Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 40
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
11.950
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi, sagði misskiln-
ing í gangi um stöðu fyrirtækja á
morgunverðarfundi Viðskiptaráðs
Íslands á fimmtudag og þvertók
fyrir að viðskiptabanki fyrirtækis-
ins stýrði rekstrinum. Þvert á móti
lýsti hann því yfir að menn skyldu
bara bíða, von væri á fréttum af
Toyota síðar um daginn. Athygli
vakti hins vegar að um leið og
fundi var slitið rauk Úlfar á dyr
með farsíma fast við eyra.
Skilanefnd Landsbankans
hafði þá um morgun-
inn ákveðið að setja
hlutabréf Toyota
í sölumeðferð og
láta NBI sjá um
ferlið til að fá
upp í skuldir
M a g n ú s a r
Kristinssonar,
eiganda Toyota
á Íslandi, við
bankann.
Allt í besta lagi?
Ein af þéttari og þyngri íslensku
hrunabókunum er vafalítið Why
Iceland? eftir Ásgeir Jónsson,
forstöðumann greiningardeildar
Arion banka (áður Kaupþings).
Bókin kom út á ensku og hefur bið
verið eftir íslenskri útgáfu hennar.
Hægara mun sagt en gert að þýða
bókina og nauðsynlegt að færa
hana fjær bandarískum og öðrum
enskumælandi markaðshópi.
Ásgeir mun hafa margt á prjónun-
um, svo sem bæta við hana köflum.
Ætla má að söluvænlegasti kostur-
inn sé að höggva í sama knérunn
og Ármann Þorvaldsson gerði
og fjalla um allt fræga
fólkið sem Ásgeir
hitti á blómaskeiði
Kaupþings. Fáum
sögum hefur hins
vegar farið
b æ ð i a f
partístandi
Ásgeirs og
kynnum hans
af frægu fólki.
Kaflinn yrði
þá í styttra
lagi.
Slegið um sig
er fjöldi krafna sem barst í þrota-
bú gamla Landsbankans. Um 800
þeirra hafa verið samþykktar. 5 er meðalfjöldi ferðalaga innanlands sem hver Íslendingur fór í á síðasta ári. 42.000 krónur er upphæðin sem hver Íslendingur mun að meðaltali verja í jólagjafakaup í ár.
Markaðsfræðingar segja sumir
engu skipta hvað fólk segi um
ákveðna hluti, menn eða málefni,
umræðan ein sé auglýsing í sjálfu
sér. Síðustu mánuði hefur Ísland
æ oftar verið á milli tannanna á
fólki. Ekki er það sökum fallegs
kvenfólks, sterkustu karlmanna
eða hreinasta loftsins. Þvert á móti
hefur landið komist í umræðuna
í tengslum við fjármálakrepp-
ur. Þannig var rætt um það um
helgina á bresku sjónvarpsstöð-
inni BBC um síðustu helgi hvort
arabaríkið Dúbaí ætlaði að „… to
do an Iceland“. Sögnin vísar að
sjálfsögðu til þjóðargjaldþrots.
Ritstjórn breska stórblaðsins
Guardian hjó í sama knérunn um
bága skuldastöðu Grikklands á
mánudag. Sumum kann ágætt að
vita, að þrátt fyrir allt er Ísland
enn í umræðunni.
Að gera Ísland