Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 10
10 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI „Ég fagna þessari niður- stöðu og tel mikilvægt að málið sé komið í höfn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar í gær var kynnt samkomulag ríkis- ins og skilanefndar Kaupþing um framtíðareignarhald á Arion banka (sem áður nefndist Nýja-Kaupþing). „Samkomulagið er hagstætt fyrir báða aðila,“ bætti hann við. Samkvæmt samkomulaginu eign- ast kröfuhafar Kaupþings 87 pró- senta hlutafjár í Arion banka, en ríkið 13 prósent. Þá leggur skila- nefndin fram 66 milljarða króna í stað ríkisins og endirgreiðir þá upphæð af þeim 72 milljörðum króna sem ríkið hafði lagt bankan- um til í eigið fé. Fram kom í máli Steingríms á fundinum í gær að með þessu samkomulagi væri ljóst að ríkið sparaði sér mikla fjárbind- ingu og kostnað með því að hafa nú náð samkomulagi um framtíð- areignarhald tveggja af þremur stærstu viðskiptabönkunum. „Þetta er mikilvægur þáttur í endurreisn- inni sem hér á sér stað,“ sagði Steingrímur og upplýsti um leið að viðræður um Landsbankann stæðu nú yfir í Lundúnum. Hann sagði ráð fyrir því gert að endurskipulagn- ing bankanna verði um garð gengin fyrir áramót. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að skilanefnd Kaup- þings telji að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verð- mæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Skilanefnd Kaupþings skipar fjóra stjórnarmenn í nýja stjórn Arion banka og ríkið einn, en bankinn verður sjálfstætt starf- andi dótturfélag Kaupþings. Hlutafé er rúmlega 72 milljarðar króna og eiginfjárþáttur A er 12 prósent, samkvæmt tilkynningu. Í samkomulaginu við ríkið felst einnig að ríkið leggi Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækki eiginfjárgrunn hans í 16 prósent. Skilanefndin og ríkið skrifuðu í byrjun september undir samninga sem fólu í sér tvo möguleika fyrir skilanefnina, annars vegar að fara þá leið sem nú hefur verið farin og hins vegar að taka ekki þátt í fjár- mögnun bankans, en eiga þess í stað virkan kauprétt að hlutafé á árunum 2011 til 2015. Samkomulag skilanefndarinnar og ríkisins er háð samþykki Fjár- málaeftirlitsins og Samkeppniseft- irlitsins. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki þeirra ligg- ur fyrir. olikr@frettabladid.is Mikilvægum þætti endurreisnar að ljúka Kröfuhafar eignast 87 prósent í Arion banka og ríkið 13 prósent samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í gær. Ríkið fær endurgreidda 66 milljarða af 72 milljarða framlagi í eigið fé bankans. Bankinn fær víkjandi lán frá ríkinu. Arion banki auglýsir á næstu dögum stöðu bankastjóra lausa til umsóknar. Bankinn er fyrstur stóru viðskipta- bankanna til að gera það. „Ráðningarsamningur Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra er tímabund- inn og rennur út næstkom- andi áramót. Skilanefnd Kaupþings banka og Bankasýsla ríkisins hafa verið meðvituð um þetta í samn- ingaviðræðum undangenginna mánaða,“ segir í tilkynningu bank- ans. Finnur tilkynnti stjórn Arion banka og skilanefnd- inni að hann sæktist ekki eftir starfinu að loknum ráðningartímanum. Í tilkynningu bankans er eftir honum haft að alla tíð hafi legið fyrir að verkefnið væri tímabundið og nú þegar „langþráð niðurstaða“ væri fengin um framtíðareignar- hald bankans væri eðlilegt að nýr bankastjóri yrði ráðinn. Í spjalli við blaðið upplýsti Finnur að óráðið væri hvað við tæki hjá honum eftir áramót. -óká AUGLÝSA EFTIR NÝJUM BANKASTJÓRA FINNUR SVEINBJÖRNSSON WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Veturinn er kominn til að vera! Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 Hvernig fæ ég tölvupóstinn í farsímann minn? – Örnámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja 2. desember – Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður upp á röð örnámskeiða í vetur. Fyrsta námskeiðið – Tölvupóstur í farsímann – verður haldið í verslun Hátækni miðvikudaginn 2. desember kl. 12. Kennd verður uppsetning á tölvupósti í helstu gerðum Nokia og HTC farsíma. Farið verður m.a. yfir Microsoft Exchange, Lotus Notes og POP netþjóna. Skráning á www.hataekni.is/ornamskeid. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Námskeiðið er ókeypis.PIPA R \ TB W A SÍ A 91 75 7 Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPERU R ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. 80% orkusparnaður 6-20x lengri líftími Umhverfisvænar Fjölbreytt úrval Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A fyrir Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is HAFA HUG Á SPARISJÓÐUM Ríkið kann að óska eftir að kaupa sparisjóði í eigu Arion banka, falli slík kaup að endurskipulagningu sparisjóðakerfis landsins. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra þegar í gær var kynnt samkomulag við skilanefnd Kaupþings um eignarhald á Arion banka. Steingrímur segir að hug- myndir í þessa veru hafi verið ræddar við skilanefndina og bankann, en ef af þeim yrði þá færu þau kaup fram á viðskiptalegum grunni. „En það liggur fyrir áhugi ríkisins að eiga á þessu kost,“ sagði Steingrímur. - óká Í ARION BANKA Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings banka, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu samkomulag ríkisins og skilanefndar- innar um framtíðareignarhald á Arion banka á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.