Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009 29 UMRÆÐAN Dofri Hermannsson skrifar um atvinnumál Allir vita að fjölbreytt atvinnulíf er sveigj- anlegra og samkeppnis- hæfara en einhæft og að fjölga þarf undirstöðum atvinnulífsins. Þó þetta hafi lengi verið vitað er stutt síðan stjórn- völd fóru markvisst að bæta hag hátækni- og sprotafyr- irtækja, ferðaþjónustu, skapandi iðnaðar og annarra fyrirtækja þar sem flest störf skapast og ein- staklingar geta hafið rekstur án mikils stofnkostnaðar. Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnu- veg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skap- ar einungis lítinn hluta af verð- mætaaukningu landsframleiðsl- unnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri. Nánar um það síðar. Í leit að þeim sem í raun hafa stýrt þróun mála í atvinnulífi landsmanna undanfarinn áratug berast böndin fyrst að Samtök- um atvinnulífsins, öflugum sam- tökum með um 300 milljónir í iðgjaldatekjur á ári. Innan þeirra samtaka eru Samtök iðnaðarins afar sterk, Samtök verslunar og þjónustu greiða mikið til SA og það gerðu líka Samtök fjármála- fyrirtækja hvað sem verður. LÍÚ greiða mun minna til SA en eiga þó fulltrúa í framkvæmdastjórn- inni á meðan Samtök ferðaþjón- ustunnar verða að láta sér nægja áheyrnarfulltrúa þrátt fyrir að greiða litlu minna en LÍÚ í sjóði SA. Þetta vekur athygli. Það er eðli samtaka að þrátt fyrir fagra stefnu sem allir geta skrifað undir vega hagsmunir fárra öflugra aðila iðulega þyngra en hagsmunir hinna smærri og mörgu þegar á hólminn er komið. Í þessu má e.t.v. finna skýr- inguna á að Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa ekki völd í sam- ræmi við gjöld og að þau, ásamt SVÞ og yfirgnæfandi fjölda fyr- irtækja innan SI, létu yfir sig ganga hækkun tryggingargjalds svo stóriðja og útgerð sleppi við auðlindaskatt. Þar náðu fáir stór- ir aðilar að velta byrðum sínum yfir á fjöldann í krafti valda sem hvorki verður réttlættur með fjölda fyrirtækja eða framlagi í krónum til Samtaka atvinnulífs- ins. Þessi lýðræðishalli er einnig áberandi innan Samtaka iðnaðar- ins. Ástæðan kann að vera að SI eru tryggðar tekjur með lögum um iðnaðarmálagjald sem er hlutfall af veltu alls iðnaðar. Innan sam- takanna eru yfir 1.200 fyrirtæki sem skiptast í heilbrigðistækni- iðnað, húsgagnaiðnað, líftækni- iðnað, mannvirkjagerð, matvæla- iðnað, málmiðnað, prentiðnað, sprotafyrirtæki, stóriðju, upplýs- ingatækniiðnað og þjónustuiðn- að. Ekki þarf að efast um að þetta fyrirkomulag, að tekjur SI eru hlutfall af veltu fyrirtækja, hefur áhrif á ákvarðanir stjórnar SI veltumiklum iðnaði í hag. Einkum þegar fáir stórir aðilar eru í aðstöðu til að þvinga sérhagsmuni sína í gegn. Í stjórn SI á hinn veltumikli þungaiðnað- ur sterka fulltrúa, vara- formann sem er forstjóri stórs steypufyrirtækis og tvo meðstjórnendur, forstjóra stórs byggingarfyrirtækis og for- stjóra risaálvers. Þessir aðilar eru duglegir að minna stjórnendur samtakanna á hverjir borga hæstu iðgjöldin og þótt fjárfesting á bak við hvert starf í stóriðju og mann- virkjum þeim tengdum sé marg- falt dýrari en í tækni- og þekk- ingariðnaði er hagsmunum þeirra síðarnefndu hiklaust varpað fyrir róða til að létta hinum veltumikla mannvirkjageira róður sinn. Fyrir skömmu mættu ýmsir valda- og veltumiklu aðilar á fund iðnaðarnefndar. Þar var ekki blíð- mælgi fyrir að fara heldur voru kjörnir fulltrúar almennings beitt- ir þrýstingi og háværum skömm- um af þessum aðilum sem kría vildu út sérkjör fyrir sig á kostnað almenns atvinnulífs og launþega. Einn kjörinn fulltrúi minnti á að Alþingi bæri að taka tillit til heild- arhagsmuna og þeirra fjölmörgu sem ekki ættu fulltrúa eins og þá til að beita fyrir sig gegn þing- mönnum þjóðarinnar. Sú athuga- semd vakti litla hrifningu hinna kröfuhörðu gesta. Það hafa ekki allir kjörnir full- trúar þann styrk sem þarf til að standa í lappirnar gagnvart öflug- um og vel skipulögðum sérhags- munahópum og sumum finnst heppilegra að láta 300 milljón króna mulningsvélar vinna með sér en á móti. Það er því mikil- vægt að kjósendur viti hvernig í pottinn er búið þegar umræður um atvinnumál fara fram. Þar er ekki allt á yfirborðinu og hags- munir fárra eru iðulega teknir fram yfir hagsmuni fjöldans. Í næstu grein um atvinnulíf- ið mun ég ræða um möguleika hátækni- og þekkingariðnaðar, ferðaþjónustu og skapandi iðn- aðar til vaxtar, um mikla mögu- leika á fjölgun starfa innan þess- ara greina og hvað þarf til að svo verði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnis- stjóri í Hátækni- og sprotavett- vangi. Atvinnulífið I: Vélin sem knýr stóriðjustefnuna DOFRI HERMANNSSON Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórn- völd lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is íslensk hönnun og handverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.