Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 12
 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR SKIPULAGSMÁL „Deilurnar hafa verið langar, pólitískar, persónulegar, rætnar og erfiðar,“ segir Kristján Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi í bréfi til bæjarstjórnar Álftaness um mál lóðarinnar á Miðskógum 8. Bæjarstjórnin samþykkti nýlega byggingarleyfi fyrir einbýlishús á sjávarlóðinni á Miðskógum 8. Kristján býr þar fyrir ofan, á Mið- skógum 6, og sendir bréf sitt til bæj- arstjórnar sem íbúi þar. Hann gerir að umtalsefni úrskurð úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála um að lóðin á Miðskógum 8 sé byggingarlóð. Kristján hefur ávallt lagst gegn byggingu húss á þessari nágrannalóð sinni. „Úrskurðurinn er ákveðinn áfangi en um leið skapar hann óvissu og vandræði sem ekki hafa verið leyst né leiða leitað til lausna. Því er þessu máli langt í frá lokið þrátt fyrir úrskurðinn,“ skrifar Kristján bæjarstjórninni. Í bréfi sínu rekur Kristján þá ókosti sem fylgi byggingu húss á Miðskógum 8, meðal annars slæm áhrif á Skógtjörn sem byggð- in stendur við. Samþykki bæjar- stjórn byggingarleyfi muni hann „skoða þann möguleika“ að fá sér- stakan úrskurð frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála um þá ákvörðun. Eins sé hugsanlegt að leita til umboðsmanns Alþingis. Kristján vék sæti á bæjarstjórn- arfundinum en félagar hans í minni- hluta Á-listans lögðu til að skoðaður yrði grundvöll- ur þess að kæra úrskurð úrskurð- arnefndarinnar. Nefndin hefði gert mistök með því að kanna ekki ný gögn heldur byggja á dómi sem gekk í Hæsta- rétti. „Bæði rök- semdafærsla og niðurstaða nefndar- innar vekur áleitnar spurningar um hvort verjandi er að túlka atburða- rás og gjörninga eingöngu til að undirbyggja vörn um einkahags- muni og um leið hunsa alfarið stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum,“ segir í bókun fulltrúa Á-listans. Þeir nefndu þann möguleika til lausnar að eigendur Miðskóga 8 fengju nýja lóð annars staðar. Byggingarleyfið var hins vegar samþykkt í bæjarstjórn af meiri- hluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks og eins bæjarfulltrúa sem sagt hefur skilið við Á-listann. „Niðurstaða málsins kemur ekki á óvart. Þetta mál hefur kostað bæjarfélagið verulegar fjárhæðir í lögfræði- og málskostnað, fyrir utan neikvæða umræðu í bæjarfélaginu. Það er löngu orðið tímabært að finna þessu máli farsælan endi,“ bókaði meiri- hlutinn. gar@frettabladid.is Segir úrskurð skapa óvissu í Miðskógum Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi á Álftanesi, segir deilu um Miðskóga 8 alls ekki lokið þrátt fyrir úrskurð um að lóðin sé byggingarlóð. Deilan sé rætin, pólitísk og persónuleg. Hann muni hugsanlega leita til umboðsmanns Alþingis. MIÐSKÓGAR 6 OG 8 Eigendur Miðskóga 8 á Álftanesi segja nágranna sinn á Miðskóg- um 6, sem er bæjarfulltrúi og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, hafa beitt sér gegn byggingu einbýlishúss á lóðinni til að tryggja sjálfum sér óskerta sjávarsýn úr húsi sínu. Hann segist hins vegar verja hagsmuni sveitarfélagsins. KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON Brauðrist TT 61101 Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar, 900 W. Jólaverð: 6.400 kr. stgr. Töfrasproti MSM 6B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.100 kr. stgr. Skaftryksuga BBH MOVE2 Öflug, 14,4 V. Hleðslutæki, frístandandi eða fest á vegg. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. Hárblásari PHD 1150 1200 W. Hægt að fella saman. Jólaverð: 4.290 kr. stgr. Stafrænn hitamælir Bosotherm flex Jólaverð: 1.490 kr. stgr. Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE44E232SK Hvít, með fjórum kerfum. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 fyrir 1 2 3 4 5 6 7 A T A R N A Svooona gott Því lengi býr að fyrstu gerð Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. Sumt breytist aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.