Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 24
24 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Gunnar Axel Axelsson skrifar um verslun Því var slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn að Hafnfirðingar hafi sótt um einka- leyfi fyrir notkun orðsins jólaþorp. Reyndar sagði fyrirsögn blaðsins að Hafnfirðingar „heimti“ slíkt leyfi en það er auðvitað orðum aukið, enda Hafnfirðingar almennt kurteist og gott fólk sem kann að færa óskir sínar fram á tilhlýðilegan hátt. Af frásögn Fréttablaðsins má auð- veldlega sjá málið í nokkuð skondnu samhengi, enda er framsetningu þess hagað þannig að auðvelt er að skilja vísun til orða undirritaðs á þann hátt að Hafnfirðingar ætli sér ekki aðeins að slá eign sinni á þá hugmynd að reka jólamarkað, heldur líka á tilvist þeirra hjóna Grýlu og Leppalúða. Tilurð máls- ins er þó sú að nýlega ákvað stofn- un sem tengist Reykjavíkurborg að setja á laggirnar jólamarkað og völdu forsvarsmenn hennar að nota sama heiti á markaðinn og notað hefur verið undanfarin sjö ár yfir sambærilegt verkefni í Hafnarfirði, þ.e. Jólaþorpið. Eins og fram kom í Fréttablaðinu þá eru jólamarkaðir útbreitt fyrir- bæri og þekkjast víða um heim. Sá markaður sem Hafnfirðingar hafa komið sér upp og hefur risið á aðventunni á hverju ári frá 2003 hefur þó hingað til verið sá eini sinnar tegund- ar hérlendis. Þeir sem hafa komið þangað og upplifað þá skemmtilegu stemningu sem þar hefur tekist að skapa, vita að notkun orðsins „jóla- þorp“ er ekki gripið úr lausu lofti, enda er markaðurinn hannaður frá grunni á þeirri hugmynd að um sé að ræða lítið þorp, þar sem gest- ir geta gengið um þröng stræti og keypt jólagjafir í fagurlega skreytt- um húsum. Nú kann einhver að spyrja hvers vegna Hafnarfjarðarbær hafi ekki sótt um einkaleyfi fyrr fyrir notk- un orðsins en staðreyndin er sú að hingað til hafa umrædd sveitarfé- lög átt í mjög góðu samstarfi á sviði menningar- og ferðamála og virt þau mörk sem liggja í mótun sér- stöðu á hvorum stað. Þó svo að hinir reykvísku hug- myndasmiðir hafi valið að leita í smiðju vina sinna í Hafnarfirði að þessu sinni, þá verða þeir að sætta sig við þær reglur sem gilda og eiga að koma í veg fyrir að menn nýti vörumerki sem aðrir hafa skap- að og hafa fest sig í sessi í hugum neytenda. Vörumerki geta verið af mjög fjölbreyttum toga, t.d. notkun orðs sem vísað getur til tiltekinnar vöru eða þjónustu, t.d. eins tiltek- ins jólamarkaðar af mörgum slík- um. Þá ber einnig að hafa í huga að þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um einkaleyfi fyrir notkun orðsins Jólaþorp sem vísun til jólamarkað- ar áður, þá er hins vegar flest sem bendir til þess að skapast hafi laga- legur vörumerkjaréttur á notkun orðsins í þessu tilfelli, en slíkur réttur getur skapast þó vörumerki séu ekki skráð. Af því leiðir að Reykvíkurborg er fullkomlega heimilt að efna til jóla- markaðar og starfsmönnum hennar er einnig velkomið að leita í smiðju nágranna sinna í Hafnarfirði með hugmyndir að framsetningu. Ef ætl- unin er hins vegar að búa til eftir- mynd hins hafnfirska markaðar, líkt og virðist vera raunin í þessu tilfelli, þá hlýtur það að teljast nokk- uð sanngjörn krafa að hinir reyk- vísku hugmyndasmiðir byggi a.m.k. upp sitt eigið vörumerki í kringum framkvæmdina. Það er allavega þar sem við Hafnfirðingar drögum mörkin. Höfundur er formaður menning- ar- og ferðamálanefndar Hafnar- fjarðarbæjar. Jólaþorp-ið GUNNAR AXEL AXELSSON UMRÆÐAN Janos Herman skrifar um Evr- ópusambandið Lissabon-sáttmáli Evrópusam-bandsins, sem aðildarríkin samþykktu nýlega, gengur í gildi 1. desember. Áhrif sáttmálans verða víðtæk og hann mun setja mark sitt á samskipti ESB við nágrannaríki, þ.á.m. Ísland. Sáttmálinn er niðurstaða átta ára flókinna samninga og umræðna. Leiðin að settu marki var á köfl- um þyrnum stráð en mikilvægast er að áfangastaðnum er nú náð. Það er ástæða til að ætla að Lissabon- sáttmálinn komi til með að styrkja ESB á að minnsta kosti þremur mikilvægum sviðum. Fyrir það fyrsta mun sáttmálinn bæta lýðræði og gagnsæi í ESB. Möguleikar almennings til áhrifa á vettvangi sambandsins aukast, til dæmis með svokölluðu „borg- aralegu frumkvæði“, en með því getur tiltekinn fjöldi einstaklinga haft bein áhrif á stefnu sambands- ins. Völd Evrópuþingsins, sem og þjóðþinga aðildarríkjanna, aukast. Með sáttmálanum verður stofnskrá um grundvallarréttindi borgaranna (Charter of Fundamental Rights) lagalega bindandi. Einnig kveður sáttmálinn á um rétt aðildarríkja til að segja sig úr sambandinu. Í öðru lagi styrkjast innviðir sam- bandsins. Regl- ur um ákvarð- anatöku verða samræmdar og meirihluta- ákvarðan- ir