Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 22
KNÚTUll KNUDSEN: Árið 1975 Janúar var bæði kaldur og stormasamur. Á norðanverðu landinu svo og á Austurlandi var snjóþungt, erfið færð, og oft vond veður. Sunnan lands var lítill snjór, en á Hellu t. d. var oft mold- og sandfok. Skemmdir af völdum veðurs, einkum Iivassviðris, urðu víða um land og oft á skipum, lnisum og línum. Febrúar var hlýr um allt land. Hann var snjóléttur og talinn hagstæður bæði til sjós og lands. Vindátt var mest suðlæg og því var fremur vætusamt á Suður- og Vesturlandi. Á norðaustanverðu landinu var úrkomulítið. Um miðjan mánuð- inn fauk hús af grunni í Stykkishólmi og allmargir bátar skemmdust í liöfnunum á Rifi og í Njarðvík. Marz. Veðráttan í marz var óstöðug. Norðlæg átt var einkum ríkjandi fram til 10. og svo aftur í síðustu vikunni. Urkoman var í minna lagi, einkum suð- austan til. Fremur var mánuðurinn kaklur. Tíð var talin sæntileg sunnan lands en verri fyrir norðan og á Vestfjörðum. Apríl var og í kaldara lagi og tíð talin heldur léleg, einkum fyrir norðan. I 22 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.