Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 27
ekki aldursforsetinn. Inni á miöju
herbergisgólfinu stendur maöur í
svörtum silkislopp, heldur á löngum
vindling í vinstri hendi en á stóru
handriti í þeirri hægri. Það er mikil
sorg í svip mannsins. Ég er nærri
viss um, að þetta er leikari að æfa
Hamlet. Hann segir ekkert, horfir
aðeins á mig með þesskonar augna-
ráði, að ætla má, að mannauminginn
haldi mig vera svip miður kærkomins
ættingja síns:
— Fyrirgefið, það ... það var ekk-
ert,. stama ég, flýti mér að loka dyr-
unum og skunda burt.
En ég er ekki á flótta, ekki alveg,
ætla ekki að gefast upp við svo búið.
Og enn er ég farinn að berja að dyr-
um. En ég hef ekki lamið lengi þeg-
ar ég kemst að raun um, að ég er
þarna að hamast á hurð að baðher-
bergi, að sturturnar eru í gangi og
vatnið streymir. I einhverju fáti held
ég samt áfram barsmíðinni, þótt ekk-
ert sé fjarri mér en að ónáða fólk
í baði:
— Hver er þetta? kallar íslenzk
stúlkurödd innan úr baðherberginu.
— Já, hvað á þetta að þýða? kallar
önnur íslenzk stúlkurödd.
— Nú, svo það eruð bara þið,
stelpur mínar, kalla ég á móti guðs-
lifandi feginn að heyra móðurmálið
i þessu undarlega húsbákni.
Hlátur.
— Vatnið er vonandi ekki of heitt,
kalla ég.
— Nei-nei, hlæja stúlkurnar.
— Og ekki heldur of kalt, kalla ég.
— Nei-nei, hlæja stúlkurnar.
— Eru þessar sturtur bara fyrir
kvenfólk? kalla ég.
— Nei-nei, hlæja stúlkurnar.
— Verið þið samt ekkert að flýta
ykkur, stelpur minar, mér liggur
ekkert á, kalla ég og slangra á burt
með hlátur þeirra og vatnsdyninn
niðandi fyrir eyrum mér. Og ekki
veit ég hversu lengi ég hefði haldið
áfram þessu einkennilega ferðalagi,
ef ég hefði ekki von bráðar orðið
svo heppinn að rekast á tvo yndislega
bjargvætti. Og bjargvættir mínir eru
hjúkrunarkonurnar okkar. Af göml-
um vana voru þær að ganga eins
konar stofugang. Svo rekast þær
þarna á mig i algjöru reiðileysi:
;— Ég er að leita að herberginu
minu, segi ég.
Hjúkrunarkonurnar líta á mig eins
og réttast væri að gera á mér heila-
mælingu:
— Það er að segja, ég hef gleymt
númerinu á herberginu mínu, segi ég.
Nú líta hjúkrunarkonurnar hvor á
aðra:
— Lykillin hefur víst óvart lokazt
inni í herberginu mínu, segi ég enn-
fremur. Ég hef vist verið elskulega
aumkunarlegur, útlits þegar ég lét
þetta út úr mér, því nú líta hjúkr-
unarkonurnar á mig með hjarta-
gæzkuna og hjálpsemina uppteiknaða
í svip og augnaráði — og önnur þeirra
segir: ! I I ’“H
— Það má bjarga þessu við. Biddu
bara um passlykil fyrir Guðjónsson.
Svo fer ég niður I lyftunni með
hjúkrunarkonunum og fæ passnögle
for Gudjonsson. Stundarkorni seinna,
geng ég til náða í herbergi mínu —
og bið svolltið fyrir hjúkrunarkon-
unum í þakklætisskyni fyrir hjálpina.
Mikill bölvaður refur
er læknirinn
Framh. af bls. 7.
astmasjúklings. Inn á milli heyrð-
ust greinilegar stunur og hryglu-
korr.
Veran úti við gluggann tíndi hægt1
og hægt á sig allar mínar flikur,
peysu, buxur, sokka, jakka, já,
meira að segja inniskóna mina. Ég
hélt, að það væri að líða yfir mig.
