Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 62
46 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. framagosi, 6. eftir hádegi, 8. skjög- ur, 9. garðshorn, 11. mun, 12. kraum, 14. yfirstéttar, 16. rás, 17. skref, 18. kvabb, 20. sjó, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. fyrir hönd, 4. vandræði, 5. svelg, 7. holdlaus, 10. hestaskítur, 13. kóf, 15. tísku, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. uppi, 6. eh, 8. rið, 9. kot, 11. ku, 12. krakk, 14. aðals, 16. æð, 17. fet, 18. suð, 20. sæ, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. pr, 4. pikkles, 5. iðu, 7. horaður, 10. tað, 13. kaf, 15. stæl, 16. æsa, 19. ðð. „Þegar ég er í myndatökum þá er það nýja remix-platan með Steed Lord og svo Gus Gus. Þeg- ar ég er heima að vinna er það Fever ray, The xx, Rachmaninov og Daníel Bjarnason.“ Saga Sigurðardóttir ljósmyndari. „Þetta er erótískt vetrarljóð sem gerist í burstabæ og er ort út frá sjónarhóli heimasætunnar sem sér krókinn hans Ketkróks síga niður úr reykháfnum að hlóðunum og hugsar sér gott til glóðarinn- ar. Hún ákveður að grípa krókinn og festir hann næst við sjálfa sig,“ útskýrir rithöfundurinn Gerður Kristný. Hún orti kvæði sem fylgir jólaóróa sem seldur er til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en óróann hannaði Hrafnkell Birg- isson. Jólasveinninn sem Gerður Kristný og Hrafn- kell túlka er enginn annar en Ketkrókur og seg- ist Gerður Kristný hafa ort ljóðið um hásum- ar. Aðspurð segir hún að henni hafi ekki reynst erfitt að komast í jólaskap um mitt sumar. „Það eru alltaf jólin þannig mér þótti ekki erfitt að koma mér í rétta andann. Erfiðast var fyrir enska þýðandann að þýða ljóðið yfir á sína tungu því fyrir- bærið niðursetningur er ekki til á enskri tungu og það sama má segja um orðin klukka og kot, þetta eru allt ákaflega íslensk heiti. Ég ræddi þetta meðal annars á snjáldursíðu minni og frændi minn stakk upp á því að niðursetningur yrði þýtt sem „downloader“,“ segir hún og hlær. En ljóðið fylgir gripnum bæði á ensku og íslensku. Þetta er ekki fyrsta jólaljóðið sem Gerður Kristný yrkir því í ljóðabókinni Högg- stað, sem kom út í hittifyrra, er einnig að finna ljóð um jólin. Jólaóróinn verður seldur í verslunum Epal, Kraum, Casa, auk annarra og verður fáanlegur frá 5. desember til 19. desember. - sm Erótískt vetrarljóð í burstabæ EKKI ERFITT AÐ FINNA JÓLAANDANN Gerður Kristný orti kvæði sem fylgir jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þá berst brölt af sperru, spyrnt er í háfinn. Krókur sígur niður úr kófinu, glampandi öngull í myrkurhyl. Sterklegar greipar ljúkast um færið. KETKRÓKUR KEMST Í FEITT „Við vorum mjög góð við hann en það endaði með því að við urðum að láta svæfa greyið,“ segir tónlistar- maðurinn Gylfi Ægisson. Hann og Jóhanna kærastan hans hafa að undanförnu misst tvo kett- linga sem voru báðir nefndir í höf- uðið á Sólmundi Hólm Sólmund- arsyni, ævisöguritara Gylfa. Sá síðari, Sólmundur Hólm II. var svæfður vegna þess að hann var sérlega geðillur og klóraði fólk upp úr þurru en sá fyrri, Sólmundur Hólm Jr., varð fyrir bíl í Keflavík þar sem Gylfi á íbúð. „Jóhönnu langaði í kisu og vant- aði nafn á hana. Þá segi ég við hana: „Af hverju gerirðu ekki eins og indíánarnir og lítur út um glugg- ann og nefnir köttinn í höfuðið á því fyrsta sem þú sérð?““ segir Gylfi. „Þannig að hún leit út um eldhús- gluggann og það fyrsta sem hún sá var sólin. En af því að þetta var strákur gat hún ekki nefnt hann Sól. Þá datt henni í hug, af því að Sóli var að skrifa bókina, að skíra hann Sóla. Þar með varð þetta Sól- mundur Hólm Jr.“ Gylfi og Jóhanna létu ekki deig- an síga þrátt fyrir dauða kattanna tveggja því sá þriðji, Sólmundur Hólm III. er nú kominn á heimilið og er ljúfur sem lamb. Ævisöguritarinn Sólmundur Hólm hefur þó enn ekki hitt nafna sinn, ekki frekar en hina tvo. Spil- ar það inn í að hann er með kattaof- næmi og reynir hvað hann getur að halda sig fjarri kattarkyninu. Gylfi segir það engu máli skipta: „Hann skal sko fá að halda á þessum, hann er svo góður.