Fréttablaðið - 01.12.2009, Page 40

Fréttablaðið - 01.12.2009, Page 40
36 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ALGJÖR VINNUALKI Lady Gaga segist aldrei fara út að skemmta sér því hún sé of einbeitt að vinnu sinni. Í viðtali við sjón- varpsstöðina MTV segist söngkon- an óttast að eiga aldrei eftir að geta skemmt sér. „Ég fer aldrei á nætur- klúbba. Ég elska vinnuna mína of mikið og vil ekki að timburmenn hafi áhrif á það sem ég er að gera. Mér finnst mjög erfitt að fara út að skemmta mér almennilega.“ Ellen Kristjánsdóttir gaf nýlega út sína fyrstu plötu í tvö ár. Hún nefnist Draumey og hefur að geyma hugljúf lög sem flest eru eftir Ellen og Pétur Ben, sem einn- ig tók upp plötuna. „Ég var búin að liggja á hálfkláruðu efni mjög lengi. Svo kom þetta tilboð um að hita upp fyrir Eric Clapton í fyrra. Þá fórum við saman og æfðum nokkur lög og svo fór ég upp í sveit í janúar á þessu ári,“ segir Ellen. „Ég var ein með hundinn í viku með upptökutæki, hörpu og gítar og tók upp alveg rosalega mikið af lögum.“ Hún segir að Clapton hafi hvatt sig til dáða við plötugerð- ina á tónleikunum í Egilshöllinni „Hann hlustaði allan tímann og sagði: „Þið verðið að klára þetta og senda okkur plötu þegar þið eruð búin með hana“.“ Draumey hefur þó enn ekki ratað til gítarsnill- ingsins. „Ég er ekki búin að senda hana. Ég verð að fara að gera það. Hann fékk Sálmana. Það var eina platan sem ég var með í bílnum,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að Draumey sé nokkurs konar upp- gjörsplata þar sem hún syngur um æsku sína í San Francisco, föður sinn heitinn og unglingsár einnar af dætrum sínum. Ellen hefur í nógu að snúast þessa dagana því fjölmargir tónleikar eru fram undan. Á miðvikudaginn heldur hún tvenna aðventutónleika með bróður sínum KK í Borgar- leikhúsinu og 5. desember syngur hún með Borgardætrum á stórtón- leikum Björgvins Halldórssonar. 10. desember verða síðan útgáfu- tónleikar vegna nýju plötunnar í Fríkirkjunni. Jafnframt eru fernir tónleikar á Rósenberg með Borgar- dætrum fyrirhugaðir. - fb Clapton bíður eftir Draumey ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR Ellen hefur gefið út sína fyrstu plötu í tvö ár sem nefnist Draumey. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Undirbúningur fyrir Spice Girls- söngleik er nú í fullum gangi. Sam- kvæmt heimildum breska dag- blaðsins The Sun er búið að ákveða frumsýningardag og er nú verið að skrifa handritið, en söngleikurinn mun heita Viva Forever eftir lagi sveitarinnar sem kom út árið 1998. Handritshöfundurinn er Kim Fuller, en hann skrifaði einnig handrit fyrir bíómynd sem gerð var um stelpurnar árið 1997, Spice World. Það er ef til vill engin tilvilj- un að Kim var falið að skrifa hand- ritið, en hann er bróðir stofnanda sveitarinnar, Simon Fuller. Fram- kvæmdastjóri söngleiksins er hins vegar kryddpían Geri Halliwell, en hún mun hafa átt hugmyndina að verkefninu. Í söngleiknum verður saga kryddpíanna rakin og fjórtán af þeirra vinsælustu lögum sungin. Áætlaður frumsýningartími á West End er í byrjun nóvember á næsta ári og telja margir að söngleikurinn muni slá öll aðsóknarmet. Spice Girls-söng- leikur í vinnslu SPICE GIRLS Á WEST END Söngleikur um Spice Girls er nú í vinnslu, en kryddpían Geri Halliwell mun hafa átt hugmyndina. Vinkonurnar Sesselja G. Vilhjálms- dóttir og Valgerður Halldórsdótt- ir senda í vikunni frá sér borðspil- ið Heilaspuni. Spilið er byggt á íslenskri, tungu, þjóðlífi, menningu og sögu. „Þetta er keppni í hver er bestur í að bulla og vera skapandi,“ segja þær. „Ef þú ert í skemmti- legum hópi getur þetta verið mjög fyndið spil.“ Alls eru 2.500 spurningar í spil- inu í fimm flokkum: Orð, slangur, atburðir, bækur og heilahristing- ur. Leikmenn semja líkleg svör við ýmsum spurningum í þeim tilgangi að plata meðspilara sína og fá þá til að giska á að svör þeirra séu þau réttu. Spilið er í anda eldra spils, Fimbulfambs, en að sögn þeirra stallsystra, töluvert fjölbreyttara. Sesselja og Valgerður ákváðu að búa spilið til í sumar þegar þær voru báðar án atvinnu. „Við höfum allt- af haft gaman af alls konar spil- um og okkur fannst vanta svona spil á Íslandi. Maður þarf ekki að vera klárasti maðurinn á landinu til að spila það heldur bara að vera frjór.