Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 25
GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON veðurfrteðingur: 10. þing norrænna veðurfræðinga Dagana 24.-27. ágúsi 1976 var þing norrænna veðurfræðinga haldið í Reykja- vík. Hafa slíkir fundir verið haldnir reglulega annað livert ár um nokkurt skeið, og var þessi sá 10. í röðinni. Er þetta í annað skipti, sem þingið er lialdið hér á landi, en samkvæmt þcirri venju, sem skapast hefur, kemur ]>að í hlut íslend- inga að halda þingið tíunda hvert ár. Fundir jjessir eru ætlaðir til að kynna rannsóknir á sviði veðurfræðinnar, sem unnið er að á Norðurlöndum, og ekki síður að auka persónuleg kynni og efla vináttubönd milli veðurfræðinga jrjóðanna fimm, sem að þinginu standa. Félag íslenskra veðurfræðinga sá um þinghaldið, og mæddi undirbúningur og stjórn mest á Páli Bergjrórssyni. Þingið sóttu að Jjessu sinni 80 erlendir veðurfræðingar: 9 Danir, 10 Finnar, 23 Norðmenn og 28 Svfar, auk íslendinga. Fundarseta íslendinga varð j)ó ærið slitrótt, en flestir jnnltu að sinna daglegum störfum að meira eða minna leyti. Fundir voru haldnir í Lögbergi, liúsi lagadeildar Háskóla íslands. Hófust Jjeir með því að Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, setti jjingið og bauð gesti vel- komna, en síðan voru flutt 34 erindi um hin margvíslegustu efni. Að loknu hverju erindi gafst fundargestum tækifæri til að spyrja fyrirlesarann í þaula, og urðu umræður oft hinar fjörugustu og lróðlegustu. Það yrði allt of langt mál að telja hér upp öll erindi, sem flutt voru, en til að gefa nokkra hugmynd um Jrau viðfangsefni, sem norrænir veðurfræðingar eru að lást við, skal reynt að stikla á stóru. Þess ber þó að geta að sú upptalning kann að vera nokkuð handa- hófskennd, ekki síst vegna jtess að höfundurinri átti jtess ekki kost að sitja nema lítinn hluta fundarins. Fyrstur á mælendaskrá var Carl Kolderup-Jensen, og sagði hann frá tilraunum, sem Norðmenn hafa unnið að um nokkurt skeið, með sjálfvirk veðurathugunar- dufl á hali úti. Hefur einu þessara dufla verið komið fyrir SV af íslandi, og má lesa um þá samvinnu, sem tekist liefur milli íslendinga og Norðmanna á jiessu sviði í grein Eyjólfs Þorbjörnssonar i jressu hefti. Annar Norðmaður, Svein M. Fikke, skýrði frá sérstökum veðurathugunum vegna olíuborpalla í Norðursjó, en venjulegar veðuratlmganir, sem fyrir voru, gáfu alls ekki nægar upplýsingar um á hvern hátt höfuðskepnurnar myndu ráðast gegn Jjessum nýstárlegu mann- virkjum. Sýndi hann fram á hvernig ítarlegar veðurathuganir sem þáttur í undir- búningi mannvirkjagerðar geta sparað stórfé og nefndi svimandi upphæðir J)ar að lútandi. Carla Karlstriim frá Svíj)jóð gerði grein fyrir hlut veðurfræðinnar í viðamikl- um rannsóknum, sem unnið er að J)ar í landi, á beislun vindorku. Loftmengun virtist vera eitt vinsælasta viðfangsefnið á þinginu. Voru flutt ein átta erindi, sem fjölluðu um j)að efni á einlivern hátt, og voru flytjendur VEÐRIÐ — 25

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.