Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 8
8 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað hyggst athafnamaður- inn Otto Spork fyrir á Snæfells- nesi? 2. Hvað notaði eiginkona Tiger Woods til að brjóta rúðu á bifreið hans eftir bílslys á dögunum? 3. Hvað hyggjast írönsk stjórn- völd byggja mörg kjarnorkuver á næstu árum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 REYKJAVÍK For- seti borgar- st jór n a r er a ð þ ók n a s t landsbyggð- arhagsmun- um í borginni með málflutn- ingi sínum um Reykjavíkur- flugvöll og það er skammar- legt að hann hnýti í eina mann- inn sem gætir hagsmuna borgar- búa í Sjálfstæðisflokknum, Gísla Martein Baldursson. Svo segir Örn Sigurðsson, einn talsmanna Samtaka um betri byggð. Hann minnir á að Reyk- víkingar hafi kosið sérstaklega gegn flugvellinum árið 2001. Forseti borgarstjórnar, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sagði í blaðinu í síðustu viku að ljóst væri að flugvöllurinn yrði ekki færður á næstunni og vísaði til efnahagsástandins í landinu. Hann vildi ekki svara því hvort til greina kæmi að breyta aðal- skipulagi til að festa völlinn í sessi. Örn segir að Vilhjálmur hafi lofað kjósendum sínum fyrir kosningarnar 2006 að flugvöllur- inn yrði farinn árið 2016. Að vilja festa flugvöll í sessi vegna efna- hagsástandsins sé út í hött. „Það var alltaf slæmt að hafa flugvöllinn þarna en nú eftir hrunið er markaður innanlands- flugs hruninn. Og unga fólkið sem kemur út á markaðinn næstu ár getur ekki rekið marga bíla til að búa uppi á heiði. Sá tími er lið- inn. Núverandi ástand hrópar á að fleirum verði gefinn kostur á að búa á besta stað á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Örn. Vilhjálmur horfi ekki á málið í heild sinni. „Svo gerir hann lítið úr yfir- lýsingu Gísla Marteins um að vera vallarins kosti fjóra millj- arða á ári. Borgarstjóri og sam- gönguráðherra samþykktu að gera úttekt árið 2005 á þessum kostnaði. Samkvæmt henni kost- ar flugvöllurinn að minnsta kosti fjóra milljarða á ári, á verðlagi ársins 2005. Við teljum þetta vera allt að tíu sinnum dýrara,“ segir Örn. - kóþ Talsmaður Samtaka um betri byggð andmælir forseta borgarstjórnar um framtíð Reykjavíkurflugvallar: Vilji þóknast landsbyggðarhagsmunum ÖRN SIGURÐSSON „Það var alltaf slæmt að hafa flugvöllinn þarna en nú eftir hrunið er markaður innanlandsflugs hruninn“ ÖRN SIGURÐSSON HJÁ SAMTÖKUNUM UM BETRI BYGGÐ MP Sjóðir hf. hefur útvistað hluta af verkefnum sínum til MP Banka hf. á grundvelli 18. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. MP Sjóðir hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. og 1.-3. tölul. 1.mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfið tekur til reksturs verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1.mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr. 161/2002. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði MP Sjóða hf. má finna á www.mp.is/mp-sjodir. Vinsamlega hafið í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Kynntu þér Ríkisskuldabréfasjóð MP á www.mp.is, í síma 540 3200 eða hjá viðskiptastjórum í Skipholti 50d eða Borgartúni 26. Eignasamsetning Ríkisskuldabréfasjóðs MP 30.11.2009 ÖRUGGARI STAÐUR FYRIR PENINGANA ÞÍNA Hversu stór hluti af þínum sparnaði er í ríkistryggðum bréfum? Við bjóðum þér einfalda leið til að tryggja fjármunina þína með kaupum í Ríkisskuldabréfasjóði MP. 10,2% ávöxtun sl. 12 mánuði 85% verðtryggð ríkisskuldabréf Íbúðabréf 72% Húsbréf 13% Ríkisbréf 8% Innlán 7% Auglýsingasími – Mest lesið ATVINNUMÁL Stærsta verktakafyr- irtæki Vestfjarða, KNH á Ísafirði, segir upp 60 af 84 starfsmönnum sínum í dag. Í tilkynningu fyrirtæk- isins segir að forsvarsmenn sjái ekki fram á að geta haldið úti óbreyttri starfsemi ef stjórnvöld halda ekki áfram með þau verkefni sem þegar eru tilbúin til útboðs. Finnbogi Sveinbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir uppsagnirnar mikinn skell. Hann hafi fundað með forsvars- mönnum fyrirtækisins í síðustu viku og farið hafi verið yfir mögu- legar leiðir, en engar fundið. Hann segir að í þessu tilviki liggi ábyrgð- in hjá stjórnvöldum. „Fyrir svona stór fyrirtæki sem eru í jarðvinnuframkvæmdum skiptir meginmáli að það sé ekki dregið saman í þessum geira.“ Finn- bogi segir mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í. Menn hafi hegðað sér rangt í þenslunni með fjölda fram- kvæmda, en í kreppu verði að auka verkefnin. „Ég veit að það er hart í ári hjá ríki og sveitarfélögum, en þau verða að ganga fram fyrir skjöldu og reyna að endurfjármagna sig og halda atvinnulífinu gangandi. Það má ekki endalaust skera niður í útgjöldum, þú færð engar tekjur inn þannig. Það er ekki leiðin til að vinna sig út úr kreppunni.“ Finnbogi kallar eftir því að ríkis- stjórnin ræði við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra að verkum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir uppsagnirn- ar reiðarslag fyrir bæjarfélagið. Hann er mjög harðorður í garð rík- isstjórnarinnar og stefnu hennar í atvinnumálum. „Það er allt á sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn, það er bara þannig. Hún er að frysta allt sem hún getur fryst í atvinnulífinu og er með stórhættulega stefnu sem verður að víkja af. Það gengur ekki að setja allt í frost og vera svo með einhverjar ótrúlegar þæfingar varð- andi gífurlegar álögur á fyrirtæki. Svo er veri að setja sjávarútveg- inn í svo mikla óvissu að þar er allt í frosti. Þetta er akkúrat versti tím- inn til að gera nokkurn skapaðan hlut af því tagi, nú á að reyna að örva atvinnulífið og láta hjólin snú- ast hraðar.“ kolbeinn@frettabladid.is Stjórnvöldum kennt um upp- sagnirnar Stærsta verktakafyrirtæki Vestfjarða hefur sagt upp 70 prósentum starfsmanna sinna. Bæjarstjóri Ísa- fjarðar segir ríkisstjórnina hafa fryst atvinnulífið. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga vill aðgerðir. ÍSAFJÖRÐUR Verktakafyrirtækið KNH segir upp 60 starfsmönnum í dag. Fyrirtækið er langstærsta verktakafyrirtækið á Vestfjörðum og sinnir verkefnum í vega- og jarð- vegsframkvæmdum víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FINNBOGI SVEINBJÖRNSSON HALLDÓR HALLDÓRSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.