Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T T E K T
„Við teljum að eftir þrjú til fimm ár verði
Kauphöllin búin að ná upp sínum fyrri
styrk,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar.
Þórður sagði í samtali við Fréttablaðið í
síðustu viku útlit fyrir að fimmtán fyrirtæki
verði skráð á markað á næsta ári og verði
þau allt að þrjátíu í lok árs. „Við vitum nú
þegar um allnokkurn fjölda sem vill inn en
er ekki tilbúinn til þess á næsta ári,“ segir
hann.
Til samanburðar voru 75 fyrirtæki skráð
á markað í kringum 2001 og höfðu þau þá
aldrei verið fleiri. Þar af voru um 30 sjáv-
arútvegsfyrirtæki, olíufélög og fleiri fyrir-
tæki í svipuðum dúr.
Þórður gerir ráð fyrir að fyrirtækin sem
fari á markað verði nokkuð minni en þau
sem þar hafi verið í kringum hrunið, sum
hver lítil. Hann telur líklegt að skráð fyrir-
tæki muni verða þverskurður af atvinnulíf-
inu hér og megi gera ráð fyrir að á meðal
þeirra verði sjávarútvegsfyrirtæki, úr orku-
geiranum og smásölufyrirtæki. Þá megi ekki
útiloka að bankarnir leiti aftur út á mark-
aðinn auk þekkingarfyrirtækja, sprotafyr-
irtækja sem komin séu á ákveðinn stall. Þau
verði skráð á hliðarmarkaðinn First North.
„Við munum væntanlega verða komin með
hlutabréfamarkað sem verður orðinn svip-
aður að stærð og á Norðurlöndunum,“ segir
Þórður og bætir við að hugsanlega kunni
markaðsverðmæti þeirra að samsvara einni
landsframleiðslu.
Gróflega er það þrisvar sinnum stærra en
Kaupþing var eitt og sér þegar best lét.
Helsti óvissuþátturinn felst í samrunum
fyrirtækja, að sögn Þórðar. Gangi það eftir
munu færri fyrirtæki sækjast eftir skrán-
ingu en ella. Þau verði hins vegar stærri.
Spannar litróf atvinnulífsins
Hugsanlegt er að allt að sextíu fyrirtæki verði skráð í Kauphöllina
eftir fimm ár. Helmingur þeirra fer á markað á næsta ári.
Ísland stendur á margan hátt á tímamótum. Ríkisstjórn sem hélt um valdataumana í samfé-
laginu í átján ár er horfin á braut
og hefur ný stjórn haft sig alla við
að hreinsa upp leifar hins gamla
valdasamfélags.
Heilmikil vinna hefur staðið
yfir jafnt í stjórnarherbergjum
sem hjá hinum almenna borgara.
Nokkrir hópar hafa staðið fyrir
ýmis konar uppákomum í leit að
nýrri framtíðarsýn, nýjum átta-
vita fyrir landsmenn sem vilja
vita hvert við stefnum - eða eigum
að stefna. Erfitt er þó að sjá hvern-
ig komast má upp úr þeirri lægð
sem landið liggur í.
ERFITT TIL SKAMMS TÍMA
Horfur á þessu ári og því næsta
eru ekki ýkja efnilegar. Gengi
krónunnar hefur aldrei verið jafn
lágt skráð, þótt verðbólga sé enn
há hefur mjög dregið úr henni. Á
sama tíma hefur Seðlabankinn
lækkað stýrivexti hratt, um tæp
45 prósent á aðeins sjö mánuðum.
Innlánsvextir bankans, sem eru
virkara stjórntæki eftir fall bank-
anna, stendur nú í níu prósentum.
Flestir þeirra sem Markaðurinn
hefur rætt við eru samdóma um
að vaxtastigið sé enn of hátt og
þurfi að lækka hratt frá og með
vaxtaákvörðunarfundi bankans í
næstu viku.
Í síðustu Peningamálum, árs-
fjórðungsriti Seðlabankans,
kemur fram að horfur hafi batn-
að frá fyrri spá bankans í ágúst.
Þar á meðal hafi dregið úr gengis-
sveiflum, sem sé lykilþáttur í end-
urreisn efnahagslífsins auk þess
sem það veiti heimilum, fyrir-
tækjum og fjármálafyrirtækjum
skjól á meðal endurskipulagning
þeirra standi yfir. Þá sé útlit fyrir
minni samdrátt en spáð hafi verið
og muni það hraða efnahagsbatan-
um. Þrátt fyrir þetta er gert ráð
fyrir lágu gengi krónu áfram sem
geti leitt til þess að hægar dragi
úr verðbólgu en gert hefur verið
ráð fyrir.
Þeir sem rætt hefur verið við
vegna málsins eru ekki á einu
máli um efnahagsbatann. Nokkr-
ir segja hann vel geta orðið snar-
pan eftir mitt næsta ár og líti til
betri vegar eftir tvö ár. Aðrir
segja nauðsynlegt að stíga var-
lega til jarðar, undirlagið kunni
að vera viðkvæmara en í fyrstu
megi telja. Menn verði því að vera
þolinmóðir og anda rólega.
