Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 8
EYJÓLFUR ÞORBJÖRNSSON veðurfreeðingur: Veðurduflið Vorið 1976 liófst samvinna norsku og íslenzku veðurstofanna um tilrauna- rekstur sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar á hafsvæðinu suðvestur af Islandi. l'að, sem einkum hefur hvatt til jressarar samvinnu er í fyrsta lagi, að erfitt lielur reynzt að fá nægar og góðar veðurathuganir af hafsvæðinu suðvestur af íslandi, síðan hætt var að starfrækja veðurskipið Alfa á jjeim slóðum, og í öðru lagi, að norska veðurstolan, sem um áraraðir hefur stundað rekstur veðurdufla með ágætum árangri, bauð aðstoð sína til jjessarar tilraunar. Samið var svo um, að norska veðurstofan legði til dufl, legufæri, rafhlöður og öll tilheyrandi tæki, en að sú íslenzka sæi um að útvega farkost til jjess að koma stöðinni fyrir og taka liana upp. Ennfremur skyldi íslenzka veðurstofan annast móttöku og dreifingu á skeytum frá veðurduflinu. Þann 15. maí 1976 var fyrsta veðurduflið sjósett um 210 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á 61,8° N og 29,1° V. Með ágætri aðstoð Landhelgisgæzlunnar tókst sjósetning duflsins mjög vel. Smíði duflsins og tilheyrandi áhalda er norsk, en hún er að mestu leyti unnin at norsku veðurstofunni og Chr. Michelsens Institutt í Björgvin. Duflið sjálft er að mestu úr sterku trefjaplasti, en málmhlutar Jjess úr ryðfríu stáli. Að liigun er duflið nánast sfvalningur, 1 m í þvermál, en 7 m á lengd og stendur 2 m upp úr sjó. Neðan í duflið er fest legufærum, jjar sem efst eru járnteinar og jafnvægisplata, síðan langt polyprópylen-tó, cn neðst keðjur og akkeri. (Sbr. rissmynd.) Þar sem duflið hefur verið staðsett að undanförnu er dýpið um 1800 m. Efst á duflinu eru nokkur mælitæki til að mæla veðurjjætti eins og vindátt, vindhraða og lofthita. Þar er og sérstaklega útbúið loftinntak til loftsjjrýstings- mælinga, 5 m há lofnetsstöng og að lokum leifturlampi, sem stjórnast af ljós- nema, jjannig að jiegar birta fer undir ákveðin mörk lekur lampinn að senda leiftur með ákveðinni tíðni. Til mælinga á sjávarhita er skynjari í ytra byrði duflsins um 2 m undir sjávarmáli. Inni í duflinu eru um 100 rafhlöður, sem sjá ])ví fyrir orku vegna sendi- og móttökutækja, mælinga og leifturlampa. Rafhlöður jjessar endast að jafnaði í um j>að bil 6—8 mánuði. Mikilvægasti hluti veðurstöðvarinnar er sjálf stjórneiningin, sem er eins konar rafeindaheili. Tæki j>etta sér um að „lesa“ af mælum á réttum tíma og í réttri röð. Að lokinni hverri einstakri mælingu, breytir stjórntækið mæliniðurstfiðum sínum í tvenns konar tóna, háa og lága, og fellir ]>á inn í tvítölukerfi og sendir ]>á umsvifalaust út. Það eru einmitt slíkir tónar, sem mynda skeyti þau, sem frá veðurduflinu berast á j>riggja tíma fresti. Hvað viðvíkur vindáttarmælingum, J>á hefði maður haldið, að erfitt reyndist 8 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.