Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 19
kvæma hér á landi nokkurn veginn tafarlaust. Snjóflóðanefnd náði þó ekki þessu meginmarkmiði sínu því að tillögur liennar liafa enn ekki verið framkvæmdar að neinu leyti (október 1977) og heldur liljótt hefur verið um snjóflóðamál síðasta árið. Tillögur nefndarinnar hafa þó verið gefnar út fjölritaðar, en þar sem það fjölrit er sjálfsagt ekki nema í fárra manna liöndum er ekki úr vegi að Veðrið kynni þær lesendum sínum. Nefndin lagði til að miðstöð snjóflóðarannsókna yrði á Veðurstofunni, en jafn- framt yrði komið ujrp nokkrum svæðisstöðvum þar sem snjóflóðahætta er mest. Það liggur beinast við að miðstöð snjóflóðarannsókna sé á Veðurstofunni. Þar er fólk á vakt allan sólarlninginn og þangað berast tilkynningar um veður og veðurbreytingar á j->riggja tíma fresti alla daga ársins. Þangað berast því þær fréttir sem gælu orðið tilefni aðvarana um aukna snjóflóðahættu í tilteknum landshlutum. A Veðurstofunni er einnig að finna allar veðurathuganir sem gerðar hafa verið á skipulegan hátt á landinu í meira en eina öld, þannig að jtar er auðveldast að skoða það veðurlag sem valdið hefur snjóflóðum á fyrri tíð. I heild voru tillögur nefndarinnar þannig: a) A Veðurstofu íslands sé miðstöð atliugana og þar verði ráðinn vel mennt- aður starfsmaður, sem afli sér víðtækrar þekkingar á snjó og snjóflóðum. í miðstöðinni fari fram söfnun og úrvinnsla gagna, leiðbeiningastarfsemi fyrir svæðastöðvar, undirbúningur snjóflóðaspáa, o. fl. b) Á nokkrum stöðum úti á landi, ]tar sem snjóflóðahætta er mest, verði svæðis- stöðvar, þar sem íylgst er með ástandi og magni snævar, hengjumyndun, veðurfari, o. s. frv. Stöðvum þessum sé stjórnað af Almannavarnanefndum á svæðunum í sam- ráði við sérfræðing Veðurstofunnar. Auk þess að senda skýrslur til miðstöðvarinnar í Reykjavík gæfu svæðisstöðv- arnar Almannavarnanefndum upplýsingar um ástandið og vöruðu við yfir- vofandi hættu, eftir því sem unnt er. Með yfirstjórn snjóflóðaathugana fari ráðgjafarnefnd. I henni eigi eftirfarandi stofnanir fulltrúa: Veðurstofa íslands, Raunvísindastofnun háskólans, Almanna- varnir ríkisins, Skipulagsstjóri ríkisins, Samband íslenskra sveitarfclaga, Viðlaga- trygging. Aðalstarf nefndarinnar verði niðurröðun verkefna, gerð fjárhagsáætlana og leiðbeiningar til þeirra sem áforma að koma upp varnarvirkjum. í náinni samvinnu við miðstöðina á Veðurstofunni eru auk svæðisstöðvanna 3 stofnanir, sem málið varðar sérstaklega. a) Raunvisindastofnun háskólans, sem hefur með höndum visindalegar rann- sóknir á eiginleikum snævar, afli snjóflóða, o. s. frv. b) Skipulagsstjóri rikisins, sem taka þarf tillit til hættusvæða við skipulag. c) Almannavarnir rikisins, sem gera þurfa áætlanir um björgun og varúðarráð- stafanir á liættusvæðum. Loks er gert ráð fyrir, að nokkrar stofnanir, sem hagsmuna eiga að gæta, hafi VEÐRIÐ — 1 9

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.