Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009 21 bók Kaupþings hreint ekkert eins- dæmi. Þannig hafi WikiLeak þurft að standa fyrir sínu eftir að sviss- neski bankinn Julius Baer höfðaði mál á hendur vefnum í San Frans- isco í Bandaríkjunum í febrúar í fyrra. Bankinn hafði ekki erindi sem erfiði og tapaði málinu og upp- skar ekki annað en fleiri hundruð milljóna kostnað. „Þeir urðu að leggja af starfsemi sína í Bandaríkjunum vegna umfjöll- unarinnar og þó nokkrar rannsóknir voru sett- ar í gang.“ Þ á s e g i r hann að á vefnum hafi einnig komið fram gögn sem varða fall breska bankans Northern Rock, en hann var eitt af fyrstu fórnarlömbum alþjóðlegu fjármálakreppunnar og það hafi getið af sér lögsókn, auk þess sem fjárfestingabanki í Dubaí hafi nýverið höfðað mál á hendur vefnum. Birta ekki hvað sem er Assange gefur ekki mikið fyrir gagnrýni í þá veru að með því að birta gögn sem varða bankaleynd kunni WikiLeaks að skemma fyrir bankaþjónustu í viðkomandi landi, því án leyndarinnar þrífist ekki bankastarfsemi. „Sviss er nú í hlut- verki tækifærissinnans og dregur til sín skattfé annarra landa. Ég held ekki að Ísland vilji feta sömu slóð. En vilji landið skáka í skjóli bankaleyndur þá gengur ekki að bæta þar við rotnum innviðum. Bankaleynd er slæm ein og sér, en bætist spilling við, þá er komin banvæn blanda,“ segir Julian Ass- ange. Minnihluti þeirra gagna sem WikiLeaks berst er af fjármálaleg- um toga, en margt af því sem þar hefur komið hefur vakið heimsat- hygli og jafnvel breytt gangi sög- unnar. „Það er óhemjugefandi að fá að vera hluti af slíku,“ segir Juli- an og nefnir sérstaklega sem dæmi upplýsingar sem komið hafi fram í Keníu og hafi haft úrslitaáhrif í kosningum þar í landi. WikiLeaks berst óhemjumagn af gögnum en ekkert er þó birt fyrr en farið hefur verið yfir málin og þau staðreynd. „Stundum vinnum við líka meira í málunum, ef þau vekja áhuga okkar. Við höfum rekið okkur á að sumum málum sinna aðrir fjöl- miðar ekki vegna þess að innan þeirra skortir ef til vill sérhæfingu og/eða tíma. Við leggjum því ekki jafnmikla vinnu í þau mál sem við vitum að aðrir miðlar koma til með að henda á lofti og leggjum frekar vinnu í að koma öðrum málum í það horf að frá þeim verði greint.“ Þá er heldur ekki svo að hægt sé að „leka“ hverju sem er á Wik- iLeaks. „Efnið þarf að hafa gildi frá sögulegu, siðfræði-, eða stjórn- málalegu sjónarhorni. Við höfum engan áhuga á að segja frá ástar- bréfum eiginkonunnar, nema þá að hún sé gift forsetanum. Þá breytist sjónarhornið.“ Fátt fólk, mikil áhrif Julian segir mikilvægt að til stað- ar sé einfaldur rammi að fara eftir þegar gögn eru metin. „Við lítum ekki á það sem okkar hlutverk að róta upp hneykslismálum, eða safna flettingum. Við bjóðum almanna- þjónustu á alþjóðavettvangi og erum málsvarar flautuþyrla og annarra sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri, sem öðrum kosti hefði verið haldið leyndum. Og við sköp- um okkur um leið trúnaðarskyldu gagnvart heimildarmönnum.