Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 32
 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Nú er fólk að leita eftir innihalds- ríkri afþreyingu sem hægt er að upplifa með börnunum í stað þess að arka um verslunarmiðstöðvarn- ar,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir hjá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þau hafa tvö undan- farin ár staðið fyrir fjölskyldu- vænni jólaskemmtun sem höfð- ar jafnt til yngstu barnanna og ömmu og afa. „Við köllum þetta Uppáhald jólasveinanna og Pönnu- kakan hennar Grýlu. Við erum með hádegishlaðborð með þjóð- legum mat sem er í uppáhaldi hjá jólasveinunum. Það er matur eins og bjúgu með rauðkáli, grænum baunum og uppstúfi, plokkfiskur, steikt slátur með rófustöppu og kjötbollur með brúnni sósu og svo mætti lengi telja. Það er aldrei að vita nema að hungraðir jólasvein- ar mæti og ætli að næla sér í eitt- hvað af sínu í uppáhaldi,“ segir Sigríður Margrét „Eftir matinn syngjum við jólalög og dönsum í kringum jólatréð en þá myndast ofsalega skemmtileg jólastemn- ing. Að því loknu kemur snilling- urinn Bernd Ogrodnik með brúðu- leikhúsið sitt og sýnir Pönnukakan hennar Grýlu, en börnin eru oft stjörf af hrifningu yfir brúðunum og söngv unum í því. Grýla tekur upp á því að baka stóra og góða pönnuköku en kakan vill ekki vera étin af Grýlu svo hún rúllar undan henni. Pönnukakan rúllar og rúll- ar áfram og á leiðinni hittir hún marga sem vilja fá að bíta í hana en loksins hittir hún gott fólk en ég má ekki uppljóstra hvert það er. Sigríður Margrét segir að enn sé varla hægt að tala um hefð. „Sumir hafa komið í hin tvö skiptin og ég veit að þeir ætla ekki að láta sig vanta í ár. Börn hafa svo gaman af því að heyra sömu söguna aftur. Aðventan er tími hefðanna. Von- andi verður þetta að skemmtilegri fjölskylduhefð í framtíðinni,“ segir hún og bætir við að fólk verði svo ánægt að hafa drifið sig út úr bæj- arkliðnum í kyrrð og rökkur sveit- arinnar. Sýningarnar verða haldn- ar 13. og 20. desember en nánari upplýsingar má nálgast á www. landnam.is. unnur@frettabladid.is Jólin í Landnámssetrinu Landnámssetrið í Borgarnesi stendur fyrir skemmtilegri jóladagskrá sem höfðar jafnt til barna og full- orðinna. Til dæmis er boðið upp á þjóðlegt hádegishlaðborð og brúðuleikrit um Grýlu. Jólasveinarnir á Landnámssetrinu eru skemmtilegir og hressir. 7. DESEMBER er síðasti skiladagur fyrir jólapakka sem eiga að fara utan til Evrópu. www.postur.is Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik fyrir framan brúðuleikhúsið sitt. M YN D /Ú R E IN K A SA FN I SNILLDARJÓLAGJÖF HLEÐSLUTÆKI 15% jólaafsláttur af þessum frábæru tækjunum 12V 3,6A 12V 0,8A 12V 4A Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.