Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 6

Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 6
6 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Ásta Magnúsdóttir var í gær skipuð í embætti ráðu- neytisstjóra mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis frá og með síðustu mánaðamótum. Ásta Magnúsdóttir lauk LLM- prófi í Evrópurétti frá Háskól- anum í Leicester á þessu ári en embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem skrifstofustjóri hjá EFTA í Brussel og stýrt þar þætti sem snertir rekstur EES- samningsins. 25 umsóknir bár- ust um embættið. Ásta tekur við af Þórhalli Vilhjálmssyni sem gegndi því tímabundið eftir afsögn Baldurs Guðlaugssonar. - pg Nýr ráðuneytisstjóri: Frá EFTA til menntamála- ráðuneytisins 300 milljónir til forvarna Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands hefur greitt út 300 milljónir króna til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ. Mælst er til þess að fénu verði varið til forvarna og brunavarna. Jóladagatöl Umferðarstofu Í ár er Umferðarstofa með tvö rafræn jóladagatöl. Annað dagatalið er sér- staklega ætlað grunnskólanemendum en það má finna á vefnum www. umferd.is. Jóladagatal ætlað eldri krökkum og fullorðnum verður á vef Umferðarstofu www.us.is. Á hverjum degi verða heppnir vinningshafar dregnir út. ÖRYGGISMÁL Nýr fulltrúi í landsdóm Nýr varamaður í landsdóm verður kos- inn á Alþingi í dag. Unnur Brá Konráðs- dóttir hefur verið varamaður síðustu fjögur árin en hún situr nú á þingi. ALÞINGI HEILBRIGÐISMÁL „Ég óttast að hluti af fórnarkostnaði kreppunnar hjá okkur verði lenging biðlista að nýju,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Biðlistar á sjúkrahúsum fyrir nær allar valdar skurðaðgerðir hafa verið að styttast og staðan er almennt góð, samkvæmt október- tölum frá Landlæknisembættinu. Má sem dæmi nefna að langur biðlisti var fyrir hjartaþræðingar á Landspítala á árunum 2007 og 2008 en sá biðlisti er nú nær horf- inn. „Við verðum að minnka fram- boð á þjónustu eins og á svokölluð- um valaðgerðum,“ segir Björn. Laun eru langstærsti útgjalda- liður Landspítalans. Björn segir að á næsta ári sé fyrirsjáanlegt að starfsfólki fækki um 200 manns. „Við höfum sagt að helmingi þeirr- ar tölu verði náð með starfsmanna- veltu. Í jafn sérhæfðri starfsemi og okkar er það erfitt en reynt verður að fara þessa leið í stað uppsagna.“ Öll laun á Landspítalanum hafa lækkað á þessu ári nema þeirra launalægstu. Það felst í ger- breyttri starfsemi. Öll þjónusta hefur verið minnkuð um kvöld og helgar. Launalækkanir eru mis- jafnlega miklar eftir stéttum. Meðaltalið er sjö til tíu prósent, segir Björn. Önnur afleiðing niðurskurðar- ins, og breytinga af hans völdum innan Landspítalans, sem orðið hefur vart við að undanförnu er landflótti fagfólks: lækna, hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. „Þetta er vissulega byrjað. Ég finn það innan spítalans og mér er sagt að rót sé komið á fólk. Það er verið að bjóða í unga fólkið okkar og sú eftirspurn kemur aðallega frá Norðurlöndunum. Það er gert með því fororði að menn vilji bjarga fólki frá því ástandi sem hér er,“ segir Björn. Björn nefnir dæmi um að ekki þurfi mikið til að auka þrýsting- inn á menntað starfsfólk spítal- ans. „Síðasta holskeflan sem reið hér yfir var í kjölfar frétta um að McDonald‘s væri að fara úr landi. Þá sáu menn ástæðu til að reyna að „bjarga“ fólki frá aðstæðum sínum. Þetta hangir allt saman.“ Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær borgar spítalinn nokkur hundruð milljónir í dráttarvexti á næsta ári vegna skulda við birgja. Björn hefur bent á að á sama tíma og LSH skuldi fyrirtækjum fé standi þau frammi fyrir lokun af hálfu opinberra aðila vegna vanskila á virðisaukaskatti. svavar@frettabladid.is Hætt við að kreppan lengi biðlista að nýju Forstjóri Landspítalans óttast að biðlistar eftir aðgerðum lengist að nýju vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Síaukinn þrýstingur er á starfsfólk spítalans að þiggja störf erlendis. Starfsfólki fækkar að líkum um 200 manns árið 2010. FRÁ LANDSPÍTALA Mikill missir er af hverjum vel menntuðum heilbrigðisstarfsmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐBURÐIR Embla Ágústsdóttir er handhafi Kærleiks- kúlunnar 2009. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti Kærleikskúluna, sem nefnist Snerting og er eftir Hrein Friðfinnsson, í Listasafni Reykavíkur í gærmorgun. „Kærleikskúlan er veitt framúrskarandi fyrirmynd á ári hverju. Okkur hjá Styrktarfélaginu þykir Embla hafa skarað fram úr á árinu með því að vekja athygli á málefnum fatlaðra en einnig með því að hvetja fólk til þess að hafa trú á eigin getu,“ segir í tilkynningu Styrktarfélagsins. „Embla hefur á engan hátt látið hreyfihömlun sína hindra sig í að lifa lífinu til fulls og ná háleit- um markmiðum sínum í námi og starfi. Með því að miðla af reynslu sinni og lífssýn hefur hún unnið að því að breyta viðhorfum til fatlaðra og fengið fólk til að skilja að þó að hreyfihömlun sé sannarlega áskor- un sé hún ekki endilega hindrun eða afsökun,“ sagði María Ellingsen leikkona þegar hún afhenti Emblu Kærleikskúluna í gær. Í ræðu sinni fjallaði María meðal annars um mikil- vægi kærleikans og rifjaði upp að hann hefði verið valinn á þjóðfundinum 14. nóvember síðastliðinn sem eitt þeirra gilda sem þjóðin vildi hafa að leiðarljósi í samfélaginu. - óká FRÁ AFHENDINGU María Ellingsen leikkona afhendir Emblu Ágústsdóttur Kærleikskúluna 2009 í Listasafni Reykjavíkur. Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, blessaði kúluna fyrir afhendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snerting, Kærleikskúlan 2009, var afhent með viðhöfn í gær: Hefur breytt viðhorfum til fatlaðra DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að Sigríður Ingvars- dóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, viki sæti í máli Guð- mundar Kristjánssonar gegn Árna Mathiesen, fyrrum ráðherra og íslenska ríkinu. Krafan um að Sigríður viki sæti kom frá Árna og ríkinu í kjöl- far ummæla Sigríðar á Morgun- vakt Útvarpsins 15. janúar 2008. Ummælin eru sögð til þess fallin að unnt væri að draga óhlutdrægni Sigríðar í efa sem dómara í málinu, en þau hafi verið viðhöfð í beinum tengslum við þá ákvörðun Árna, sem setts dómsmálaráðherra, að skipa Þorstein Davíðsson í emb- ætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Guðmundur var meðal umsækj- enda um dómaraembættið og að áliti sérstakrar matsnefndar hæf- ari en Þorsteinn til starfans. Þegar Þorsteinn var engu að síður skip- aður í embættið ákvað Guðmundur að stefna ríkinu og Árna Mathie- sen. Tölvuvert var fjallað um skip- an Þorsteins í embættið á sínum tíma, en hann er sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætis- ráðherra og seðlabankastjóra. Í dómi Hæstaréttar er Guð- mundi gert að greiða kærumáls- kostnað ríkisins og Árna, alls 150 þúsund krónur. - óká ÁRNI MATHIESEN Í árslok 2007 tók Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson fram yfir þrjá umsækj- endur sem matsnefnd taldi hæfari til að gegna embætti dómara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Átti að víkja sæti í máli vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í dómaraembætti: Vanhæfisúrskurður staðfestur EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar hækkaði um 4,6 pró- sent frá desember í fyrra til dagsins í dag. Vinnuliðirnir hækkuðu um 1,2 prósent en efnis- liðir um 7,5 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Hreinir vinnuliðir lækkuðu á árinu um 2,1 prósent, og munar þar mestu um áhrif tímabund- innar endurgreiðslu virðisauka- skatts á byggingarstað, en hún hækkaði úr 60 í 100 prósent. Þá er núna endurgreiddur virðis- aukaskattur á þjónustu hönnuða og eftirlitsaðila. Blandaðir liðir hækkuðu hins vegar um 15,5 prósent. - kóp Vísitala byggingarkostnaðar: Kostnaður við byggingar eykst FRÁBÆRLEGA UNNIN ÆVISAGA saga Runólfs Sveinssonar sandgræðslustjóra og algerðar Halldórsdóttur tir Friðrik G. Olgeirsson.f læsileg bók um merkaG frumkvöðla. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Höllin Seltjarnarnes Kaplakriki Ásvellir Akureyri - Valur Grótta - Fram FH - HK Haukar - Stjarnan 2009 - 2010 19:00 19:30 19:30 19:30 A u g lý si n g as ím i – Mest lesið Það er verið að bjóða í unga fólkið okkar og sú eftirspurn kemur aðallega frá Norðurlöndunum.“ BJÖRN ZOËGA FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS Myndir þú draga úr Icesave- kröfunum ef þú værir í sporum Breta og Hollendinga? Já 63,1 Nei 36,9 SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að kæra þá frambjóðend- ur til Alþingis sem ekki skila fjárhagsuppgjöri samkvæmt lögum? Segðu skoðun þína á Visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.