innleiddar í fleiri mála- flokkum. Frá og með 2014 mun ákvarð- anataka í ráð- herraráðinu lúta reglunni um „tvö- faldan meirihluta“. Hún gerir ráð fyrir að á bak við hverja ákvörð- un sé 55% atkvæða aðildarríkja og 65% af fólksfjölda sambands- ins. Hinn nýkjörni forseti leiðtoga- ráðs ESB, Herman Van Rompuy, tekur að hluta til yfir formennsku í ESB. Aðildarríkin halda þó áfram að skiptast á um að gegna for- mennskuhlutverki. Í þriðja lagi verður ESB í betri stöðu til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Samningsstaða ESB styrkist samfara því að sam- bandið fær stöðu sjálfstæðs lög- aðila. Hlutverk nýs talsmanns á sviði utanríkis- og öryggismála, Catherine Ashton, verður að sam- ræma utanríkismálastefnu sam- bandsins og gera hana sýnilegri. Að auki hefur Lissabon-sáttmál- inn þýðingu fyrir frekari stækkun ESB, en sterkari innviðir gera sam- bandinu betur kleift að taka á móti fleiri aðildarríkjum. Það er von til þess að nýtt og sterkara ESB geti um sinn hætt innri naflaskoðun og einbeitt sér að því að takast á við brýn alþjóðleg úrlausnarefni. Stundum er sagt í gamansömum tón að ESB vanti eitt símanúmer sem leiðtogar heims geti hringt í. Að hluta til er Lissabon-sáttmálan- um ætlað að bæta úr þessu. En þó ég hafi mínar efasemdir um að eitt númer dugi er ég viss um að sá eða sú sem hringir mun fá skýrari svör en áður. Ég er sannfærður um að breyt- ingarnar sem Lissabon-sáttmálinn hefur í för með sér verði jákvæð- ar fyrir Ísland. Almenningur, við- skiptalíf og stjórnvöld í ESB og á Íslandi hafa tengst nánum böndum ekki síst fyrir tilstilli samningsins um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samkomulagsins. Lissa- bon-sáttmálinn styrkir þau sameig- inlegu gildi sem mynda grunninn að nánu samstarfi okkar. Árið sem senn er á enda hefur um margt verið erfitt og áhrifa alþjóðlegu fjármála- og efnahags- kreppunnar gætir enn. Víða má þó sjá fyrstu batamerkin í efnahags- lífi álfunnar. Það ásamt löggildingu Lissabon-sáttmálans gefur von um að betri tíð sé fram undan. Janos Herman er sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagn- vart Íslandi og Noregi, með aðset- ur í Osló. Betra ESB með Lissabonsáttmálanum UMRÆÐAN Elín Björg Jónsdóttir skrifar um kjaramál Innan verkalýðshreyf-ingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrá- gangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álög- ur hækkaðar, svo sem trygg- ingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almanna- þjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálög- ur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurð- urinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að nið- urskurður þar geti reynst dýr- keyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkis- stjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerð- ingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerf- inu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingaror- lofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem seg- ist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnsk- ur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnu- lífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem rík- isstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Á hverja hlustar ríkisstjórnin? ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR JANOS HERMAN Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mann- réttindi og kvenfrelsi í önd- vegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Dagskrá: 13:30 Setning Antra Carlsen, framkvæmdastjóri NVL 13:35 NVL; að koma á sambandi Sigrún Kristín Magnúsdóttir fulltrúi Íslands í tengslaneti NVL 13:50 . . en þið á Íslandi? Starfað í norrænum starfshópi Bernharður Guðmundsson, í samstarfshópi um eldri starfsmenn í atvinnulífi nu 14:05 Nordplus voksen – nokkrar matarholur Ragnhildur Zoëga, verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 14:20 Hvað græði ég á norrænu samstarfi ? Hróbjartur Árnason, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands 14:35 Hlé – Kaffi 14:55 Hvaða verkefni er þörf fyrir á Íslandi Hróbjartur Árnason, stýrir þankahríð og hópastarfi 16:30 Slit Fundarstjóri: Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis Þátttakendur þurfa að skrá sig á www.frae.is/taekifaeri-i-norraenu-samstarfi Fimmtudaginn 3. desember 2009 Hótel Sögu, Yale NVL og Nordplus á Íslandi bjóða til RÁÐSTEFNU UM TÆKIFÆRI Í NORRÆNU SAMSTARFI? Á ráðstefnunni verður styrkjaáætlun Norrænu ráðherra- nefndarinnar um fullorðinsfræðslu kynnt sem og tækifæri í gegnum Norræna tengslanetið um nám fullorðinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.