Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 20
20 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Atvinnumál Atvinnuleysi er alvarlegt mál og takast þarf á við það af sameiginlegum krafti sveitarfélaga og ríkis, segir Oddný Sturludóttir. Hefð- bundnar framkvæmdir eru ekki endilega besta lausnin heldur geta forvarnaverk- efni og frístundaátak skilað samfélaginu meiru. Níu prósent Reykvíkinga voru atvinnulaus í lok október, eða ríflega 6.300 manns. Rík þörf er á að bregðast við þessu mikla atvinnuleysi með aðgerðum og verkefnum sem stuðla að virkni atvinnulausra og vinna gegn nei- kvæðum afleiðingum atvinnu- leysis, segir Oddný Sturludóttir formaður atvinnumálahópsins og borgarfulltrúi Samfylkingar- innar. „Þetta er risavaxið sam- félagslegt verkefni sem aldrei næst árangur í nema við snúum bökum saman og hugum að fleiri og fjölbreyttari lausnum.“ Viðhald betra en nýbyggingar Í skýrslu atvinnumálahópsins, Leiðbeinandi viðmið um forgangs- röðun í atvinnumálum, sem kynnt var í borgarstjórn í fyrradag, eru nýstárlegar tillögur að forgangs- röðun fjármagns til að bregðast við atvinnuleysi í Reykjavík. Í henni kemur fram að þó að margt mæli með því að örva atvinnulífið með verklegum framkvæmdum sé viðhald mannvirkja í mörgum tilvikum betri kostur en nýbygg- ing. Verklegar framkvæmdir séu nefnilega takmarkaðar að ýmsu leyti sem tæki til atvinnusköpun- ar. Þær kalli á kaup og notkun á innfluttum tækjum og hráefni en það fé leiði ekki til atvinnusköp- unar. Þá skapi verklegar fram- kvæmdir störf fyrir karla frekar en konur. Viðhald mannvirkja sé í mörg- um tilvikum betri kostur en nýbygging, en dregið hefur úr fjármagni til viðhalds, bæði fast- eigna og gatna, um nær helming á tveimur árum. Það telur Oddný vera áhyggjuefni. „Borgarstjórn Reykjavíkur hefur markað skýra stefnu un að forgangsraða beri fjármagni til mannaflsfrekra verkefna. Þó hefur það ekki legið fyrir með skýrum hætti hver skilgrein- ingin er á mannaflsfreku verk- efni. Nær væri að tala um fram- kvæmdir eða verkefni sem skapa flest störf fyrir hverja fjárfesta krónu. Skoða verður alla virðis- keðjuna með tilliti til atvinnuleys- is og samsetningar hópsins sem atvinnulaus er. Bygging nýrra húsa leiðir til rekstrarkostnaðar síðar meir,“ segir Oddný, sem þó vill leggja áherslu á að þeir leik- og grunnskólar sem sé á stefnu- skrá að byggja rísi sem fyrst. „Á tímum atvinnuleysis er nauðsyn- legt að vega og meta hver virðis- aukinn af framkvæmdum er áður en ráðist er í þær.“ Samfélagsleg verðmæti forvarna Með virðisauka er átt við samfé- lagslegan hag eða gróða af fram- kvæmdinni í framtíðinni. Oddný bendir á að auðveldara sé að setja upp reikningsdæmið þegar fjall- að sé um húsbyggingar og vegi. Erfiðara geti verið að meta ýmiss konar óefnisleg verkefni sem tengist til dæmis forvörnum, menntun og virkni ungs fólks, frí- stundum og velferðarmálum. Slík verkefni geti skilað af sér mikl- um samfélagslegum verðmæt- um og komið í veg fyrir kostnað í framtíðinni. „Það borgar sig að hugsa vel um ungu kynslóðina,“ segir Oddný, sem vel getur séð fyrir sér að umfangsmikið forvarnar- og frí- stundaátak meðal ungs fólks eigi að falla undir mannaflsfrek verk- efni. Sama gildi um verkefni sem snúi að því að ná til ungs atvinnu- lauss fólks og auka virkni þess og menntun. „Þannig verkefni fælu í sér að ráða þyrfti fjölda fólks til að halda utan um verkið og þau væru gríðarlega góð fjárfesting í unga fólkinu okkar.