Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 18
18 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Meðferð Alþingis á niðurstöðum Rannsóknarnefndar um bankahrunið
Stjórnmálaflokkarnir eiga
að tilnefna fulltrúa í níu
manna þingmannanefnd
sem fjalla á um skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþing-
is og móta viðbrögð þings-
ins við niðurstöðunum.
Forsætisnefnd Alþingis hefur
samið og lagt fram frumvarp til
breytinga á lögum um Rannsókn-
arnefnd Alþingis sem rannsakar
aðdraganda og orsakir falls bank-
anna fyrir rúmu ári.
Í því eru fyrirmæli um hvern-
ig Alþingi ber að fara með skýrslu
nefndarinnar en þau byggja á sam-
komulagi formanna þingflokka og
forsætisnefndar þar um.
Þá er í frumvarpinu fjallað um
varðveislu og aðgang að rafrænum
gagnagrunnum sem orðið hafa til
í vinnu rannsóknarnefndarinnar
og kveðið á um friðhelgi fólks sem
unnið hefur að rannsókninni.
Í gildandi lögum um rannsókn-
ina er gert ráð fyrir að forseti
Alþingis og formenn þingflokk-
anna fjalli um skýrslu nefndar-
innar og geri tillögu um meðferð
Alþingis á niðurstöðunum. Að
athuguðu máli hefur forsætisnefnd
nú ákveðið að sérstakri níu þing-
manna nefnd verði falið að fjalla
um skýrsluna og móta viðbrögð
Alþingis við niðurstöðum hennar.
Ekki er talið heppilegt að einhver
fastanefndanna annist málið og
með kosningu sérstakrar nefndar
„gefst flokkunum jafnframt færi
á því að velja sérstaklega þá full-
trúa sem verður trúað fyrir þessu
mikilvæga verkefni“ eins og segir
í greinargerð með frumvarpinu.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins var samstaða innan for-
sætisnefndar um þessa tilhögun.
Var hún kynnt þingflokkum áður
en frumvarpið var lagt fram.
Í greinargerðinni segir að það
verði í verkahring nefndarinnar
að fjalla um hvernig draga megi
almenna lærdóma af efnahags-
áföllum. Það kemur líka í hlut
hennar að móta afstöðu til ábyrgð-
ar í málinu að því marki sem það
er hlutverk þingsins. Þá má ætla
að þingmannanefndin fylgi eftir
ábendingum rannsóknarnefndar-
innar um breytingar á lögum og
reglum sem miða að því að koma
í veg fyrir að atburðir af því tagi
sem urðu hér síðasta haust endur-
taki sig.
Við það er miðað að þingmanna-
nefndin geri grein fyrir athugun
sinni í skýrslu sem lögð verður
fyrir þingið og getur hún gert til-
lögur til þingsályktunar. Nefndin
mun fá heimild til að láta rann-
saka einstaka þætti málsins nánar
telji hún þörf á frekari upplýsing-
um. Ekki er ráðgert að hún ann-
ist sjálf slíka framhaldsrannsókn
heldur feli hana sérfróðum aðil-
um. Komi til þess fær þingmanna-
nefndin skýrslu með niðurstöð-
unum og ákveður sjálf hvernig
meðferð hennar skuli hagað.
Ekki eru tímamörk á meðferð
þingmannanefndarinnar en henni
gert að hraða störfum sínum eftir
fremsta megni.
Í frumvarpi forsætisnefnd-
ar er jafnframt fjallað um með-
ferð þeirra umfangsmiklu gagna-
grunna sem Rannsóknarnefndin
hefur undir höndum og byggjast á
upplýsingakerfum frá bönkunum
og öðrum. Í þeim eru fjárhags-
upplýsingar af ýmsu tagi um við-
skipti fjármálastofnana sem taldar
eru hafa mikla fræðilega þýðingu.
Nefnir nefndin sem dæmi að þeir
kunni að nýtast við rannsóknir á
hvernig bankastarfsemi bregst
við sveiflum á fjármálamörkuðum
og hvað beri að forðast í því efni.
Gagnagrunnarnir verða varðveitt-
ir í Þjóðskjalasafninu og fá fræði-
menn aðgang að þeim að uppfyllt-
um skilyrðum um trúnað og vernd
persónuupplýsinga og upplýsinga
sem varða mikilvæga fjárhags-
og viðskiptahagsmuni fyrirtækja
í rekstri.
Stjórnmálaflokkarnir
stjórna framhaldinu
RANNSÓKNARNEFNDIN Í henni sitja Sigríður Benediktsdóttir, doktor í hagfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, Páll Hreinsson
hæstaréttardómari og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Skýrsla hennar verður tilbúin fyrir 1. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Markmið starfa Rannsóknar-
nefndar Alþingis er skýrt: að
leita sannleikans um aðdraganda
og orsök falls íslensku bankanna á
síðasta ári og tengdra atburða. Þá
á nefndin að leggja mat á hvort um
mistök eða vanrækslu hafi verið
að ræða við framkvæmd laga
og reglna um fjármálastarfsemi
og eftirlit með henni, og hverjir
kunni að bera ábyrgð á því.
Nefndin hefur haft mjög rúmar
lagaheimildir til að rækja störf
sín. Að lögum er beinlínis öllum
skylt að verða við kröfu nefndar-
innar um að láta í té upplýsingar,
gögn og skýringar sem hún fer
fram á. Á það jafnframt við um
upplýsingar sem háðar eru þagn-
arskyldu samkvæmt reglum um
starfsemi fjármálafyrirtækja,
sérstökum reglum um utanríkis-
mál, öryggi ríkisins eða fundar-
gerðir ríkisstjórnar og ráðherra-
funda og fundargerðir nefnda
Alþingis.
