Fréttablaðið - 01.12.2009, Side 16

Fréttablaðið - 01.12.2009, Side 16
16 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Fundi strandríkja um stjórn makrílveiða á árinu 2010 var slitið í Edinborg í síð- ustu viku án þess að niðurstaða næðist. Greint var frá þessu í vefútgáfu norska dagblaðsins VG. Þar er haft eftir fulltrúum norska sjávarútvegsráðuneytis- ins að andrúmsloftið á fundin- um hafi verið erfitt og markast af deilum Norðmanna og Evrópu- sambandsins um veiðirétt þeirra fyrrnefndu innan lögsögu ESB. Fyrsti fundur deiluaðila í Berg- en var árangurslaus. Sjávarútvegsráðherra gaf nýlega út reglugerð um makríl- veiðar Íslendinga á næsta ári, þar sem heimilt er að veiða 130 þús- und tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, fagnar þeirri ákvörðun eins og kemur fram á heimasíðu samtakanna. „Sem fyrr er strandríkisréttur Íslands hunsaður og við útilokuð frá þátt- töku í stjórn veiðanna þrátt fyrir skýlausan rétt okkar þar um. Það var því mjög mikilvægt að til- kynna um áætlaðan afla okkar fyrir fundinn. Þannig geta þess- ir aðilar tekið tillit til hans við ákvörðun um afla sinn á næsta ári og tryggt að heildarveiðin verði innan marka.“ - shá Strandríkin slitu öðrum samningafundi sínum um stjórn makrílveiða: Pattstaða í makrílviðræðum SIGHVATUR BJARNASON Íslensku skipin fá 130 þúsund tonna makrílkvóta á næsta ári sem er ákveðinn með einhliða ákvörðun Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ÁSTRALÍA, AP Vísindamenn í Ástr- alíu vonast nú til þess að geta ræktað kindur sem menga minna. Að sögn vísindamannanna reyna þeir nú að komast að því hvað veldur því að sumar kind- ur ropa minna en aðrar, og eru þannig umhverfisvænni. Að þeirra sögn eru ropar kindanna mun meira mengandi en annar vindgangur. Þótt vitað sé að því meira sem kindurnar borði, því meira ropi þær, skýrir það alls ekki allt. Um sextán prósent þeirra gróð- urhúsalofttegunda sem Ástralar losa ár hvert koma frá landbún- aði. - þeb Vísindamenn í Ástralíu: Rækta umhverf- isvænni kindur ÞÝSKALAND, AP Réttarhöld yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í að myrða nærri 28 þúsund gyðinga í útrýming- arbúðunum Sobibor í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni, hófust í München í Þýskalandi í gær. Réttarhöldin töfðust um klukku- stund þar sem mikill fjöldi manna hafði safnast saman fyrir utan dómhúsið í von um að fá að fylgj- ast með réttarhöldunum. Demjanj- uk, sem er 89 ára gamall, var ekið inn í dómsalinn í hjólastól. Hann var fölur og með augun lokuð. Fjöl- skylda hans segir hann alvarlega veikan en skömmu áður en réttar- höldin hófust úrskurðaði læknir að hann hefði heilsu til að sitja rétt- arhöldin. „Demjanjuk setti á svið leikrit,“ sagði Efraim Zuroff, starfsmað- ur Simon Wiesenthal-stofnuninni. „Hann hefði frekar átt að fara til Hollywood en til Sobibor. Demjanjuk er sakaður um að hafa starfað sem fangavörður í útrýmingarbúðunum í Sobibor. Hann er ættaður frá Úkraínu en flutti til Bandaríkjanna eftir stríð. Hann var hermaður í Rauða her- num en árið 1942 var hann hand- tekinn af nasistum. Verjendur Demjanjuk segja að hann hafi verið neyddur til starfa sem fanga- vörður. Hefði hann ekki hlýtt hefði hann verið drepinn. Þessi rök- semdafærsla verjenda hans er ný af nálinni því allt til þessa dags hefur Demjanjuk neitað því að hafa verið fangavörður í Sobibor. - th Réttarhöld yfir Demjanjuk eru hafin í München: Átti þátt í dauða 28 þúsund gyðinga DEMJANJUK Á LEIÐ Í DÓMSALINN Í GÆR Fyrir 23 árum var Demjanjuk dæmdur til dauða í Ísrael en síðar sýknaður þar sem talið var að honum hefði verið ruglað saman við annan mann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Það sést hverjir drekka Kristal MEISTARAFLOKKUR KVENNA HJÁ FRAM BORÐA ALLTAF Á Í KÓPAVOGI FYRIR HVERN HANDBOLTALEIK - ENDA STANDA ÞÆR SIG FRÁBÆRLEGA! ÁFRAM STELPUR! ÁFRAM STELP UR! GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 1 DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Fjörukránni í Hafnarfirði. Honum er gefið að sök að hafa í ágúst 2008 tekið utan um háls manns og síðan tekið með báðum höndum utan um brjóstkassa hans í því skyni að bera hann út af veit- ingastaðnum. Við þetta missti fórnarlambið meðvitund. Hinum meinta árásarmanni er einnig gefið að sök að hafa þá sleppt tak- inu á manninum, sem féll þá fram fyrir sig á gangstétt. Við þetta hlaut hann 2,5 sentimetra breitt sár á höku sem sauma þurfti með fimm sporum, fleiður á tungu og hægri fótlegg og tognun í framan- verðum hálsvöðvum auk þess sem brotnaði úr tveimur tönnum. - jss Maður slasaðist í áflogum: Ákærður fyrir líkamsárás á Fjörukránni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.