“ Þær fóru á Þjóðarbókhlöðuna til að semja spurningarnar og tók verkið aðeins tvær til þrjár vikur. „Við erum örugglega búnar að lesa allar orða- bækur Íslandssögunnar,“ segja þær og hlæja. Anna Rakel Róbertsdóttir var graf- ískur hönnuður spilsins og Bobby Breiðholt teiknaði myndina framan á spilinu þar sem margar af þekktustu persónum Íslandssögunnar koma við sögu. -fb Vinkonur búa til Heilaspuna MEÐ NÝTT SPIL Vinkonurnar Sesselja G. Vil- hjálmsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir hafa samið borðspilið Heilaspuni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA þriðjudaginn 01.12. kl 20:00 í Bókabúð Máls & menningar Súfistakvöld Gunnar Hilmarsson, for- maður Fatahönnunarfélags Íslands, segir það gríðar- lega jákvæða kynningu fyrir íslenska hönnun að stjórstjörnur á borð við Beyoncé og Kylie Minogue skuli sýna henni áhuga. Íslensk fatahönnun hefur verið í mikilli sókn undanfarið og greindi Fréttablaðið nýlega frá því að söngkonurnar Beyoncé og Kylie Minogue hafi báðar fest kaup á íslenskri hönnun, auk þess sem norska prinsessan, Metter-Marit, er mikill aðdáandi útivistarfatn- aðar frá Cintamani. Að auki hefur sést til leikstjórans Quentins Tar- antino í yfirhöfn frá 66° Norð- ur og söngkonunnar Gwen Stef- ani í flík úr línu sem Andersen & Lauth hannaði fyrir tískuverslun- ina Urban Outfitters. Einnig hafa stórstjörnurnar Johnny Depp og Nicole Kidman klæðst flíkum frá Andersen & Lauth á forsíðum tímarita. „Það að stórstjörnur sem þess- ar skuli sjást í íslenskri hönnun er auðvitað gríðarlega jákvæð kynning fyrir íslenska fatahönn- un. Þetta er bæði afskaplega góð auglýsing fyrir hönnuði og auð- vitað ákveðin viðurkenning fyrir þá þegar svona gerist. Þetta þýðir líka það að hönnunin er komin á markað og fólk er að taka eftir henni,“ segir Gunnar Hilmarsson. Hann segir auglýsingu sem þessa hjálpa til við að koma íslenskri hönnun inn á kortið auk þess sem það hjálpar til við markaðssetn- ingu og gefur fólki þannig aukinn byr í seglin. Þegar Gunnar er spurður nánar út í hönnun Andersen & Lauth fyrir Urban Outfitters segir hann fyrir- tækið hafa hannað þrjár línur fyrir verslunina. „Við gerðum með þeim þrjár línur fyrir Bandaríkjamark- að og síðasta línan fór í sölu nú í vor. Samstarfið gekk mjög vel og þeir vildu halda því áfram en við höfðum því miður ekki tíma fyrir fleiri hliðarverkefni þar sem við vorum að byggja upp okkar eigið nafn.“ Gunnar telur ekki ólíklegt að Ísland verði innan skamms komið í hóp hinna Norðurlandanna sem eru orðin heimsþekkt fyrir vand- aða og fallega hönnun. „Mér finnst það alls ekki ólíklegt, við eigum til nóg af hæfileikaríku fólki,“ segir hann að lokum. - sm Beyoncé góð auglýsing fyrir íslenska hönnun ÍSLENSK HÖNNUN Á KORTIÐ Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður og formaður Fata- hönnunarfélags Íslands, segir það góða auglýsingu fyrir hönnuð ef frægur einstakl- ingur klæðist flíkum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við höfum spilað saman í sirka tíu ár undir mismunandi nöfnum, en þessi hljómsveit hefur verið starf- andi í tvö ár,“ segir Óskar Guðjóns- son, saxófónleikari hljómsveitarinn- ar Adhd, sem hefur gefið út plötu með sama heiti. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar og var hún tekin upp í sumar í stofunni heima hjá Óskari, en með honum í sveitinni eru Davíð Örn Þórsson hljómborðs leik- ari, Ómar Guðjónsson á gítar og Magnús Tryggvason Elíassen sem leikur á trommur. „Við höfðum góða aðstöðu heima í stofunni hjá Óskari og okkur fannst þessi heimilislega stemning koma vel fram í upptök- unum. Við höfðum afnot af mjög góðum upptökutækjum og eyddum miklum tíma í það að fá gott hljóð og drukkum kaffi og borðuðum steikt- an silung,“ útskýrir Ómar. Hljómsveitarmeðlimirnir hafa allir numið við djassdeild FÍH og hafa komið víða við á fimmtán ára löngum tónlistarferli. Tónlist sveit- arinnar mætti lýsa sem afslappaðri djasstónlist með heimilislegum blæ sem mun róa landann í jólaösinni. Sérstakir útgáfutónleikar verða haldnir hinn 13. desember í Þjóð- menningarhúsinu. Nánari tímasetn- ing verður auglýst seinna. -sm Tónlist sem róar íslensku þjóðina HEIMILISLEGIR Meðlimir Adhd segjast vera fullir af orku sem þeir nýti í tónlist- arsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.