Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 20

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 20
Rústir síldarverksmiðjunnar í Neskaupstað eftir snjójlóð i Aesember 1974. Lengst til vinstri A myndinni er svartolíutankur sem barst a. m. k. 100 metra með flóðinu. Ljósm. Gunnar Steinn. einnig samvinnu við „miðstöðina" og svæðisstöðvar, en þaft' eru Vegagerð ríkisins, Póstur og sími, Rafmagnsveitur rikisins, o. fl. Vegna starfsemi sinnar urn land allt eiga þessar stofnanir auðvelt með að safna' upplýsingum um snjóflóð jafn- ófSum og þau falla, skrá þau til notkunar fyrir „miðstöð" og veita svæðisstöðvum upplýsingar jafnóðum. Síðastliðinn vetur voru gerðar tilraunir með skráningu snjóflóða á nokkrum stöðum á landinu. Liggja fyrir sýnishorn af slíkri upplýs- ingasöfnun frá ísafirði. I þessum tiliögum er einkunt fjallað unt rannsóknir og viðvaranir. Hilt er Jtó ekki síður mikilvægt að við skipulag á nýrri byggð verði fyllsta tillit tekið til snjóflóðahættunnar og Jtví er embætti skipulagsstjóra ríkisins sérstaklega nefnt í tillögugerðinni. Einnig er hugsanlegt að reynt verði að byggja mannvirki til varnar snjóflóðum á hættustöðum. I Noregi og Sviss hafa verið gerð nákvæm landakort Jtar sem landinu er skipt niður í hættulaus svæði og mismunandi hættuleg svæði. Vafalaust væri skynsam- legt að feta í fótspor Jtessara Jtjóða og setja síðan eins og þar er gert mismun- andi hömlur á byggingastarfsemi og búsetu eftir eðli liættusvæðanna. Vafalaust yrðu ekki allir sáttir við slíka kortagerð, Jtar sent hún hefði væntanlega áhrif á gangverð bygginga og lóða, en Ijóst er að slík kort og skynsamlegar bygginga- reglur byggðar á Jreim gætu orðið til þess að stórslysum yrði afstýrt og Jtað ættum við að vera menn til að láta sitja í fyrirrúmi. 20 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.