Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 2
2 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Vaktir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi eru sagðar allt of fámennar, vinnu- álagið hafi aukist mikið og millistjórnendum hafi á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hafi fækkað. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi SFR- stéttarfélags, Starfsmannafélags Reykjavíkur, Sjúkraliðafélags Íslands og Eflingar á sameiginleg- um fundi með trúnaðarmönnum félaganna á Land- spítalanum í fyrradag. Þeir sögðu að í starfsum- hverfi félagsmanna þessara félaga hafi orðið miklar breytingar að undanförnu og frekari breytingar séu boðaðar. Markmiðið með fundinum var að fá upplýsing- ar beint frá trúnaðarmönnum um hvernig ástandið væri í þeirra vinnuumhverfi og hvað þeir sæju ger- ast í nánustu framtíð, að því er fram kemur í frétt frá BSRB. Trúnaðarmenn sögðu frá því að miklar skipulagsbreytingar hefðu átt sér stað víða á spítal- anum, Stéttarfélögin munu fylgjast vel með þróuninni á spítalanum og halda áfram samráðs- og samstarfs- vettvangi félaganna, að því er fram kemur, því nauðsynlegt sé að leggja áherslu á að verja starfs- umhverfi félagsmanna þessara félaga eins og kostur sé. - jss Trúnaðarmenn Landspítala á fundi með stéttarfélögum: Vaktir sagðar alltof fámennar LANDSPÍTALI Millistjórnendum hefur á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hefur fækkað, að sögn trúnaðarmanna. Halldór, er þá ekki nóg að gera í frystihúsunum? „Að minnsta kosti í Stjórnarráðinu, sem er orðið stærsta frystihús landsins og virðist ekki ætla að linna látum fyrr en allt er frosið niður á botn.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir ríkisstjórnina hafa fryst atvinnulífið. FJÁRFESTINGAR Stofnun fjárfest- ingarsjóðs lífeyrissjóðanna hefur verið frestað um eina viku og verður stofn- fundur haldinn þriðjudaginn 8. desember. Ástæða frest- unar er að ekki hafa allir lífeyrissjóð- ir svarað því hvort þeir hygg- ist vera með í sjóðnum og hve háa upphæð þeir leggi til hans. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að hlutverk sjóðsins verði að fjárfesta í starfandi fyrirtækj- um. Fyrst og fremst verður horft til hlutabréfakaupa í fyrirtækjum sem eru gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisskapandi. Það verði þó sérfræðinga sjóðsins að ákvarða fjárfestingar. - kóp Sjóður lífeyrissjóðanna: Stofnfundi frestað í viku ARNAR SIGUR- MUNDSSON DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo var í gær dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir hórmang og innflutn- ing á fíkniefnum. Catalina var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Catalina er ríflega þrítugur íslenskur ríkisborgari, ættuð frá Miðbaugs-Gíneu. Mansalsákæran, sú fyrsta á Íslandi, laut að því að hún hefði í fyrra blekkt samlöndu sína til landsins með loforði um frí og síðan haldið henni í kynlífs- ánauð mánuðum saman, svipt hana fötum og skilríkjum og síðan selt körlum aðgang að henni og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum ef hún væri með uppsteyt. Catalina var hins vegar sýknuð af þessum ákærulið. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að Catal- ina hefði hótað konunni og þannig haldið henni í gíslingu. Þar stóð orð gegn orði. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þess efnis að slíkar hót- anir þurfi ekki að liggja fyrir til að um mansal teljist að ræða. Nóg sé að ljóst þyki að brotamaðurinn hafi nýtt sér bágar aðstæður þol- andans. Í þessu tilviki þótti framburður meints þolanda einnig ótrúverð- ugur og mótsagnakenndur. Kom meðal annars í ljós við aðalmeð- ferð málsins að konan hefði stund- að vændi bæði áður en hún kom til landsins og eftir að hún losnaði úr meintri prísund Catalinu. Catalina var hins vegar sak- felld af öðrum ákæruliðnum, sem laut að því að hún hefði haft viður- væri sitt af vændi annarra kvenna. Slíkur dómur hefur áður fallið á Íslandi. Þrjár nafngreindar konur sök- uðu hana um að hafa gert sig út, en í ákæru var einnig talað um aðrar ónafngreindar konur. Þótti dómnum sannað, í ljósi ýmissa fyr- irliggjandi gagna, að vændisstarf- semin hafi verið umfangsmikil og að vændiskonurnar sem Catalina græddi á hefðu verið fjölmargar. Catalina var einnig dæmd fyrir að skipuleggja innflutning á sam- tals um 400 grömmum af kóka- íni, sem þrjú belgísk burðardýr smygluðu