Ég gerði hverja tilraunina á fætur
annarri til þess að rísa á fætur, en
árangurslaust. Sennilega hefur
maran aðeins hvílt á mér skamma
stund, en mér fannst það heil ei-
lifð.
Nú rétti veran úr sér, klædd öll-
um mínum fötum. Hún sneri sér
hægt og stirðlega frá glugganum og
leit á mig ... Leit á mig, segi ég.
Mér rennur ennþá kalt vatn milli
skinns og hörunds, þegar ég hugsa
til þess. Upp úr peysuhálsmálinu
stöð ... ekkert! Þetta var alklædd
mannvera, mannleg í vexti, að visu
nokkuð luraleg, en upp úr hálsmál-
inu stóð ... ekkert! Maðurinn var
hauslaus, eins og líkið, sem ég hafði
skoðað um kvöldið.
Þeir einir sem orðið hafa vitstola
af ofsahræðslu geta gert sér grein
fyrir líðan minni. Tungan á engin
orð til þess að lýsa henni.“
Læknirinn þagði um stund og
strauk svitadropa af enninu. Svo
fékk hann sér vænan sopa og hélt
áfram frásögninni:
„Ég vildi ekki endurlifa þennan
atburð hvað sem i boði væri. Nú fór
þessi hauslausa afturganga að fikra
sig fram herbergið i áttina að
dívaninum. Hún þreifaði fyrir sér,
eins og hún væri blind, en hend-
•urnar sá ég mjög ógreinilega.
Peysuhálsmálið skagaði upp undan
jakkanum. Og þar fyrir ofan . ..
Ó, guð minn góður, livernig á ég að
lýsa þeim viðbjóði. Holar augna-
tóftir, holdlausir tanngarðar, það
hefði ekki verið neitt. Afskræmt
draugsandlit, það hefði verið barna-
leikur hi áhinn. F.kkert andlit.
enginn haus, en þó korr, sog og
stunur.
Afturgangan kom nú aiveg að
dívaninum. Það lagði af henni þang-
lykt og nádaun. Hún rétti fram
höndina. Ég fann eitthvað iskalt og
blautt snerta andlit mitt.
Þá losnaði ég undan mörunni. Ég
rak upp skaðræðisöskur, stökk fram
úr, reif opna hurðina og hentist i
einu loftkasti niður stigann og
hoppaði á öðrum fæti út úr húsinu,
en ég hafði brákað hinn fótinn i
fallinu. Svona hoppaði ég að prests-
húsinu, sem var skammt frá. Ég
hirti ekki um, að ég var i náttföt-
nnum einum, hratt upp hurðum 'og
óð inn í svefnherbergi prestshjón-
anna, sem vöknuðu við vondan
draum. Aumingja maddaman fékk
taugaáfall og var marga daga að ná
sér.
Ég gat iengi vel ekki komið upp
einu einasta orði, sat bara og reri
snöktandi á rúmstokki prestsins.
Það var ekki fvrri en hann var bú-
inn að hella ofan í mig fleytifullu
glasi af koniaki. að ég gat sagt xind-
an og ofan af hví sem hafði skeð.
Hann var auðvitað fliótur að slá
hví föstu að þetta hefði allt verið
draumur og ég hafði ekki orku til
þess að þræta við hann. Hann bjó
um mig i stofunni og hafði opið
á milli inn i svefnlierbergið og lét
loga vfir mér liós. Þesar koniakið
fór að svifa á mig steinsofnaði ég.
Ég lá i viku á eftir vegna meiðsl-
isins i fætinnm. Presturinn fór
morguninn eftir næturheimsókn
mína upp á herberci mitt, sem stóð
Ionið upn á gátt. Fötin mfn lágu f
hrúffu framan við dfvaninn og á
bröskuldinum ]á grár köttur, stein-
fdauður. Presturinn hélt þvi fram
)að ég hefði stigið svona illa ofan
. á hann, en ég er sannfærður um,
að ég kom ekki við hann. Sjórekna
líkið var jarðað tveim dögum
seinna og kemur það ekki meira
við sögu.
