Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 31
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Það er mikil tilhlökkun í hópn- um. Þetta verður samt hörku- vinna, því fundirnir hefjast klukk- an átta á morgnana og standa yfir langt fram á kvöld,“ segir Sigrún María Kristinsdóttir, doktors- nemi í umhverfis- og auðlinda- fræðum við Háskóla Íslands. Um tuttugu manna hópur íslenskra og erlendra nema, sem flestir leggja stund á meistaranám í faginu, heldur senn til Kaupmannahafnar þar sem loftslagsráðstefna Sam- einuðu þjóðanna fer fram í þess- um mánuði. Nemarnir hafa í haust setið námskeiðið Hnattrænar loftlags- breytingar í fortíð, nútíð og fram- tíð undir stjórn þeirra Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Brynhild- ar Davíðsdóttur. Ferðin til Kaup- mannahafnar er annað námskeið sem kemur í beinu framhaldi. „Megintilgangurinn er að fylgj- ast með þeim viðræðum sem þarna fara fram og læra sem mest um allan ferilinn sem liggur að baki svona alþjóðlegum ráðstefnum. Við förum sem rannsóknarstofn- un og höfum ekki aðgang að öllum viðburðum, en hyggjumst sækja ýmsa hliðarviðburði eins og fyr- irlestra og fundi sem haldnir eru meðfram ráðstefnunni. Það er mjög spennandi og ýmislegt sem forvitnilegt verður að kynnast,“ segir Sigrún María. Meðan á dvöl hópsins stend- ur munu nemendurnir hittast á hverjum morgni og halda nokkurs konar stöðufund. „Dagskráin er viðamikil og eðlilega komast ekki allir á þá viðburði sem þeir hafa áhuga á. Þess vegna er nauðsyn- legt að heyra frásagnir hinna, og einnig skilst mér að það sé margt að læra af því að vera á göngunum og spjalla við fólk.“ Spurð hvort utanlandsferð hljóti ekki að vera draumanám- skeið hvers nemanda svarar Sig- rún María því játandi. „Þetta er alveg dásamlegur kúrs, sérstak- lega þegar maður er svo heppinn að eiga frænku í Kaupmannahöfn. Svo fær hópurinn líka ókeyp- is í strætó meðan á ráðstefnunni stendur, þannig að þetta lítur afar vel út,“ segir Sigrún María með tilhlökkun. kjartan@frettabladid.is Alveg dásamlegur kúrs Sigrún María Kristinsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræðum í Háskóla Íslands, er í hópi nemenda sem ferðast til Kaupmannahafnar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í þessum mánuði. Sigrún María segir nemendurna sem eru á leið til Kaupmannahafnar sjá sjálfa um allan kostnað við ferðina. Nokkrir hafi verið með fjáröflun í vetur í þeim tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRJÓSTSYKURSTAFIR voru upphaflega hvítir og beinir. Hugmyndin að bogna endanum kom frá kórstjóra í dómkirkjunni í Köln. Hann vildi láta stafina líkjast staf hirðanna og dreifa þeim til barna til að halda þeim rólegum meðan á messu stæði. Það var ekki fyrr en á tuttugustu öldinni sem rauðu línurnar bættust við. Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141 Úlpur og kápur www.hjahrafnhildi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.