innvortis til landsins. Þá var Finnur Bergmundsson, Íslendingur á fimmtugsaldri, dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að lið- sinna Catalinu við vændisstarf- semina, meðal annars með því að taka myndir fyrir auglýsingavef. Dómnum verður áfrýjað, að sögn lögmanns Catalinu, Sveins Andra Sveinssonar. Catalina hefur sætt farbanni að undanförnu og var það í gær framlengt þar til áfrýjunarfrest- ur rennur út. stigur@frettabladid.is Sýknuð af mansali en dæmd fyrir hórmang Catalina Ncogo var í gær dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefna- innflutning og að gera út vændiskonur. Hún var sýknuð af ákæru um mansal. ÓÁNÆGÐ MEÐ DÓMINN Catalina er ósátt við dóminn og hefur ákveðið að áfrýja honum. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur Davíð Smára Helenarsyni fyrir tvær líkamsár- ásir og eignaspjöll. Davíð er gefið að sök að hafa slegið mann með krepptum hnefa í höfuðið á Hressingarskálanum í október í fyrra og jafnframt að hafa slegið framkvæmdastjóra skemmtistaðarins Strawberries í gagnaugað og brotið í honum andlitsbein. Þá er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í eldhús- glugga heimahúss í mars. Davíð hlaut sjö mánaða fang- elsisdóm í desember í fyrra fyrir tvær líkamsárásir, annars vegar á dómara í utandeildarleik í fótbolta og hins vegar á knatt- spyrnumanninn Hannes Þ. Sig- urðsson. Sakaður um tvær árásir: Davíð Smári ákærður á ný DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á hendur Selmu Guðnadóttur, 22 ára konu, sem stakk fimm ára barn í brjóstið í Keflavík í lok septemb- er síðastliðinn. Selma er ákærð fyrir tilraun til manndráps. Selma bankaði upp á á heimili stúlkunnar og stakk hana í brjóstið með hníf þegar hún kom til dyra. Stúlkan hlaut áverka á þind og lifur og náði sárið inn undir neðri holæð neðan við hjarta hennar. Selma var handtekin samdæg- urs. Hnífur, sem talið er að hún hafi notað við verknaðinn, fannst í ruslatunnu við heimili hennar. Hún játaði verknaðinn og var í kjölfarið gert að sæta geðrannsókn. Þess er krafist að Selma verði dæmd til refsingar, en til vara að hún verði vistuð á viðeigandi stofnun. Selma hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan hún var handtekin og var það í gær framlengt um fjór- ar vikur. Ástæður árásarinnar eru ekki ljósar, en vitað er að foreldrar stúlkunnar höfðu kært Selmu fyrir eignaspjöll skömmu fyrir árásina. Hún hafði þá unnið skemmdir á mótorhjóli í eigu föðurins. - sh Konan sem stakk fimm ára barn í Keflavík verður fjórar vikur enn í varðhaldi: Ákærð fyrir manndrápstilraun Á VETTVANGI Lögregla hafði mikinn viðbúnað við húsið þegar fréttir bárust af ódæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Ungliðahreyfingar Samfylkingar og Vinstri grænna eru andvígar boðuðum breyting- um á fæðingarorlofi í þá veru að foreldrum verði gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til barn- ið er tveggja eða þriggja ára. Báðar hreyfingar sendu frá sér yfirlýsingu um málið í gær. Í þeim báðum er gagnrýnt að breytingarnar muni koma verst við einstæðar mæður, auk þess sem það sé andstætt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar um sex mánaða brjóstagjöf að einstæð móðir geti ekki tekið samfellt sex mánaða orlof. Leita beri sparnaðarleiða annars stað- ar. - sh Gagnrýna ríkisstjórnina: Ungliðar á móti orlofsskerðingu VIÐSKIPTI Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengsl- um við skýrslu um bankahrunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Í samtali við Stöð 2 sagði forseti Alþingis að þetta muni ekki rýra gildi skýrsl- unnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Skýrsla rannsóknarnefndar: Leynd á gögn- um í áttatíu ár REYKJAVÍK Enginn borgarfulltrúi, fyrir utan Ólaf F. Magnússon á F- lista, vill að hafin verði vinna við nýtt skipulag Vatnsmýrarinnar, sem geri ráð fyrir því að flugvöllur verði þar áfram. Tillaga Ólafs í þessa veru var felld í borgar- stjórn í gær með fjórtán atkvæð- um gegn einu. Ólafur vill meðal annars að ný flugstöð verði reist í stað núverandi flug- stöðvar, Umferðarmiðstöðin verði áfram á sínum stað og að fallið verði frá byggingu samgöngumið- stöðvar hjá Loftleiðum. Um þessi atriði hafa þó fulltrúar Sjálfstæð- isflokks verið áhugasamir síðustu vikur. - kóþ Samstaða í borgarstjórn: Tillaga um flugvöll felld ÓLAFUR F. MAGNÚSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.