Þá er aðeins að geta jaess, að föt-
unum sem við sögu þessa koma
brenndi ég. Mér fannst alltaf vera
nálykt úr þeim og mér varð óglatt,
þegar ég ætlaði að fara í þau. Ég
þorði ekki að láta nokkurn vita,
að ég hefði brennt þau, annars hefði
ég sjálfsagt verið talinn með „lausa
skrúfu“.
Ég hafði lækningastofu mina og
apótek áfram í selstöðuverzlunar-
húsinu, en ekki gat ég hugsað mér
að sofa þar. Ég fékk herbergiskytru
úti i bæ og bar því við að það væri
svo kalt í mínu gamla herbergi sem
aldrei var nema satt.
Jæja, þá er sögunni lokið og hef
ég aldrei fyrr né siðar orðið var
við nokkuð af þessu tagi.“
Það varð löng þögn, að sögu Gisla
læknis lokinni. Ég tók eftir þvi, að
við tottuðum allir eldlausa vindil-
stubbana. Loks rauf Palli rakari
þögnina:
„Þetta er nú barasta sú magnað-
asta draugasaga, sem ég hef heyrt
og það er barasta stórfurðulegt, að
slfkt skuli hafa gerzt á okkar dög-
um.“
Júlli i sparisjóðnum greip fram
í: „Þvf ættu svona atburðir ekki
að geta gerzt eins á okkar tímum
og á dögum afa okkar og ömmu?
Séu draugar til, hlióta þeir að gera
vart við sig eins f dag eins og fvrir
hundrað árum síðan. En það verð
ég að segja, að hefði hað verið ein-
hver annar en Gisli læknir. sem
sagði þessa sögu, bá hefði ég drogið
sannleikgildi hennar miög f efa.“
Gústaf tók nú til máls:
„Draugasögur geta verið lista-
verk, hvort sem bær eru sannar eða
lognar. Veádur þnr mestu. hver fær-
ir bær i búning. En vitanlega evkur
jaað á gildi þeirra. að þær séu sann-
ar. eins og þessi.“
Ég þurfti nú lika að leggja orð
f belg:
\ „Mvrkfælni og frú á dularverur
er svo lfkur þáttur i okkur ðllum,
að það er óhngsandi. að hún sé
ímyndun ein. Ég held. að fáir geti
barið höfðinu við steininn, eftir að
hafa heyrt vitnisburð annars eins
manns og hans Gfsla hérna.“
Gisli læknir strauk hökuna hros-
andi. Hann stóð upp bætti f glösin
og báuð vindla. Svo sagði hann:
Þakka þér fyrir ummælin, Bjössi
minn. En ég verð að játa, að ég á
þau ekki skilið. S'ögunni er svolitið
hagrætt. Til dæmis var ekkert sel-
stöðuverzlunarhús á Grunnavik.“
Ég skaut nú inn i: „Nú, hvar
svafstu há?“
„Ég svaf uppi á lofti i pósthús-
inu.“
„Nú, jæja, verzlunarbús eða póst-
hús, það skiptir ekki meginmáli.“
„Já, og líkið var ekki hauslaust."
„Ja, hver skollinn, það var nú
verra.“
„Já, og kötturinn drapst aldrei.“
„Skftt og helviti með köttinn."
„Já, það var nefnilega enginn
köttur."
„Það skemmir söguna, en skiptir
þó ekki miklu.“
„Ef ég á að segja vkkur eins og
er, bá fannst ekkert lfk.“
„Þar fórstu nú alveg með það.
Vissirðu þá aldrei þvernig stóð á
reimleikunum?“
„Og þar við bætist, að draugurinn
Rósól-Crem cr. sólcrem ..með A vftamlnl. Þaö
hrclnsar, mýkir og fegrar húðlna. Notlð það við
öll tjekifseri. Gott á kvöldin.
Það gjöra einnig tugþúsundir
annarra íslendinga. Ef þér eða
fyrirtæki yðar viljið bera fjöldan-
um fregnir af vörum yðar eða
þjónustu þá segið sögu yðar hér í
smáauglýsingadálkum VIKUNNAR.
Hringið i 35320 og fáið upplýsingar
um verð og kjör.
Þér lesið um
nýjungar í
auglýsingum
þessara
dálka
VIKAN 27