Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 14
fékkst niðurstaðan 878 mb. Þá má nefna að hæð 700 mb þrýstingsflatarins í auga Noru reyndist við fyrri mælinguna 2006 metrar eða nákvæmlega hin sama og hæð sama flatar í Idu 15 árum áður. Metjöfnun við Idu verður ]jví vart dregin í efa. 1 Monthly Weather Review septemberhefti 1976 greinir Charles R. Holliday svo frá nýju heimsmeti lágþrýstings, meti sem að vísu víkur aðeins 1 mb frá hinu fyrra, en um það fjallar einnig dr. Rodewald í aprílhefti Seeiuart 1977. Hinn 19. nóvember 1975 kl. 0843 GMT flaug veðurrannsóknaflugvél inn í auga felli- bylsins June, sent þá var um 425 krn vestur af eyjunni Guam (nánar tiltekið á 12,8° N og 141,3° A) og kastaði þar niður veðurkanna. Reyndist loftþrýstingur þar vera lægri en nokkru sinni áður liefur mælst við sjávarmál eða 876 mb. Hæð 700 mb þrýstingsflatar í auganu var einnig lægri en áður liefur mælst, 1984 metrar, 20 metrum lægri en í augum fellibyljanna Idu og Noru. Holliday færir rök að því, að veðurkanninn hafi ekki haldist í sjálfu auga fellibylsins á neðstu 300 metrum svifs síns niður, heldur lent í steypiregni skýjaveggsins hringlagaða, sem umlukti það. (Hið sama gerðist raunar einnig við mælingu á Noru 1973.) Ella hefði loftþrýstingur við sjávarmál orðið nokkrum mb lægri, sennilega 873 mb, en það er sét niðurstaða, senr fengist hefði með því að reikna til frá hæð 700 mb flatarins 1984 m í miðju augans samkvæmt aðferð kenndri við C. L. Jordan. En hann hefur fundið mjög góða fylgni, næstum línulega samsvörun, milli hæðar 700 mb (og 500 mb) þrýstiflatar og loftþrýstings við sjávarmál í augum felli- bylja. Onnur könnunarflugvél flaug inn í auga June 6 klst. síðar og varpaði einnig niður veðurkanna. Þá var hæð 700 mb flatarins 1999 m og loftþrýstingur við sjávarmál reyndist 877 mb. Að þessu athuguðu verður því að telja hið nýja heimsntet 876 mb staðfest. Fellibylur þessi var auk eindæma lágþrýstings sérkennilegur um margt. Storm- svið hans var fádæma víðáttumikið. Þannig náði svæði með 50 hnúta vindhraða eða meiri (10 vindstiga veðurhæð og þaðan af meira) allt að 370 km út frá miðju. Auga hans var óvenjulega lítið, aðeins 9 km í þvermál (auga Noru frá 1973 var tæpir 15 km). Innsti hringveggur skýjanna umhverfis það var 9 km þykkur og uppljómaður af eldingum, sem leiftruðu í sífellu. Eins og áður segir var könn- unarflugvél stödd í auga bylsins kl. 0843 GMT en þá var myrkur skollið á þar. Birtan af eldingunum umhverfis var svo skær, að unnt var að kanna sjólagið um 2000 metrum neðar. Utar ólmaðist svo annar sammiðja regnskýjahringur með steypiregni, 48 km í þvermál, og um tíma hinn þriðji 74 km í þvermál. Slík skýja- fyrirbæri, tveir eða þrír sammiðja hringir umhverfis augað, virðast helst koma fyrir í afar djúpum hitabeltislægðum og þá samtímis því að ofviðrið nær hámarki. Dýpkun fellibylsmiðjunnar var mjög ör eða 87 mb á 24 klukkustundum, þar af 52 mb á 11 klst., og ntældist áður greint lágþrýstingsmet tæpum tveim sólar- hringum eftir að June breyttist úr hitabeltisstormsveip í fellibyl. í fullar 36 klukkustundir hinn 19. og 20. nóvember 1975 var loftþrýstingur við sjávarmál í miðju fellibylsins Junc innan við 900 mb og fengust á því tímabili eftirfarandi niðurstöður í röð: 890, 876, 877, 897 og 899 mb. 1 4 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.