Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 2. desember 2009 — 285. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Það er mikil tilhlökkun í hópn-um. Þetta verður samt hörku-vinna, því fundirnir hefjast klukk-an átta á morgnana og standa yfir langt fram á kvöld,“ segir Sigrún María Kristinsdóttir, doktors-nemi í umhverfis- og auðlinda-fræðum við Háskóla Íslands. Umtuttugu manna hópu í ll ar Davíðsdóttur. Ferðin til Kaup-mannahafnar er annað námskeið sem kemur í beinu framhaldi.„Megintilgangurinn er að fylgj-ast með þeim viðræðum sem þarna fara fram og læra sem mest um allan ferilinn sem liggur að bsvona lþ konar stöðufund. „Dagskráin er viðamikil og eðlilega komast ekki allir á þá viðburði sem þeir hafa áhuga á. Þess vegna er nauðsyn-legt að heyra frásagnir hinna ogeinnig skilst é Alveg dásamlegur kúrs Sigrún María Kristinsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræðum í Háskóla Íslands, er í hópi nemenda sem ferðast til Kaupmannahafnar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í þessum mánuði. Sigrún María segir nemendurna sem eru á leið til Kaupmannahafnar sjá sjálfa um allan kostnað við ferðina. Nokkrir hafi verið með fjáröflun í vetur í þeim tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRJÓSTSYKURSTAFIR voru upphaflega hvítir og beinir. Hugmyndin að bogna endanum kom frá kórstjóra í dómkirkjunni í Köln. Hann vildi láta stafina líkjast staf hirðanna og dreifa þeim til barna til að halda þeim rólegum meðan á messu stæði. Það var ekki fyrr en á tuttugustu öldinni sem rauðu línurnar bættust við. Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141 Úlpur og kápurwww.hjahrafnhildi.is VEÐRIÐ Í DAG SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR Fer á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Á HÁLUM ÍS Þessir ungu menntskælingar lögðu sig alla fram við knattiðkun á ísilagðri Tjörninni í gær. Þeir létu frostið ekki aftra sér frá því að spila í stuttbuxum og stuttermabol enda verður mönnum oft heitt í hamsi á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMKVÆMDIR Lífeyrissjóðirnir eru í startholum með fjármagn fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýr- inni og tvöföldun Suðurlandsveg- ar. Óleyst mál innan stjórnar og á milli stjórnar og borgar standa í vegi fyrir framkvæmdum. Í stöðugleikasáttmálanum, sem undirritaður var í júní, er kveðið á um að ríkisstjórnin leiti til lífeyr- issjóðanna til fjármögnunar stór- framkvæmda. Þegar hefur verið samið um Landspítalann, en það er tugmilljarða króna verkefni. Óljóst er hvað verður um sam- göngumiðstöð, en eins og Frétta- blaðið greindi frá hafa Kristj- án Möller samgönguráðherra og Júlíus Vífill Ingvarsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar, ámálgað aflagningu þess verkefnis og byggingu lítillar flugstöðvar í staðinn. Ekki hefur þó verið látið af hugmyndum um miðstöðina. Í fjármálaráðuneytinu hefur starfshópur verið í gangi um málið og er enn unnið að því þar. Þá eru í gangi viðræður á milli ríkis og borgar um makaskipti, þar sem lóðin sem nú er ætluð fyrir samgöngumiðstöð þykir ekki lengur henta. Þeim viðræð- um er ekki lokið, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málið sé komið á nokkurn rekspöl. Lífeyrissjóðirnir eru einnig reiðubúnir til að fjármagna tvö- földun Suðurlandsvegar. Óvíst er hvenær af þeirri framkvæmd verður. Þar greinir stjórnar- flokkana á um vegtoll, en Vinstri grænir hafa hingað til lagst gegn honum. Á meðan það er óleyst verður ekki af framkvæmdum. