Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 1

Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 3. desember 2009 — 286. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 NÆRFATATÍSKA SONIU RYKIEL sem hún hefur hannað fyrir verslunarkeðjuna H&M var frumsýnd á tískupöllum í París í vikunni. Á sviðinu var mikið um dýrðir, heill Eiffel-turn, parísarhjól, róla og óteljandi ljós. Fremst í flokki fyrirsætna fór Lily Cole, sem hélt í beislið á risastóru hestshöfði. „Í raun eru eftirlætisflíkurnar mínar hlýja, gleði og góð lykt,“ segir Tinna Kristjánsdóttir glað-lega þegar hún er innt eftir fata-stíl sínum. „Á myndinni er éghins vegar í ull f í gamla Fálkahúsinu á Suðurlands-braut.“ Ullarpeysuna og -sjalið keyptiTinna á útsölumark ðiN Tinna mun föndra skraut-ið sitt fram að jólum en f iáramót b Í ull frá toppi til táarTinna Kristjánsdóttir velur fötin sín út frá því hvort þau haldi á henni hita. Einkum og sér í lagi heldur hún upp á handstúkur sem ylja henni við jólaskrautsgerðina sem hún stundar grimmt. Tinna Kristjánsdóttir í ullarpeysu, með ullarsjal og ullarhandstúkur sem hún heldur mikið upp á. „Ullin heldur í mér lífinu þessa dagana,“ segir leikkonan upprennandi en Tinna stefnir á leiklistarnám í New York á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Augnháralitur og augnbrúnaliturTana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!!Plokkari með ljósi VEÐRIÐ Í DAG TINNA KRISTJÁNSDÓTTIR Klæðist hlýrri ull frá toppi til táar • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS JAKKAFÖT Vönduð, flott og henta við ólík tilefni Sérblað um jakkaföt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Skynsemin að leiðarljósi Verslunin Pfaff var stofnuð fyrir 80 árum. TÍMAMÓT 38 SÉRBLAÐ • FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 JAKKAFÖT Mannréttindaráðuneytið „Í þessu ljósi þarf að skoða andstöðu ríkisstjórnarinnar við að fela óháðum erlendum mönnum rannsókn hrunsins,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 26 Seljabraut Hólsfjallahangikjöt á www.jolamjolk.is Frábærir vinningar! Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik Belja & hlið GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! Ó · 1 29 64 FJÁRMÁL Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans,“ segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverk- efnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri stað- festir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bank- inn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækj- um. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði. - kóp NIB hækkar vexti umtals- vert til íslenskra lánshafa Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur tilkynnt íslenskum lánshöfum um hækkun vaxta á lánum. Ber við verra lánshæfismati. Fjármálaráðherra tekur málið upp á fundi norrænna fjármálaráðherra. Hvasst norðvestan til Í dag má búast við strekkingi eða allhvössum vindi norðvestanlands en hægari vindi annars staðar. Norðan til eru horfur á snjókomu, slyddu norðaustanlands og skúrum SA-til. VEÐUR 4 2 -2 0 2 3 Vill fleiri skattþrep Skattkerfið á Íslandi er það hægri- sinnaðasta af skattkerfum allra efnaðra ríkja innan OECD, skrifar Jón Steinsson, lektor í hagfræði UMRÆÐAN 34 Á leið til Öster FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson mun væntanlega semja við sænska félagið Öster í dag. ÍÞRÓTTIR 62 UNNIÐ AF KRAFTI Guðjón Árnason var niðursokkinn í vinnu sína þegar Fréttablaðið bar að garði í gær. Hann pússaði þetta fagra tré af miklum móð en gaf sér þó tíma til að sitja fyrir á mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Starfsmenn handverkstæð- isins Ásgarðs í Álafosskvosinni vinna nú hörðum höndum að undirbúningi síns árlega jóla- markaðar, sem haldinn verður á laugardag. Þar verður handverk starfsmanna selt og sýnt, auk þess sem KK treður upp í kaffi- salnum. „Við erum alltaf í jólaskapi allt árið,“ segir Óskar Albertsson, talsmaður Ásgarðs. Hann á von á því að mikill fjöldi leggi leið sína í kvosina á laugardag venju samkvæmt. Þar verður hægt að kaupa smíðisgripi í jólapakkana, bæði listmuni og leikföng. - sh / sjá síðu 18 Mikið annríki einkennir starfsemi Ásgarðs í Mosfellsbæ fyrir jólin: Selja listmuni í bílförmum SAMFÉLAGSMÁL Aðstæður kvenna frá löndum utan Evrópska efna- hagssvæðisins sem leita ásjár Kvennaathvarfsins eru verri en kynsystra þeirra frá lönd- um innan svæð- isins. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Hildar Guð- mundsdóttur á aðstæðum og upplifun kvenna af erlend- um uppruna sem leita til Kvennaathvarfsins. Hildur segir erlendar konur utan EES á valdi maka sinna fyrstu árin sem þær hafi dvalar- leyfi hér. Nauðsynlegt sé að finna úrræði fyrir þær, sem fastar eru í viðjum ofbeldisfullra sambanda. Dæmi er um að tvær konur af erlendum uppruna hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna sama mannsins. - jab / sjá síðu 10 Misgóðar aðstæður kvenna: Konur fastar í viðjum ofbeldis HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.