Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 3. desember 2009 19 Málvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn úr Þjóðhátíðarsjóði, en tilkynnt var um úthlutanir í Þjóðmenningarhúsinu í fyrra- dag. Alls bárust Þjóðhátíðarsjóði 259 umsóknir um styrki að fjárhæð samtals 350 milljónir króna. Sjóðurinn veitti 65 styrki og nema þeir samtals 33,9 milljónum króna. Málvísinda- stofnun fær 1,5 milljónir króna til að safna málheimildum hjá fólki sem tók þátt í mállýskurannsókn Björns Guðfinnssonar á fimmta áratug síðustu aldar og til rannsóknar á íslensku nútímamáli á níunda áratug 20. aldar. Sex verkefni fengu einnar milljónar króna styrk hvert. Víkin – Sjóminjasafnið í Reykja- vík fékk styrk til að loka dráttar- og lóðs- bátnum Magna til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Ólafsdalsfélagið fékk styrk til að endurreisa Ólafsdal í Dölum, fyrsta búnaðarskóla landsins, sem starfaði frá 1880 til 1907. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fékk tvo einnar milljónar króna styrki. Annars vegar til að þróa áfram bragarháttaein- ingu og lagaeiningu í Braga – óðfræðivef. Hins vegar til að skrá stafrænt um 250 af 1100 hand- ritum í vörslu Árnastofnunar í Reykjavík. Ljósmyndasafn Reykjavíkur fékk milljón króna styrk til að skanna inn úrval af ljósmyndum atvinnuljósmyndarans Péturs Thomsen. Loks fékk Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar styrk til að lagfæra hús í eigu Reykhólahrepps og setja upp safn báta, verkfæra og annarra muna sem tilheyra bátasmíði sem og endursmíða gamlan bát sem verður til sýnis á safninu. - th Þjóðhátíðarsjóður veitti 65 styrki fyrir samtals um 34 milljónir króna: Málvísindastofnun fær hæsta styrkinn Tónleikar til styrktar Borghildi Guðmundsdóttur, sem berst fyrir forræði tveggja drengja sinna, sem nú eru hjá föður sínum í Banda- ríkjunum, verða haldnir á Class- ic Rock-veitingastaðnum í Ármúla klukkan níu annað kvöld. Mál Borghildar vakti þó nokkra athygli fjölmiðla síðastliðið sumar en þá kvað bandarískur dómstóll upp úrskurð sem skikkaði hana til að snúa til Bandaríkjanna með syni sína. Þar stendur hún nú í for- ræðismáli og er lögfræðikostnað- ur vegna þess kominn í 400 þúsund krónur. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru: Dark Har- vest, Chernobil, Fjandakornið og Storyteller, Morgan Kane og Gunni Bjarni og félagar. Þeim sem vilja veita Borghildi fjárhagslegan stuðning er einnig bent á banka- reikninginn: 0323-26-004436 (kt. 290976-4219). - th Styrktartónleikar í Ármúla: Berst fyrir for- ræði barnanna Styrkur til blindra og sjónskertra nemenda til náms við Háskóla Íslands verður veittur í þriðja skiptið í dag, á alþjóðadegi fatlaðra. Styrkurinn er veittur úr Þórs- teinssjóði og afhendir Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísinda- sviðs, styrkinn við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi. Að þessu sinni er hálf milljón króna til úthlutun- ar sem Blindravinafélag Íslands lagði fram. Þórsteinssjóður var stofnaður af Blindravinafélaginu í desember árið 2006. Sjóðurinn er hinn fyrsti sinnar tegundar hérlendis en til- koma hans hefur aukið möguleika blindra og sjónskertra til háskóla- náms. Sjóðurinn er til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Auk þess að veita styrki til náms er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn. Sérstök áhersla er lögð á styrki til rannsókna í félags- og hugvísindum, sem falla að tilgangi sjóðsins. - th Alþjóðadagur fatlaðra: Blindum og sjónskertum veittur styrkur ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs og styrkþegar. Opið í útibúinu í Kringlunni til klukkan 21 í kvöld Komdu og kynntu þér úrræði vegna húsnæðis- og bílalána Að undanförnu höfum við kynnt úrræði með það að markmiði að auðvelda viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins. Má þar nefna höfuðstólslækkun og greiðslujöfnun fyrir einstaklinga á: • verðtryggðum húsnæðislánum • erlendum húsnæðislánum • bílalánum og bílasamningum Úrræðin henta viðskiptavinum misvel og við viljum hjálpa þér að vega og meta kosti þeirra og galla. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum að setjast niður með starfsfólki okkar í kvöld og fara ítarlega yfir þau úrræði sem eru í boði. Ekki verður opið hjá gjaldkerum. Allir viðskiptavinir Íslandsbanka velkomnir.HV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -2 0 8 3 Starfsfólk okkar í Þjónustuverinu verður einnig við símann til kl. 21 í kvöld. Síminn er 440 4000. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var einróma endurkjörinn sem formaður Bernarsamningsins á árlegum fundi aðildarríkja sam- bandsins í Bern nýlega. Bernarsamningurinn, samn- ingur um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu, er þrjátíu ára. Fundur- inn samþykkti sérstaka yfirlýs- ingu, The Bern Declaration, um framtíðaráherslur á sviði nátt- úruverndar í tengslum við ár Sameinuðu þjóðanna, 2010, um líffræðilega fjölbreytni. Fundurinn í ár markaði tíma- mót þar sem aðildarríkin urðu fimmtíu með aðild Bosníu-Herse- góvínu, Svartfjallalandi og Georgíu. - shá Bernarsamningurinn 30 ára: Jón Gunnar endurkjörinn JÓN GUNNAR OTTÓSSON Forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar hefur verið endur- kjörinn formaður Bernarsamningsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.