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða, segir hugmyndir um þessar fram- kvæmdir liggja fyrir. „Það eru einkum þessi tvö mál sem hafa verið uppi á borðinu. Þau eru í vinnslu hjá stjórnvöldum. Það stendur ekkert upp á okkur, við erum tilbúnir að setjast niður og semja, en stjórnvöld verða að klára sinn hluta.“ Arnar segir viðskiptamódel fyrir samgöngumiðstöð liggja fyrir. Lífeyrissjóðirnir hafi enga skoðun á staðsetningu hennar, en séu tilbúnir með fjármagn. Þá þurfi ríkisstjórn að taka pólitíska ákvörðun um veggjald. - kóp Strandar á ríki og borg Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir með fjármagn í Suðurlandsveg og samgöngumiðstöð. Málin eru í biðstöðu vegna viðræðna um lóðaskipti ríkis og borgar og deilna stjórnarflokka um vegtoll á Suðurlandsvegi. FÓLK Sjónvarpsþáttaröð um Frí- mann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir. Þetta staðfestir skap- ari Frímanns, Gunnar Hans- son. Sjónvarps- þættirnir fjalla um húmor á Norðurlöndun- um og meðal þeirra sem koma fram eru Klovn- stjarnan Frank Hvam og Jón Gnarr. Gunnar heimsótti einmitt Hvam á Jótlandi fyrir skemmstu þar sem þeir héldu undirbúnings- fund fyrir þáttinn og fóru síðan á pöbbarölt. „Við vildum ná honum á sviði með áhorfendum í sal og fórum að sjá alveg frábæra uppistands- sýningu í Hortense á Jótlandi,“ segir Gunnar. „Við vorum svona aðeins að þreifa á hvor öðrum. Því þótt þetta sé alveg fyrirfram ákveðið þá er þetta líka spuni og við vorum svona aðeins að fikra okkur áfram.“ - fgg/sjá síðu 46 Gunnar Hansson í útrás: Frímann semur við danska stöð Erótískt vetrarljóð Gerður Kristný orti ljóð um jólasvein- inn Ketkrók. FÓLK 46 GYLFI ÆGISSON Þurfti að svæfa Sólmund Hólm Þrír kettir nefndir í höfuðið á ævisöguritara. FÓLK 46 HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn mun þurfa að greiða háar upphæðir í dráttarvexti á næsta ári, að mati Björns Zoëga, forstjóra Landspít- alans. Spítalinn greiðir 220 millj- ónir í dráttarvexti á þessu ári, aðallega af skuldum við birgja. Þær skuldir LSH hafa hækkað um tólf hundruð milljónir á þessu ári og telur Björn að stofnunin hefji næsta starfsár sitt með 2,8 millj- arða króna skuldaklafa. Hagræðingarkrafa á Landspít- alann í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 hefur því hækkað um þrjú prósent. Hún er sex prósent í frumvarpinu, eða 1.965 milljónir, en spítalinn þarf að jafna uppsafn- aðan halla ársins 2009 til viðbótar, alls 3,2 milljarða. Gengisfall krónunnar, eða kostn- aður við gengið umfram forsendur fjárlaga, er ástæða skuldasöfnunar LSH. Gengið kostaði LSH 2,1 millj- arð árið 2008 og 900 milljónir til viðbótar í ár. - shá / sjá síðu 6. Uppsafnaður halli hækkar hagræðingarkröfu LHS um þrjú prósent á næsta ári: Borgar stórfé í dráttarvexti Belja & hlið GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! Ó · 1 29 64 Upphafsár umbreytinga „Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin“, skrifar Jóhanna Sigurðardóttir. UMRÆÐA 20 Tiger sagður glaumgosi Blettur er fallinn á nánast flekklaust líf Tiger Woods besta kylfings í heimi. FÓLK 34 Stormur NV-til í kvöld . Í dag verða norðaustan 10-18 m/s, en hvessir NV- síðdegis. Víða snjókoma eða él en yfirleitt úr- komulítið SV-lands. Frost 0-5 stig, en rétt yfir frostmarki við S- og SA-stöndina. VEÐUR 4 -2 -4 0 2 -3 GUNNAR HANSSON Áfram hjá Kiel Alfreð Gíslason hefur framlengt við Kiel og vonast til að vera þar til sextugs. ÍÞRÓTTIR 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.