Skýrsla rannsóknarnefndar-
innar, sem skila á Alþingi fyrir
lok janúar, verður þá þegar gerð
opinber.
Leiti sannleikans
Rannsóknarnefndin efndi til
blaðamannafundar um miðjan
október og kynnti lauslega störf
sín fram að þeim tíma. Fram kom
að hún hefði þá tekið formlegar
skýrslur af 105 einstaklingum en
ekki fékkst uppgefið um hvaða
einstaklinga var að ræða. Jafn-
framt hafði nefndin rætt við yfir
300 manns á fundum og í viðtöl-
um til að afla nánari skýringa og
upplýsinga.
Fréttablaðið greindi frá því
að lengsta skýrslutakan tók 24
klukkustundir og dreifðist á þrjá
vinnudaga.
Enn átti nefndin þá eftir að
kalla inn nokkuð marga, var haft
eftir Sigríði Benediktsdóttur
nefndarmanni.
Nefndin ræðir við
hundruð manna
Sérstök rannsókn hefur farið fram
á hvort skýringar á falli bankanna
og tengdum efnahagsáföllum megi
að einhverju leyti finna í starfs-
háttum og siðferði.
Hefur hún farið fram samhliða
störfum Rannsóknarnefndar
þingsins og byggir á sömu lögum.
Forsætisnefnd Alþing-
is skipaði vinnuhóp um
þá rannsókn líkt og sjálfa Rann-
sóknarnefndina. Í vinnuhópnum
eru Vilhjálmur Árnason, prófess-
or í heimspeki, Salvör Nordal, for-
stöðumaður Siðfræðistofnunar,
og Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra Jafnréttisráðs.
Siðferðishópurinn
Forsætisnefnd Alþingis telur ekki
útilokað að þeir sem fjallað verð-
ur um í skýrslu Rannsóknarnefnd-
ar þingsins muni telja að ummæli
eða upplýsingar sem birtast í
henni vegi að réttindum þeirra,
svo sem friðhelgi einkalífs. Í því
ljósi leggur nefndin til að því fólki
sem unnið hefur að rannsókninni
verði veitt ákveðin vernd gegn
slíkum málsóknum. Nær ákvæðið
til nefndarmanna, sérstaks vinnu-
hóps um siðferði og þeirra sem
hugsanlega verður falin fram-
haldsrannsókn að ákvörðun sér-
stakrar þingmannanefndar.
Í greinargerð með frumvarp-
inu segir að hlutverk nefndar-
innar sé að varpa ljósi á ástæð-
ur bankahrunsins og segja til um
hverjir kunni að bera ábyrgð á því.
Voru henni veittar lagaheimild-
ir til að afla upplýsinga sem eiga
almennt að fara leynt út af regl-
um um þagnarskyldu. Jafnframt
fékk nefndin heimild til að greina
frá slíkum upplýsingum í skýrslu
sinni til Alþingis ef það er nauð-
synlegt til að rökstyðja niðurstöð-
ur hennar og almannahagsmunir
eru taldir vega þyngra en hags-
munir viðkomandi.
Forsætisnefnd telur mikilvægt
að rannsóknarnefndarmenn geti
tekið afstöðu til þess hvað eigi að
birta í skýrslunni án þess að þurfa
að leiða hugann að því hvort þeir
kunni persónulega að þurfa að
taka til varna í dómsmálum út af
því sem fram kemur. Tiltekið er að
slík málsókn mundi leiða til fjárút-
láta nefndarmanna sem gætu orðið
verulega íþyngjandi. Ekki geti tal-
ist sanngjarnt að þeir verði þving-
aðir til að grípa til varna fyrir það
lögmælta verkefni sem þeim var
trúað fyrir af Alþingi og hugsan-
lega bera af því fjárhagslegt tjón.
Í frumvarpinu er tekið fram að
íslenska ríkið beri ábyrgð á athöfn-
um þessa fólks eftir almennum
reglum hvort sem mál er höfð-
að fyrir innlendum eða erlendum
dómstóli. Mun ríkið því standa
straum af kostnaði sem kann að
hljótast af málarekstri, hvort sem
hann verður fyrir innlendum eða
erlendum dómstóli.
Bent er á fordæmi þess að fólki
njóti friðhelgi fyrir dómstólum.
Nærtækust er friðhelgi þingmanna
út af því sem þeir hafa sagt á
Alþingi. Þá er ekki hægt að sækja
kröfur í tilefni af álitum umboðs-
manns Alþingis og málsókn gegn
dómurum er útilokuð.
Alþingi býst við dómsmálum vegna skýrslunnar:
Nefndarfólk varið
fyrir málsóknum
FRÉTTASKÝRING
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
bjorn@frettabladid.is
www.matis.is
Vannýtt tækifæri
S
B
A
1
2
/2
0
0
9
Á morgun, fimmtudaginn 3. des. frá kl. 8:30-9:30 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut
2, bjóða Matís, AVS sjóðurinn og Samtök fiskvinnslustöðva til opins fundar.
í íslenskum sjávarútvegi?
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi
Sveinn Margeirssons, sviðsstjóri hjá Matís
Tvöföldum verðmætin
Að loknum erindum gefst tími fyrir spurningar og svör.
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, stjórnar fundi.