Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 9
Lof tnetsstöng Veðurclufl með legufærum. Ljósm. Niels Nergaard. að framkvæma slíkar athuganir á dufli, sem sífellt er á iði í úthafsöJdunum. Þetta atriði hefur verið leyst á þann veg, að kornið hefur verið fyrir í stjórn- einingunni tvöföldum áttavita, sem tengdur er við vindáttarmælinn. Þegar röðin kemur að þessum mælingum, þá gefur annar áttavitinn upj) segulnorður, en hinn segir til um stöðu vindhanans á því sama augnabliki. Með viðnámsmælingu getur stjórntækið síðan mælt liornið milli áttavitanna. Slíkar vindáttarmælingar eru gerðar þrisvar í liverri athugun og er meðaltal þeirra látið gilda. Boðum frá vindhraðamæli hefur stjórntækið safnað í sig í eina mínútu, áður en sending liefst á því orði, og það gildi er þá nteðalvindhraðinn þessa mínútu. Unnt er að fá athuganir frá duflinu að vild, því að í stjórneiningunni er mót- tökutæki, sem opið er allan sólarhringinn. Með því að senda því skipun úr landi eða skipi á ákveðinni tíðni og þá í sérstiiku skeytaformi (coded form) ræsist stiiðin. Skeytasendingar frá veðurduflinu nást yfirleitt mjög vel í allt að 300 sjómílna fjarlægð við meðalskilyrði. Lagðar eru saman tölur liáu tónanna tir tvítölukerfinu til þess að fá út mæli- gildi duflsins ,en með því að slá þessu gildi upp í til þess gerðum töflum fæst raunveruleg mæliniðurstaða fyrir þetta orð. Duflið sendir 12 slík skeytaorð fyrir hin ýntsu atriði, sem mæld eru. Þessi atriði eru: Vindhraði, vindátt (3svar sinn- VEÐRIÐ -— 9

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.