Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 24
Agúst. Mest var um suðaustan átt í ágúst með áframhaldandi óþurrkum sunnan og vestan fands. Var þar mikið hrakið og flatt og sumt óslegið í mán- aðarlok. Hins vegar var sólrík og góð heyskapartíð á Norður- og Austurlandi. Þess var getið í veðurskeytabókinni frá Mánárbakka, að þar hafi sláttur hafizt hálfum mánuði seinna en venjulega en jafnframt verið lokið hálfum mánuði fyrr með ágætri verkun. September. Hlýindin í ágúst entust út fyrstu vtkuna í september á Norður- landi. Síðan varð svalara og eftir 20. var þar norðan átt og kuldatíð, síðustu dagana með hríðarhraglanda. Með þessari norðan átt komu góðir þurrkkaflar á Suður- og Vesturlandi. Náðist þá mikið af heyjum, að vísu lélegum. Uppskera á kartöflum var5 rýr. Október var miklur og góður um allt land. Svo segir í veðurskeytabókinni frá Hellu: „Mjög góð tíð, hægviðrasamt og hlýtt. Kemur jietta sér vel fyrir búendur, sem hafa fremur léleg ltey.“ Og frá Hvallátrum: „Mjög skemmtileg hausttíð og gras fellur seint. Snjólaust í byggð og á fjöllum. Á Mánarbakka: „Góður og aldrei snjóföl." Nóvember var í lieildina sæmilega hagstæður meðalmánuður. Á Suður- og Vesturlandi var mikil úrkoma, einkum fyrri hlutann, enda var suðlæg átl ríkj- andi fram til 13. Aðfaranótl 14. gekk til norðan áttar með frosti, en 15. og 16. voru köldustu dagarnir í mánuðinum. Síðari hlutann var áttin nokkuð breytileg en flesta daga frost. Mánuðinum lauk svo með norðan hvassviðri, snjókomu og jmngri færð á Norðurlandi. Desember var umhleypinga- og stormasamur. Mikil og tir skipti úr frosti í Jtíðu voru einkennandi, en vestlægar áttir tíðastar. Eftirfarandi lýsingar á desember eru teknar úr veðurskeytabókum: Frá Hvallátrum: Óstöðugur. Oft regn, snjór, frost og hiti sania sólarhringinn, en aldrei verulegur snjór. Hella: Sérstaklega umhleypingasamur, sífelldur snúningur. Stundum þíðviðri, stundum frost. Frá Hrauni á Skaga: Miklir umhleypingar, en mest suðvestan átt. Dálítil svell. Mánárbakki: Frámunalega umhleypingasamt. Skaðar urðu talsverðir á jrökum og slíku í vestan veðrinu 13.—14. Enn meiri urðu þó skemmdirnar á Vestfjörðum. Þar skemmdust t. d. bryggjur og hús á Suðureyri, í Onundarfirði og í Æðey. 24 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.