Fréttablaðið - 01.12.2009, Side 2

Fréttablaðið - 01.12.2009, Side 2
2 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Af uppgjörsskyldum frambjóðendum í síðustu alþingis- kosningum voru flestir hjá Sjálf- stæðisflokki, og þeir eyddu líka mestu. Uppgjörsskyldir frambjóðendur eru þeir sem eyða meira en 300 þús- und krónum í kosningabaráttuna. Þeir þurfa að skila Ríkisendurskoð- un fjárhagslegu uppgjöri. Í allt voru þessir frambjóðend- ur 45 talsins, þar af 33 í Sjálfstæð- isflokki. Þessir 33 eyddu rúmum 45 milljónum króna. Þó kunna ein- hverjir uppgjörsskyldir að vera ótaldir, því 21 frambjóðandi hefur alls ekki svarað Ríkisendurskoðun. Uppgjörsskyldir frambjóðendur Samfylkingar voru tíu talsins og eyddu rúmum fimm milljónum alls. Tveir frambjóðendur Framsóknar eyddu svo 650 þúsund krónum. Þetta kunngjörir Ríkisendurskoðun. Samkvæmt upplýsingum frá VG á enginn frambjóðandi flokksins að vera skyldugur til að gera upp sín fjárútlát, því bann var lagt við auglýsingum í kosningabarátt- unni. Tíu frambjóðendur VG hafa þó ekki svarað Ríkisendurskoðun. Óvíst er með frambjóðendur Frjálslynda flokksins, því helming- ur þeirra á eftir að svara. Sé deilt í þessar tölur kemur í ljós að meðalframbjóðandi Sjálfstæð- isflokks, sem á annað borð eyðir meira en 300 þúsund krónum, þarf að punga út einni milljón og tæpum 365 þúsundum. Meðalfjárútlát hjá svipuðum frambjóðanda Samfylkingar væru 500 þúsund. Framsóknarmaður myndi eyða 325 þúsund krónum. En margir ganga lengra. Tveir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks, Illugi Gunnarsson og Guðlaug- ur Þór Þórðarson eyddu meira en fjórum milljónum. Jón Gunnarsson eyddi tæpum þremur milljónum en Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal voru með rúmar tvær. Hjá Samfylkingu eyddi mestu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Bar- áttan kostaði hana 893.292 krónur. Þau Helgi Hjörvar, Skúli Helgason og Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir koma þar á eftir, sú síðastnefnda með 777 þúsunda króna útgjöld, sem hún greiddi úr eigin vasa. Af þeim 21 sem ekki hafa skil- að uppgjöri samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka er einn þingmaður, Árni Johnsen, og einn flokksformaður, Guðjón Arnar Kristjánsson. klemens@frettabladid.is, - kóp, sh Guðni, eru menn gjörsamlega að sleppa sér? „Nei, ég held að það sé ekki teljandi hætta á ferðum. En menn verða að vita hvað er á seyði.“ Ekki hefur verið haldið markvisst utan um upplýsingar um tölu laxaseiða sem sleppt er í íslenskar ár. Sleppingar hafa verið eftirlitslausar í tólf ár. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnunar. FULLT HÚS JÓLAGJAFA ENGINN GÚMMÍTÉKKI Grýla virti vandlega fyrir sér ávísunina áður en hún afhenti Jónasi Þ. Þórissyni, fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, tékkann. Skyrgámur fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÁLPARSTARF Grýla mætti ofan úr fjöllum ásamt sonum sínum með nýbakað brauð í fórum sínum á blaðamannafund Hjálparstarfs kirkjunnar í gær. Þar afhenti Skyrgámur tæplega 600 þúsund króna framlag sem er afrakstur Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Peningunum verður skipt jafnt á milli innanlands- og utanlands- þjónustu hjálparstarfsins. Jólasveinaþjónustan hefur nú gefið rúmlega fimm milljónir til Hjálparstarfs kirkjunnar á tólf ára starfsferli. Fénu hefur verið varið hérlendis sem og í Malaví og Úganda þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með þróunarverk- efni. Jólasveinaþjónustan heim- sækir leikskóla, fyrirtæki og ein- staklinga fyrir jólin með boðskap og grín og gefur fimmtung af velt- unni til hjálparstarfsins. Skyrgámur og bræður hans: Safna fyrir hjálparstarfi kirkjunnar Spurt um fatlaða í fangelsum Sigmundur Ernir Rúnarsson vill fá upplýsingar frá dómsmálaráðherra um hve margir fatlaðir sitji í fang- elsum. Þá vill hann vita hver fötlun umræddra sé og á hvern hátt komið er til móts við sérþarfir þeirra. ALÞINGI SKIL FRAMBJÓÐENDA Á UPPLÝSINGUM, 29.11.2009 Uppgjör Yfirlýsing Óskilað Samtals Framsóknarflokkurinn 2 46 0 48 Frjálslyndi flokkurinn 0 3 3 6 Samfylkingin 10 65 1 76 Sjálfstæðisflokkurinn 33 45 7 85 Vinstrihr. - Grænt framboð 0 92 10 102 Samtals 45 251 21 317 ATVINNA Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hefur sagt upp rúm- lega þrjátíu starfsmönnum frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá fyrirtæk- inu eru uppsagnirnar skýrðar með því að auk almennra efna- hagsþrenginga takist iðnfyrir- tæki á við auknar skattaálögur