- stjórinn, sem heldur yfir honum hlifiskildi. E'n vitanlega þrætir þú fyrir það, þar sem hann er jú yfirmaður þinn, en svona hygg ég samt að því sé farið. Er hugboð mitt rétt?" „Gerðu mér nú smágreiða, Schafer," varð mér að orði. „Komdu þér einhvers staðar í starfa sem húsvörður. Þá skal ekki á mér standa að kveikja i byggingunni." Hann fölnaði við. „Allt í lagi," svaraði hann. „Fyrst þú endilega vilt hafa þann háttinn á, þá er ég til í tuskið. Ef við erum þess megnugir að steypa lögreglustjóra úr stóli, ættum við ekki að vera í vandræðum með einn vesælan leynilög- reglumann. Og við hjá Tribune höfum látið meiri karla setja ofan, athugaðu það." „Ég má til að heimsækja ykkur í ritstjórnar- skrifstofunni og sjá hvernig þið farið að því. Hvenær dagsins fer það fram?" „Þá það," tautaði hann illskulega. „Þú vilt hafa það þannig, og þér skal líka verða að því, eins og þú hefur til stofnað." Að svo mæltu reis hann á fætur og gekk út úr veitingastofunni. Ég lauk úr glasi mínu og fékk mér í það aftur, gekk síðan út og ók heim. Þegar ég kom inn í íbúð mína, opnaði ég útvarpið og hlustaði á tón- listina um hríð og fékk mér enn dálitla hressingu. Tók mér sæti í hægindastól og lygndi aftur aug- unum. Hugsaði sem svo, að ef ég gæti notið hvild- ar, þó ekki væri nema eins og í fimm mínútur, mundi ég hressast talsvert. Sennilega hef ég blundað rétt sem snöggvast, því að ég hrökk upp við það að dyrabjöllunni var hringt, ákaft og án afláts. Mér varð fyrst fyrir að líta á armbandsúrið — nú jæja, ég hafði biund- að lengur en rétt sem snöggvast Því að klukkan var hálfsex; fimm mínúturnar höíðu óvart orðið fullar þrjár klukkustundir. Ég spratt úr sæti mín, þar sem mér hafði orðið svona vært, skálmaði til dypa og opnaði. „Það var tími til kominn," sagði Gabriella dá- lítið ergileg. „Ég er búin að standa hérna og hringia í fullar fimm mínútur." „Mér kom ekki til hugar, að annað eins gæti gerzt," svaraði ég, „að maður gæti sofið draum- laust, en vaknað til draums. Skyldi Freud kunna nokkra útskýringu á slíku fyrirbæri?" „Um hvað ertu eiginlega að þvæia?" spurði hún ómildum rómi. „Eg svaf eins og steinn og mig dreymdi ekki neitt. Svo vakna ég við það að dyrabjöllunni er hringt, og þegar ég opna, stendur þú á þröskuld- inum. Draumurinn hefur því hafist um leið og ég vaknaði. Þú ert ekki hér — þú ert i Las Vegas." „Ónei, ég er hérna Ijóslifandi," svaraði hún. „Ætlarðu að hleypa mér inn eða ekki?" Ég vék hæversklega til hliðar og hún sveif Vfir þröskuldinn inn í íbúð mína, meira að segja með ferðatösku í hendinni. Hún setti töskuna frá sér á gólfábreiðuna i setustofunni og sneri sér að mér. „Þú gætir boðið mér einhverja hress- ingu, fyndist Þér það ekki viðeigandi? Að minnsta kosti eitthvað, sem vætti kverkarnar." „Ertu þá hérna i veruleikanum ?“ Hún teygði fram hendina og bretti upp á nefið á mér. „Finnurðu nú hvort Þú ert vakandi eða ekki?" spurði hún. „Jú, sennilega er ég vakandi," varð mér að orði. „Hvernig í ósköpunum gaztu sloppið úr greip- um þeirra í Las Vegas?" ZO VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.