VARANLEGAR LAUSNIR
Ljóst er að skuldastaða ríkisins
hefur snarversnað í kjölfar gjald-
eyris- og bankakreppunnar. Ætla
má að þær nemi 1.500 milljörð-
um króna hið minnsta og skrifast
um helmingur hennar á Icesave-
skuldbindinguna.
Bæði Seðlabankinn sem við-
mælendur Markaðarins eru að
mestu sammála um að það versta
í kreppunni hér verði yfirstaðið
eftir um fimm ár. Hins vegar séu
óvissuþættirnir fjölmargir. Þeir
sem rætt hefur verið við segja
næstu daga verða örlagaríka
enda kunni þeir að skera úr um
hvort kreppan dragist á langinn.
Ekki megi láta undan þrýstingi í
hálfgildings fegurðarsamkeppni
um flottustu lausnina til skamms
tíma heldur verði að horfa mun
lengra fram á veg.
Mikilvægustu þættirnir þar eru
farsæl lausn Icesave-deilunnar og
lausn á gjaldeyrismálum þjóðar-
innar sem hafa tafið bæði fyrir
nauðsynlegu flæði fjármagns til
og frá landinu auk þess að fæla
verðuga fjárfesta frá ábatasömum
verkefnum. Þegar því verki lýkur
sé fátt sem standi í vegi fyrir því
að framtíðin hér verði farsæl.
Hvernig verður
Ísland næstu ár?
Óhikað má fullyrða að fólk sé orðið þreytt á bölmóðinum sem fylgt hefur í kjölfar fjármálahrunsins
hér og umræðu um neikvæðar horfur. Jón Aðalstein Bergsveinsson fýsti að vita hvers megi vænta á
næstu árum og hvernig aðstæður verði hér þegar rykið af hruninu hefur sest.
ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kauphallarinnar gerir
ráð fyrir því að litrík fyrirtækjaflóra verði skráð á markað í
Kauphöllinni eftir fimm ár. MARKAÐURINN/GVA
„Ég hef lúmskan grun um að þótt
það versta verði afstaðið á næsta ári
þá verði ekki um snertilendingu að
ræða,“ segir Snorri Jakobsson, sér-
fræðingur hjá IFS Greiningu.
Hann bendir á að það taki aðrar
þjóðir sem lendi í gjaldeyris- og
bankakreppum að jafnaði þrjú ár
að komast í gegnum gjaldeyris- og
bankakreppur. „Hún hefur nú stað-
ið yfir hér í eitt ár og því má búast
við að tvö ár séu þar til eðlilegu
ástandi verði náð,“ segir Snorri og
telur að botninn verði að baki næsta
ár. Að því loknu taki við hæg upp-
bygging. Uppbyggingarstarf kunni
að taka langan tíma og því verði fólk
að vera þolinmótt. „Þetta getur tekið
ansi langan tíma enda margar hindr-
anir á veginum.“
Hann hefur jafnframt áhyggjur
af beinni og óbeinni skuldastöðu
ríkissjóðs. „Skuldir Seðlabankans
nema 590 milljörðum króna. Þá er
ekki talið með Icesave, sem hljóð-
ar upp á 750 milljarða króna. Ofan
á það bætast gjaldeyrislán sem eru
að koma á næstunni. Fljótlega má
því reikna með að hundrað millj-
arða gjaldeyrislán bætist ofan á
skuldaklafann á næstu vikum.
Snorri bendir á að hugsanafeill
felist í fréttum af betri heimtum
eigna Landsbankans upp í Icesa-
ve-skuldina. Skýringin liggi í lágu
gengi krónunnar upp á síðkastið. „Í
raun varð þetta til að slá ryki í augu
fólks. Þótt heimtur vegna Icesave
teljist níutíu prósent í dag þá er það
út úr kortinu. Heimturnar væru
nærri því að vera sjötíu prósent ef
gengið væri sterkara. Icesave-málið
mun reynast okkur dýrt. En það er
lítið annað hægt en að samþykkja
samninginn,“ segir Snorri og bend-
ir á að Icesave-skuldbindingar valdi
því að krónan megi ekki styrkjast
mikið. Gerist það kunni kostnaður-
inn að rjúka upp úr öllu valdi. Við
séum því eiginlega föst í viðjum
lágrar gengisskráningar.
Föst í viðjum lágt skráðrar krónu
Uppbyggingarstarf eftir bankahrunið mun taka
langan tíma og batinn verða hægur.
SNORRI JAKOBSSON Spáir því að bati efnahagslífsins verði afar hægur.
MARKAÐURINN/RÓBERT
VIÐ ÞRÖSKULD Á NÝJU LANDI
Þessa dagana er verið að taka örlagaríkar
ákvarðanir sem geta haft áhrif um margra
ára skeið. Þeir sem rætt hefur við í tengsl-
um við þessa umfjöllun segja skammtíma-
lausnir duga skammt. Mikilvægt að ráða-
menn þjóðarinnar láti ekki undan þrýstingi
sérhagsmunahópa og horfi til áhrifa til
langs tíma. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND