Fréttablaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Við leggjum mikið upp úr því að
hafa staðinn kósí þannig að fólki
líði vel þegar það borðar,“ segir
Hrefna R. J. Sætran, yfirkokkur
og annar eigenda veitingastaðar-
ins Fiskmarkaðarins. Staðurinn bar
sigur úr býtum í óformlegri könn-
un Markaðarins um besta veitinga-
stað landsins.
Fiskmarkaðurinn tók til starfa í
ágúst fyrir tveimur árum, eða um
svipað leyti og tak fjármálakrepp-
unnar tók að herða að víða um heim.
Þau létu það ekki á sig fá.
„Við keyptum þrjú stór tré frá
Noregi sem við notuðum til að
smíða úr borð, bar og sushibar.
Við erum svo með trönur á nokkr-
um stöðum og stuðlaberg sem vísar
í íslensku hönnunina hjá okkur og
svo bambus sem vísar til austurs,“
segir Hrefna en Fiskmarkaðurinn
býður upp á íslenskt hráefni fram-
reitt á asískan hátt. Þrátt fyrir heit-
ið eru sömuleiðis kjöt- og grænmet-
isréttir á matseðlinum.
„Frá því við opnuðum hefur
verið nóg að gera og allir rosalega
ánægðir. Ég mundi segja að Fisk-
markaðurinn sé svona vinsæll því það er svo góður
matur og flott þjónusta hjá okkur. Það er fyrst og
fremst starfsfólkinu að þakka. Við erum eins og ein
stór fjölskylda og leggjum mikið upp úr því að hafa
matinn bragðgóðan, ferskan og spennandi,“ segir
Hrefna.
Hjá veitingahúsinu starfa fjór-
ir kokkar, sex kokkanemar og allt
að tuttugu þjónar. „Við höfum verið
svo heppin að kreppan hefur ekki
áhrif á okkur. Það er auðvitað að-
eins minna að gera núna, en alveg
nóg,“ segir Hrefna.
Þátttakendur í könnun Markað-
arins voru tæplega áttatíu, eða tvö-
falt fleiri en fyrir tveimur árum.
Þar á meðal voru forstjórar, fram-
kvæmdastjórar og stjórnendur ís-
lenskra fyrirtækja af ýmsum
stærðum og gerðum. Valið var úr
netfangaskrá Markaðarins.
Um helmingur þátttakenda svar-
aði könnuninni og var hlutfallið sam-
bærilegt og fyrir tveimur árum. Þá
bar meira á fjármálafyrirtækjum
en nú en flest þeirra félaga eru nú
horfin af sjónarsviðinu.
Veitingastaðirnir voru valdir
þannig að þátttakendur skrifuðu
niður nöfn á þremur veitingastöð-
um að eigin vali. Sá sem fyrstur
var nefndur fékk þrjú stig, sá næsti
tvö stig og hinn þriðji eitt.
Í fyrri könnuninni tók Sjávar-
kjallarinn toppsætið með 24 stig-
um, sem var nær helmingi meira
en næsti veitingastaður á eftir
fékk. Keppnin var mun jafnari í
ár. Fiskmarkaðurinn fékk 29 stig
en Sjávarkjallarinn tveimur stigum minna.
Fyrir tveimur árum komust tuttugu veitingastað-
ir á blað, þar af tveir á landsbyggðinni og jafnmarg-
ir skyndibitastaðir. Í ár komust 42 veitingastaðir á
blað, þar af sex á landsbyggðinni. Skyndibitastað-
irnir voru jafn margir, eða sex.
Miklu meira en fiskur
Fiskmarkaðurinn er vinsælasti veitingastaður landsins í
óformlegri könnun Markaðarins. Þátttakendur í könnuninni
fara nú sjaldnar út að borða en fyrir tveimur árum.
Margir settu Friðrik V. á Akureyri í fyrsta sætið. Ummælin eru
af ýmsu tagi:
„Réttlætir einn og sér helgarferð norður. Í algjörum sérflokki
þar sem staðbundið hráefni er í forgrunni. Hægt að taka töfra
Friðriks með sér heim úr sælkeraverslun Friðriks V. og reyna
sig sjálfur við lúxuseldamennsku í eldhúsinu heima sem er
kjörið.“
„Nota alltaf tækifærið þegar ég fer norður og borða þar.
[Staðurinn] hefur aldrei klikkað og ég fékk besta hreindýr sem
ég hef smakkað þar um daginn.“
Þá nefndu nokkrir aðra veitingastaði, þar sem sérstaklega var
tekið fram að minntu þá ekki á árið 2007.
Nokkrir nefndu Austur-Indíafjelagið í því sambandi. „Það er
staður sem hefur elst vel, góður matur, laus við 2007 glamúr.“
Nokkrir voru hæstánægðir með veitingastaði á landsbyggðinni
og hvöttu til að þeim yrði gert hærra undir höfði:
„Kaffihúsið Narfeyrarstofa í Stykkishólmi. Narfeyrarborgarinn
er einhver sá besti lúxushamborgari sem ferðalangur getur
óskað sér eftir langa ökuferð … hann líður mér ekki úr minni.“
„Gamli Baukur á Húsavík, fallegt umhverfi í hjarta Húsavíkur,
nánar tiltekið við höfnina, þar sem bornir eru fram þjóðlegir
réttir úr íslensku sjávarfangi.“
Nokkrir greindu frá því að þeir hefðu ekki farið út að borða í
langan tíma, jafnvel ekki frá því árið 2007. Einn sagði: „Annars
er ár og dagur síðan maður hefur snætt á stöðum af þessu
tagi.“
Nokkur ummæli í könnuninni
„Við ákváðum að skrifa bók sem
hentar meðalmanninum sem
hefur lítinn skilning á markaðs-
málum á netinu,“ segir Kristj-
án Már Hauksson. Hann og Guð-
mundur Arnar Guðmundsson eru
höfundar nýrrar bókar sem ber
titilinn Markaðssetning á netinu.
Skortur hefur verið á upplýsing-
um um markaðsmál á netinu, sem
Kristján kallar áttundu heimsálf-
una þegar kemur að viðskipta-
tækifærum, út frá íslenskum að-
stæðum, og er bókinni ætlað að
bæta þar úr, segir Kristján.
Bókinni er ætlað að upplýsa
lesandann um það hvernig netið
virkar sem markaðsmiðill. Þar má
meðal annars finna nýjar töluleg-
ar upplýsingar um netið og net-
notkun Íslendinga, og mikið af
dæmisögum úr íslenskum raun-
veruleika, segir Kristján.
Kristján segir mikilvægt að átta
sig á því að nærri þrír af hverjum
fjórum Íslendingum byrji leit að
vöru á netinu. Þess vegna sé mik-
ilvægt fyrir öll fyrirtæki, stór og
smá, að setja upp vef með góðum
texta, og hafa góða hugmynd um
þann hóp sem vill vera í viðskipt-
um við fyrirtækið. - bj
Kynna netið sem
markaðsmiðil
LEITAÐ Þrír af hverjum fjórum
Íslendingum byrja leit að vöru til að kaupa
á netinu, segir annar höfunda bókar um
markaðsmál á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Árangurinn hefur farið fram úr
björtustu vonum. Þróunin á fyr-
irtækjum sem hafa farið í gegn-
um Viðskiptasmiðjuna hefur verið
ótrúleg,“ segir Svanlaug Jóhanns-
dóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköp-
unarmiðstöðinni Klaki. Klak
stendur að Viðskiptasmiðjunni,
sem er námsbraut á háskólastigi
með það að markmiði að fyrir-
tæki verði til og fari í rekstur á
meðan á námi aðstandenda stend-
ur. Í næstu viku verður fyrsta
útskriftin en nemendurnir hófu
ýmist nám haustið 2008 eða um
áramótin síðustu.
Svanlaug segir þá sem koma í
námið vera komna með hugmynd
að fyrirtæki, sem sum hver séu
þegar í rekstri. Aðstandendur eigi
það sameiginlegt að vera tilbún-
ir til að taka leiðbeiningum og
þiggja sérfræðihjálp sem nýtist
þeim til að koma sínu fyrirtæki
áfram. „Það er svo mikil þekk-
ing til innan sprotafyrirtækja
en það er ekki hægt að finna alla
sérfræðiþekkinguna hjá einni eða
tveimur manneskjum og því er
námið mjög gagnlegt.“
Á fyrsta misseri námsins er
boðið upp á örnámskeið í ýmsu
sem snýr að fyrirtækjarekstri. Á
annarri önn fá fyrirtækin aðgang
að sérfræðingum á ólíkum svið-
um. Á síðustu önninni er boðið upp
á ráðgjafastjórn fyrir fyrirtækið
sem þá er komið í rekstur ef það
var það ekki fyrir.
„Það eru margir sem hafa
ekki trú á sprotastarfsemi. En ef
þú hefur trú á henni þá er mjög
hollt að koma sér á stað þar sem
fólk er tilbúið til að gagnrýna,“
segir Svanlaug og bendir á að í
raun sé erfitt að sjá fyrirfram
hvaða viðskiptahugmyndir slái í
gegn en hún sé mjög ánægð með
þau sem þegar hafa farið í gegn-
um námið. Þar á meðal eru Gog-
oyoko, Hafmynd, Trackwell og
Stjörnu-Oddi.
Nánari upplýsingar um námið
er að finna á www.klak.is.
Fyrsta útskrift úr
Viðskiptasmiðjunni
HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Fiskmarkaðurinn var stofnaður um það leyti sem fjármálakreppan tók að herða tökin víða um heim.
HREFNA SÆTRAN Yfirkokkur
Fiskmarkaðarins segir kreppuna ekki hafa
knúið dyra þar á bæ.
SKAPANDI STARF Svanlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Klaki, og Andri Heiðar
Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunarmiðstöðvar.
Veitingastaður Stig
1. Fiskmarkaðurinn 29
2. Sjávarkjallarinn 27
3. Hótel Holt 19
4. Grillið - Hótel Sögu 14
5. Austur-Indíafjelagið / La Primavera 12
FIMM VINSÆLUSTU
STAÐIRNIR
Leitum að eftirfarandi atvinnuhúsnæði:
Leitum að til leigu 150 fm. verslunarhúsnæði við Skeifu, Grensásveg eða Ármúla.
Leitum að til leigu 100-150 fm. skrifstofuhúsnæði með 3 lokuðum skrifstofu-
herbergjum í 108 Reykjavík
Leitum að til leigu 150-250 fm. skrifstofuhúsnæði með opnu rými, einni lokaðri
skrifstofu og fundarherbergi í 105 eða 108 Reykjavík.
Leitum að til leigu 250-300 fm skrifstofuhúsnæði með 3-4 aflokuðum rýmum
auk móttöku og fundarherbergi, miðsvæðis, ekki vsk húsnæði.
Leitum að til kaups fasteignafélögum eða húsnæði með leigusamningi. Kaupandi
til í að skoða yfirveðsettar eignir og eignir þar sem seljandi mundi taka eignina
á leigu sjálfur.
Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Atvinnueigna í 534-1020.
Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA,
löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali
Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur,
löggiltur leigumiðlari