Fréttablaðið - 01.12.2009, Page 12
1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
SKIPULAGSMÁL „Deilurnar hafa verið
langar, pólitískar, persónulegar,
rætnar og erfiðar,“ segir Kristján
Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi í bréfi
til bæjarstjórnar Álftaness um mál
lóðarinnar á Miðskógum 8.
Bæjarstjórnin samþykkti nýlega
byggingarleyfi fyrir einbýlishús
á sjávarlóðinni á Miðskógum 8.
Kristján býr þar fyrir ofan, á Mið-
skógum 6, og sendir bréf sitt til bæj-
arstjórnar sem íbúi þar. Hann gerir
að umtalsefni úrskurð úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála um að lóðin á Miðskógum 8 sé
byggingarlóð. Kristján hefur ávallt
lagst gegn byggingu húss á þessari
nágrannalóð sinni.
„Úrskurðurinn er ákveðinn áfangi
en um leið skapar hann óvissu
og vandræði sem ekki hafa verið
leyst né leiða leitað til lausna. Því
er þessu máli langt í frá lokið þrátt
fyrir úrskurðinn,“ skrifar Kristján
bæjarstjórninni.
Í bréfi sínu rekur Kristján þá
ókosti sem fylgi byggingu húss á
Miðskógum 8, meðal annars slæm
áhrif á Skógtjörn sem byggð-
in stendur við. Samþykki bæjar-
stjórn byggingarleyfi muni hann
„skoða þann möguleika“ að fá sér-
stakan úrskurð frá Úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingarmála um
þá ákvörðun. Eins sé hugsanlegt að
leita til umboðsmanns Alþingis.
Kristján vék sæti á bæjarstjórn-
arfundinum en félagar hans í minni-
hluta Á-listans lögðu til að skoðaður
yrði grundvöll-
ur þess að kæra
úrskurð úrskurð-
arnefndarinnar.
Nefndin hefði
gert mistök með
því að kanna
ekki ný gögn
heldur byggja
á dómi sem
gekk í Hæsta-
rétti. „Bæði rök-
semdafærsla og niðurstaða nefndar-
innar vekur áleitnar spurningar um
hvort verjandi er að túlka atburða-
rás og gjörninga eingöngu til að
undirbyggja vörn um einkahags-
muni og um leið hunsa alfarið stefnu
sveitarfélagsins í skipulagsmálum,“
segir í bókun fulltrúa Á-listans. Þeir
nefndu þann möguleika til lausnar
að eigendur Miðskóga 8 fengju nýja
lóð annars staðar.
Byggingarleyfið var hins vegar
samþykkt í bæjarstjórn af meiri-
hluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks og
eins bæjarfulltrúa sem sagt hefur
skilið við Á-listann. „Niðurstaða
málsins kemur ekki á óvart. Þetta
mál hefur kostað bæjarfélagið
verulegar fjárhæðir í lögfræði- og
málskostnað, fyrir utan neikvæða
umræðu í bæjarfélaginu. Það er
löngu orðið tímabært að finna þessu
máli farsælan endi,“ bókaði meiri-
hlutinn. gar@frettabladid.is
Segir úrskurð skapa
óvissu í Miðskógum
Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi á Álftanesi, segir deilu um Miðskóga 8
alls ekki lokið þrátt fyrir úrskurð um að lóðin sé byggingarlóð. Deilan sé rætin,
pólitísk og persónuleg. Hann muni hugsanlega leita til umboðsmanns Alþingis.
MIÐSKÓGAR 6 OG 8 Eigendur Miðskóga 8 á Álftanesi segja nágranna sinn á Miðskóg-
um 6, sem er bæjarfulltrúi og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, hafa beitt sér gegn
byggingu einbýlishúss á lóðinni til að tryggja sjálfum sér óskerta sjávarsýn úr húsi
sínu. Hann segist hins vegar verja hagsmuni sveitarfélagsins.
KRISTJÁN
SVEINBJÖRNSSON
Brauðrist TT 61101
Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar, 900 W.
Jólaverð: 6.400 kr. stgr.
Töfrasproti MSM 6B100
280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun.
Jólaverð: 4.100 kr. stgr.
Skaftryksuga BBH MOVE2
Öflug, 14,4 V. Hleðslutæki,
frístandandi eða fest á vegg.
Jólaverð: 26.900 kr. stgr.
Hárblásari PHD 1150
1200 W. Hægt að fella saman.
Jólaverð: 4.290 kr. stgr.
Stafrænn hitamælir
Bosotherm flex
Jólaverð: 1.490 kr. stgr.
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél WM 12A162DN
Tekur 5 kg. 1200 sn./mín.
Orkuflokkur A.
Jólaverð: 109.900 kr. stgr.
Uppþvottavél SE44E232SK
Hvít, með fjórum kerfum.
Jólaverð: 109.900 kr. stgr.
1
2
3
4
5
6
7
fyrir 1
2
3
4
5
6
7
A
T
A
R
N
A
Svooona gott
Því lengi býr að fyrstu gerð
Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt,
því lengi býr að fyrstu gerð.
Sumt breytist aldrei