Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 18
18 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR STÖÐVAÐUR EFTIR HÁSKAFÖR Ökuníðingurinn lauk háskaakstrinum við lögreglustöð- ina á Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir háska- akstur um borgina, þar sem hann stímdi meðal annars á bíl, fimm útkeyrsluhurðir á slökkvistöð- inni í Skógarhlíð og lögreglubif- reið. Tveir lögreglumenn sem voru í stórskemmdum bílnum áttu fótum fjör að launa þegar maður- inn gerði sig líklegan til að aka aftur á hann. Maðurinn er einnig ákærð- ur fyrir tvö fíkniefnabrot. Hann stundaði kannabisræktun og var auk þess tekinn í tvígang með fíkniefni í fórum sínum. Það var svo sunnudagskvöldið 21. júní í sumar sem maðurinn hóf að aka langt yfir leyfilegum hraða um götur Reykjavíkur. Lögregla reyndi að stöðva hann en án árang- urs. Hann var þá bæði undir áhrif- um áfengis og fíkniefna. Í látunum ók maðurinn utan í kyrrstæða bif- reið, sem í voru ökumaður og tveir farþegar. Sú bifreið kastaðist upp á aðra bifreið sem í var ökumaður. Ökufanturinn skeytti engu um það en ók áfram. Fjórir slökkviliðsmenn voru inni í slökkvistöðinni þegar maðurinn hóf að stíma á útkeyrsluhurðirnar. Hann kom bílnum inn í stöðina og komust mennirnir fjórir við illan leik undan honum. - jss Ríkissaksóknari ákærir ökuníðing á fertugsaldri: Stímdi á slökkvi- stöð og lögreglu Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn. Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.