“ - fb Varð að svæfa Sólmund Hólm GYLFI OG SÓLMUNDUR HÓLM Gylfi Ægisson ásamt ævisöguritara sínum, Sólmundi Hólm Sólmundarsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leiðir Bubba Morthens og Hafdís- ar Huldar lágu saman á tónleikum Fuglabúrsins á Rósenberg í haust. Þótt ólík séu tókust með þeim góð kynni. Eins og kunnugt er – og sást í Fangavaktinni – heldur Bubbi Morthens árlega tónleika á Litla- Hrauni á aðfangadag. Næst ætlar hann að taka Hafdísi með sér. Fangarnir verða eflaust í góðu stuði fyrir krúttlegt popp Hafdísar Huldar, enda hefur það skorað hátt á vin- sældalistunum í allt haust. Og meira tengt Fangavaktinni, því Kenneth Máni, uppáhaldsfangi íslenskra sjónvarpsáhorfenda, hefur öðlast sjálfstætt líf. Þessu hugar- fóstri Björns Thors var flogið út til Kaupmannahafnar þar sem hann heimsótti birgðastöð UNICEF. Að sjálfsögðu þekktu hinir fjölmörgu Íslendingar sem áttu leið um Kast- rup Kenneth um leið og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björn lætur persónu öðlast eigið líf. Hann var jú einn af fylgdarsvein- um Silvíu Nætur í Eurovision- ævintýrinu, sællar minning- ar. Aðdáendur Loga Geirssonar, handboltamanns með Lemgo, supu hveljur þegar þeir hugðust leita frétta af honum á hinni sívinsælu bloggsíðu hans því þýsk viðvörunarorð birtust efst í horninu þar sem lesendum var tilkynnt um að þessi síða lægi niðri. Logi hefur engu síður lofað aðdáendum sínum að bloggið verði komið fljótlega aftur í loftið þótt ekki liggi fyrir nákvæm- lega hve- nær það verði. - drg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sjónvarpsþáttaröð um ólíkinda- tólið og sjónvarpsmanninn Frí- mann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir. Þetta staðfesti skapari Frímanns, Gunn- ar Hansson, í samtali við Frétta- blaðið. Gunnar segir aðrar stöðv- ar á Norðurlöndunum fylgjast grannt með gangi mála, þær séu í það minnsta spenntar fyrir þessu sérstaka verkefni. „Þetta lítur allt saman vel út og við höfum heyrt af því að þeim þyki þetta vera mjög spennandi,“ segir Gunnar. Það sem gerir þetta enn merki- legra er að þáttaröðin er ekki tilbú- in sem gefur kannski ágætis mynd af því hversu spennandi þetta verkefni er. Gunnar og leikstjóri þáttanna, Ragnar Hansson, heim- sóttu til að mynda Frank Hvam í Danmörku fyrir tveimur vikum en þetta var í annað sinn sem svona „undirbúningsfundur“ er haldinn. Fyrsti fundurinn var haldinn í maí. Eiginlegar tökur á þeim kafla hefj- ast nefnilega ekki fyrr en í janúar. „Við vildum ná honum á sviði með áhorfendum í sal og fórum að sjá alveg frábæra uppistandssýningu í Hortense á Jótlandi,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi hleg- ið sig máttlausan yfir inngangi að flestum bröndurum Franks. „En svo kom „punch-línan“ og allir hlógu nema ég. Mjög sérstakt,“ segir Gunnar og veit ekki alveg hvernig hann á lýsa þessari til- finningu. Hann var þó ákaflega ánægður með þennan fund. „Við vorum svona aðeins að þreifa á hvor öðrum. Því þótt þetta sé alveg fyrirfram ákveðið þá er þetta líka spuni og við vorum svona aðeins að fikra okkur áfram,“ útskýrir Gunnar sem á varla nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill húmor- isti Frank sé. „Hann er bara algjör snillingur.“ Og Gunnar segist hafa áttað sig á því hversu stór stjarna Frank er í Danmörku þegar þeir fóru á smá pöbbarölt eftir sýninguna. „Fólk sneri sig næstum úr hálsliðnum þegar hann gekk inn og þótt þetta hafi verið stutt heimsókn þá var hún alveg skelfilega skemmtileg.“ freyrgigja@frettabladid.is GUNNAR HANSSON: Á PÖBBARÖLTI MEÐ FRANK HVAM FRÍMANN SELDUR TIL DR 2 SPÉFUGLAR Frímann Gunnarsson og Frank Hvam eru skemmtilegt par. Gunnar Hansson, skapari Frímanns, lýsir Frank sem miklum snillingi. Gunnar heimsótti Frank fyrir skemmstu, sá uppistandssýninguna hans á Jótlandi og fór á smá pöbbarölt í Hor- tense. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Humar 2.000 kr/kg Skatan er komin! Vestfi rsk Hnoðmör Stór, pilluð Eldeyjar-rækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.