Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 50
34 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Blettur er fallinn á nánast flekklaust líf Tiger Woods en nú er því haldið fram að þessi besti kylfingur heims sé ekki allur þar sem hann er séður. Fréttir um meint framhjáhald Tiger Woods halda áfram að birtast í fjölmiðlum vestra og nú nýverið greindi eitt tímaritið frá því að Woods sé ef til vill ekki eins fullkominn og hann vill vera láta. „Tiger Woods og fylgdar- lið hans flýgur með einkaþotum á milli staða. Auk flugfreyjunn- ar er ávallt ein fylgdarstúlka um borð í vélinni. Woods og fylgd- arlið hans gera svo stutt stopp á stöðum eins og Vegas eða Los Angeles og sletta ærlega úr klauf- unum. Woods er svo sannarlega ekki eins saklaus og hann vill sýnast,“ var haft eftir heimildar- manni. Hvað „hina konuna“ varðar, þá var sú í fréttum fyrr í sumar og þá orðuð við annan kvæntan mann, leikarann David Borean- az. Konan, Rachel Uchitel, er skemmtanastjóri í New York og er þekkt í skemmtanalífinu þar í borg. Uchitel hefur þvertekið fyrir að þekkja Woods persónu- lega en tímaritið The Enquirer segist hafa áreiðanlegar heimild- ir fyrir því að Uchitel og Woods hafi eytt tíma saman í Ástralíu í sumar. Uchitel viðurkenndi að hafa verið í Ástralíu á sama tíma og Woods, en að hún hafi ferð- ast þangað með kærasta sínum. Stuttu síðar viðurkenndi hún að hafa ekki verið með kærastanum heldur verið að sinna viðskipta- erindum. „Hún var á sama hót- eli og Woods og ég sá hana fara með lyftunni upp á hæðina þar sem Woods gisti,“ var haft eftir starfsmanni hótelsins. Tiger er stærsta nafnið í bandarískum íþróttaiðnaði og ímynd hans er mikils virði. Hann hefur um ára- bil verið launahæsti íþróttamað- ur heims og fyrr á þessu ári til- kynnti viðskiptablaðið Forbes að Tiger hefði náð þeim ótrúlega árangri að rjúfa milljarða doll- ara múrinn, fyrstur allra íþrótta- manna. TIGER SAGÐUR GLAUMGOSI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 2. desember 2009 ➜ Tónleikar 12.05 Garðar Cortes tenór og Róbert Sund píanóleikari halda jólatónleika á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. 12.10 Karlakórinn Voces Masculorum heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Þessi viðburður er í tengsl- um við hamingju-hádegi sem kirkjan býður upp á alla miðvikudaga í vetur. Kaffiveitingar á staðnum. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 19.30 og 21.30 KK og Ellen Kristjánsdóttir halda tvenna aðventutónleika í Borgarleikhúsinu við Listabraut. 20.00 Jólatón- leikar Kvennakórs Reykjavíkur fara fram í Guðríðarkirkju við Kirkjustétt í Grafarholti. Á efnis- skránni verður blönduð aðventu- og jólatónlist auk þess sem frumflutt verð- ur íslenskt verk eftir Harald V. Svein- björnsson. Sérstakur gestur er Stefán Hilmarsson. ➜ Sýningar Garðar Eymundsson hefur opnað sýn- ingu í Skaftfelli, miðstöð myndlistar við Austurveg á Seyðisfirði. Opið mið.-sun. kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu hefur fornleifasýningin „Endurfundir“ verið framlengd. Sýningin er ætluð öllum aldurshópum. Þar hefur einnig verið opnuð sýningin á gripum sem Ása G. Wright gaf safninu á 7. áratug síðustu aldar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Síðustu forvöð Guðmunda Kristinsdóttir hefur opnað málverkasýningu í gullsmíðaversluninni Hún og Hún á Skólavörðustíg 17b. Sýningin stendur til 4. des. Opið virka daga kl. 12-18 og lau. kl. 12-16. Lokað á sunnudögum. ➜ Handverkskaffi 20.00 Á handverkskaffi í Gerðu- bergi (Gerðuberg 3-5) ætlar Guðrún Sigríður Ágústsdóttir að kynna jólakonfektsgerð og sýna hvernig búa má til nokkr- ar einfaldar tegundir. Allir vel- komnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Opið hús Þjóðdansafélag Reykjavíkur við Álfa- bakka 14a, verður með opið hús kl. 20.30-23. Stiginn dans við lifandi tónlist og kleinukaffi. Allir velkomnir. ➜ Málþing 16.00 Í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti á Akureyri fer fram málþing um norrænt samstarf á krepputímum. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Helgi Hjörvar, Gestur Guðmundsson, Soffía Gísladóttir og Arnaldur Bárðarson. Nánari upplýsingar á www.akmennt. is/nu/. ➜ Leikrit 20.00 Sýningar á verkinu Hnykill, þar sem farið er um óravíddir mannsheil- ans, fara fram í Norðurpólnum við Bygg- garða 5. Nánari upplýsingar á www. hnykill.blogspot.com. ➜ Upplestur 17.00 Í Eymundsson við Skólavörðustíg 11 lesa Guðrún Guðlaugsdóttir og Anna Kristine Magnúsdóttir upp úr bókum sínum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Við höfum oft sagt að við syngj- um ekki um dónaskap heldur um sannleikann. Það er bara hann sem er á tíðum dónalegur. Ekki við. Það er til dæmis staðreynd að til er fólk sem hefur bæði kynfæri karl- manns og kvenmanns. Það fólk er tvítóla og ekkert dónalegt við það þó svo að við syngjum um mann sem er með píku undir pungnum sínum,“ segir Ottó Tynes í Dóna- dúettnum. „Það eru kannski bara helstu mistökin hjá okkur að kalla okkur Dónadúettinn! Það er dálítið leiðandi nafn.“ Ottó er með Karli Karlssyni í Dónadúettinum. Þeir eru búnir að skemmta í partíum og á tónleikum í tuttugu ár með stuttum og hnit- miðuðum lögum sem bera nöfn eins og „Hress lesbía“ og „Rass- inn á Hr. Ólafi R.“ Diskurinn heitir Venjulegt kynlíf og inniheldur 22 lög. Dúettinn fær aðstoð hjá öllum þremur sonum Magga Eiríks, þeim Stefáni, Andra Geir og Magnúsi. „Platan er ekki löng því slatti af lögunum er undir einni mínútu. Það er bara vegna þess að um leið og maður er búinn að semja eitt erindi og viðlag þá er brandar- inn búinn – óþarfi að vera að end- urtaka lélegan brandara of oft,“ segir Ottó. Hann vinnur hjá Rauða krossinum og Karl er taugalífeðlis- fræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. „Við viljum því ekki halda okkur sem persónum mikið í sviðsljósinu. Viljum aðskilja bullið frá okkar daglega lífi. Við bullum bara í frístundum.“ Útgáfutónleikar Dónadúetts- ins verða á Kringlukránni í kvöld. Diskurinn fæst hjá 12 Tónum og Max raftækjum. - drg Ekki dónalegur Dónadúett BULLA Í FRÍSTUNDUM Dr. Karl og Hr. Ottó skipa Dónadúettinn. Úlfar Jónsson, golfkennari og marg- faldur Íslandsmeistari í golfi, segir atvikið vissulega vera blett á ímynd Woods. „Honum er mjög annt um einkalíf sitt og á meira að segja snekkju sem ber nafnið Privacy. Ég skil vel að hann hafi neitað að tjá sig um málið og ég held að með því ætli hann að reyna að svæfa málið,“ segir Úlfar sem telur að atvikið muni þó ekki hafa of slæmar afleiðingar fyrir feril Woods. TIGER ANNT UM EINKALÍF SITT > BLYGÐAST SÍN Söngkonan Rihanna segist blygðast sín fyrir nektarmyndirnar af henni sem lekið hafa út en segir jafnframt að sér þyki myndirn- ar æsandi. „Myndirnar eru æsandi og sá karlmaður sem ekki eignast kyn- þokkafullar myndir af kærustunni sinni á alla mína samúð,“ sagði söngkon- an unga. ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS 13.990kr.Verð frá - með puttann á púlsinum!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.