sem þýða verulegan samdrátt á markaði. Þar að auki glíma mörg þeirra nú jafnframt við hærra vöru- gjald og virðisaukaskatt. Til að minnka þörf á frekari uppsögnum eru þeir starfsmenn sem eru með hærri laun en 350 þúsund á mánuði beðnir um að afsala sér 3,5 prósenta hækkun launa sem stendur til samkvæmt kjarasamningum. Aðrir verða beðnir um að sam- þykkja minna starfshlutfall. - shá Brugðist við kreppu: Ölgerðin segir upp 30 manns ALÞINGI Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, lýsti á þingi í gær áhyggjum af boðuðum breyting- um á lögum um fæðingarorlof. Kvaðst hún óttast að með stytt- ingu orlofsins í mest fimm mán- uði í senn væri réttur ungbarna til næringar fyrir borð borinn en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að brjóstamjólk sé eina fæða barna fyrstu sex mán- uðina. Innti hún Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra álits á mál- inu. Álfheiður sagði Margréti misskilja breytingarnar; mæður gætu valið hvort orlof þeirra styttist eða orlofsgreiðslur skertust. Þann skilning var ekki að finna í orðum félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu í gær. - bþs Óttast um réttinn til næringar: Vegið að fæðu- rétti ungbarna BANDARÍKIN Talið er líklegt að Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, muni senda um 30 þúsund hermenn til viðbótar til Afganist- an í baráttunni við Talibana. Obama á að hafa tjáð háttsett- um mönnum innan hersins þetta á sunnudaginn en mun, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, kynna þetta opinberlega í sjónvarps- ávarpi í dag. Forsetinn mun hafa upplýst leiðtoga Bretlands, Frakklands og Rússlands um ákvörðun sína í gær. Ef hugmynd Obama um að fjölga hermönnunum gengur eftir verða Bandaríkjamenn komnir með tæplega 100 þúsund hermenn þar í landi. Aðrar þjóðir hafa um 30 þúsund hermenn þar. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, lýsti því yfir að Bretar myndu fjölga hermönnum í Afganistan um fimm hundruð. Í síðustu viku sagðist Obama ætla „að klára verkið“ í Afganist- an. Talsmenn Hvíta hússins sögðu Obama hafa verið að beina orðum sínum til bandamanna Bandaríkj- anna í Afganistan, þar á meðal Ítala, Breta, Frakka og Rússa. - kh Barack Obama mun tilkynna í dag fjölgun hermanna í Afganistan: Fjölgi um 30 þúsund í Afganistan Í AFGANISTAN Um 68 þúsund bandarískir hermenn eru nú þegar staddir í Afganistan. Ef Obama fjölgar þeim um 30 þúsund verða um 130 þúsund manns í fjölþjóðahernum. VIÐSKIPTI Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármála- kreppu. Skuldir samstæðunnar nema sex- tíu milljörðum dala og óskuðu for- ráðamenn hennar eftir því í síð- ustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasam- steypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsett- um ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkis- ábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráð- síu einkafyrirtækis. Helstu lánar- drottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdeg- is í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæm- anna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomb- erg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar. - jab Skuldavandi ríkisfyrirtækis í Dúbaí vakti ugg á alþjóðlegum fjármálamörkuðum: Óttuðust annað hrunaskeið MANNGERÐ EYJA Ríkisfyrirtækið Dubai World hefur staðið fyrir ævintýralegri uppbyggingu í Dúbaí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sjálfstæðismennirnir eyddu 45 milljónum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks eyddu sumir á fimmtu milljón króna í próf- kjörsbaráttu fyrir alþingiskosningarnar. Enginn frambjóðandi annarra flokka eyddi meira en milljón krónum. Enn á 21 frambjóðandi eftir að svara. 1. ILLUGI GUNNARSSON 4,410,297 kr. 2. GUÐLAUGUR Þ. ÞÓRÐARSON 4,226,425 kr. 3. JÓN GUNNARSSON 2,918,046 kr. 4. BJARNI BENEDIKTSSON 2,269.862 5. ÓLÖF NORDAL 2,192.772 ALÞINGI Icesave-umræðum var frestað á Alþingi í gærkvöldi, svo ræða mætti fjáraukalög. Illugi Gunnarsson þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarandstæðinga mjög ánægða með að ríkisstjórnin hafi tekið tilboði sínu um þetta. „Auð- vitað er hægt að leysa þessi mál með sem bestum hætti þegar menn vilja vera skynsamir og ábyrgir,“ segir hann. Engin niðurstaða hafi náðst um hvenær Icesave fari á dagskrá, en það verði eftir fyrsta desem- ber. „Enn stendur tilboð okkar um að ræða skattamálin fyrst,“ segir Illugi. - kóþ Samkomulag á Alþingi: Icesave-ræðum frestað í bili SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.