“ Starfsemi WikiLeaks er furðu- hófleg miðað við umfang og áhrif. Í raun starfa ekki nema þrír til fjór- ir í fullu starfi við að sinna vefn- um. „Okkur innan handar eru svo 1.200 sjálfboðaliðar. Og í tengiliða- skrá fjölmiðla eru um átta þúsund manns,“ segir Julian og bætir við að á félagsvefnum Twitter séu svo um 18 þúsund sem tilbúnir séu að áframsenda til þeirra gögn. „Allt er þetta fólk sem er til í að hlaupa undir bagga. En það er kannski ekki nema einu sinni á ári hjá flestum. Síðan eru aðrir sem aðstoða oftar og svo þessi fámenni hópur sem er í þessu 18 tíma á dag.“ Fjármögnunin kemur svo frá þeim sem vilji vinna málstaðnum gagn, segir Julian. „Þetta er mikið hugsjónastarf. Ég legg sjálfur til fjármagn, aðrir koma með framlög og enn aðrir gefa af tíma sínum. Við erum fámennur hópur fólks með mjög skýra sýn, nánast trúar- lega.“ Þá segir Julian að WikiLeaks hafi fengið nokkur vilyrði um fjár- mögnun frá nokkrum félagsamtök- um, en þau mál séu enn vafin nokk- urri skriffinnsku. „Starfsfólk okkar vinnur hins vegar allt á jafningja- grunni, engir stjórnendur.“ WikiLeaks er með starfsstöðvar víða um heim. „Við erum í Banda- ríkjunum og með með gott fólk í þó nokkrum Evrópulöndum, í Keníu, Ástralíu og víðar. En þetta snýr að stórum hluta að lögfræðiþáttum, því þau mál geta komið upp hvar sem er. Við erum svo með netmiðl- ara í Svíþjóð og Belgíu, en í þess- um tveim löndum er afbragðslög- gjöf sem verndar heimildarmenn.“ Julian bendir á að sænsk lög geri ekki bara stjórnvöldum óheimilt að grafast fyrir um heimildarmenn fjölmiðla, heldur sé aukinheldur refsivert fyrir fjölmiðlafólkið sjálft að greina frá heimildarmönnum. „Rétturinn til nafnleysis er stjórn- arskrárvarinn. Netþjónustan okkar starfar innan þess ramma.“ JULIAN ASSANGE Stofnandi WikiLeaks segir að í byrjun hafið aðstandendur vefsins haft töluverðar áhyggjur af því að reynt yrði að koma á vefinn röngum og villandi upplýsingum. Síðustu tvö ár hafi hins vegar bara tíu sínnum, í milljónum sendinga, orðið uppvíst um að þeim hafi verið send fölsuð skjöl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING ÓLI KR. ÁRMANNSSON olikr@frettabladid.is Í dag stendur Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) fyrir ráðstefnu um stafrænt frelsi. Að sögn félagsins er um árvissan viðburð að ræða, en þetta er í annað sinn sem haldin er ráðstefna af þessu tagi, nú í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti 2. „Hér munu mætast hugmyndir um framtíð hugverkaréttar, leynd og gegn- sæi, frelsi og framfarir,“ segir á vef samtakanna um ráðstefnuna, en aðalfyr- irlesarar eru Eric Saltzman, einn stofnenda Creative Commons verkefnisins, auk Daniels Schmitt og Julians Assange, talsmanna Wikileaks-verkefnisins. Ókeypis er inn á ráðstefnuna sem hefjast á klukkan níu árdegis með kaffi og skráningu. Klukkan tíu setur Tryggvi Björgvinsson, formaður FSFÍ, svo ráðstefnuna. Dagskrárlok eru svo klukkan fimm síðdegis, en þá verða líka veitt svonefnd frelsisverðlaun FSFÍ 2009. RÁÐSTEFNA FSFI UM STAFRÆNT FRELSI HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Allar áhafnir um borð hjá Icelandair eru íslenskar. • Allar flugvélar í flota Icelandair eru skráðar á Íslandi. • Allt viðhald á flugvélum Icelandair er á Íslandi. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.