“ Í skýrslunni er bent á að hag- nýtur vandi fylgi arðsemisreikn- ingum af þess háttar verkefn- um, því aðferðir skorti til þess að mæla skýr orsakatengsl á milli fjárfestinga á þessum sviðum og framtíðartekjustreymis. Hins vegar er bent á að til að mynda í Finnlandi hafi samdráttur í opin- berum rekstri samfélagið á endan- um kostað meira en það hefði kost- að að skapa atvinnu fyrir fleira fólk. Þar duttu nefnilega ein- staklingar út af atvinnumarkaði og komust ekki inn á hann aftur, með tilheyrandi fjárhagslegum kostnaði. Ný störf henti konum sem körlum Oddný bendir einnig á að huga þurfi að því að störfin sem skapist við verk á vegum borgarinnar þurfi að henta jafnt körlum sem konum. Karlar vinni flest störf í byggingariðnaði og þó að þar sé mikið atvinnuleysi núna sem þurfi að bregðast við verði líka að skapa störf sem nýtist konum. „Þróun atvinnuleysis er líka þannig að það bitnar fyrr á körl- um en verður meira langvarandi hjá konum,“ segir Oddný. Hún bindur vonir við að viðmið- in verði höfð til hliðsjónar í fjár- lagagerð borgarinnar næsta ár. Enn fremur bindur hún miklar vonir við að borgin og ríkið taki saman höndum í baráttunni við atvinnuleysi. Sú samvinna gæti skilað miklum árangri. „Ég vil sjá borg og ríki móta sér samvinnu- áætlun hið fyrsta, við berum öll í sameiningu ábyrgð á fólkinu okkar.“ Hún nefnir sem dæmi að borgin komi í auknum mæli að verkefni þar sem starfsmenn væru á atvinnuleysisbótum en borgin greiddi á milli samkvæmt launataxta. Einnig sé vænlegt að koma á fót starfsþjálfunar- störfum, sem nýttust til dæmis þeim sem væru nýbúnir í námi en kæmu að lokuðum dyrum í atvinnuástandinu núna. „Það þarf að halda ungu fólki virku og huga að menntun þess. Dæmin sanna að ef það er ekki gert ber samfélagið á endanum mikinn kostnað af.“ Forvarnir samfélagslega verðmætar ■ Níu prósent Reykvíkinga voru á atvinnuleysisskrá í októberlok, eða 6.374. Næst fjármálastarf- semi var byggingarstarfsemi sú atvinnugrein sem efnahags- hrunið hafði mest áhrif á. Í ágústlok höfðu fimmtán prósent atvinnulausra í Reykjavík starfað síðast í byggingariðnaði. ■ Atvinnuleysi hefur jafnan verið meira meðal kvenna en karla en nú eru fleiri karlar en konur án atvinnu. Reynslan hefur sýnt að hraðar dregur úr atvinnuleysi karla en kvenna. Reikna má með að sama mynstur verði nú uppi, að atvinnuleysi réni hægar meðal kvenna en meðal karla. ■ Þótt höfuðborgarsvæðið sé einn vinnumarkaður er atvinnuleysi mjög misjafnt innan þess, bæði er varðar mismun milli sveitar- félaga og hverfa innan Reykja- víkur. Atvinnuleysi í október er hvað hæst í Reykjavík, um níu prósent, litlu minna í Hafnarfirði þar sem það er tæp níu prósent og Kópavogi, þar sem það er átta prósent. Atvinnuleysi er lægra í Mosfellsbæ, eða 7,5 prósent, 6,5 prósent í Garðabæ og allra lægst á Seltjarnarnesi, tæplega fimm prósent. ■ Innan Reykjavíkur er einnig töluverður munur eftir hverfum, hér miðað við póstnúmer. Atvinnuleysi er mest í póstnúm- erum 111 og 116, tæplega 11,5 prósent, en minnst í póst- númeri 103, 6,3 prósent, og 107 og 108 þar sem það er um átta prósent. ■ Töluvert skortir á upplýsingar um félagsleg einkenni hverf- anna og því er erfitt að greina til hlítar hvað veldur þessum mun sem í ljós kemur á atvinnuleysi eftir sveitarfélögum og hverfum. Líklegasta skýringin er einfald- lega sú að menntun og færni sé ekki jafn dreift milli hverfa. ■ Fyrir liggja upplýsingar um fjölda atvinnulausra eftir hverfum og ríkisfangi. Þær tölur sýna að 22,5 prósent atvinnulausra í 101 og 105 eru með erlent ríkisfang og tæplega tuttugu prósent í 111, en til dæmis aðeins um ellefu prósent í 109 þar sem atvinnuleysi er svipað og í póst- númeri 105. ■ Aldurshópar standa misvel á vinnumarkaði og kemur það alla jafna vel fram þegar atvinnuleysi er mikið. Atvinnu- leysi er yfirleitt mest meðal þeirra hópa sem hafa minnsta menntun og minnsta starfs- reynslu. Atvinnuleysi er af þessum sökum jafnan mikið meðal ungs fólks. Atvinnuleysi er miklu meira meðal yngra fólks en eldra. Á öðrum ársfjórð- ungi 2009 var atvinnuleysi ungs fólks í hámarki og var þá 22,5 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en lækkaði á þriðja ársfjórðungi niður í 12,9 prósent. Meðal ungra karla er atvinnuleysið meira en meðal kvenna, var 27,4 prósent á öðrum fjórðungi samanborið við 17,1 prósent meðal kvenna. *Upplýsingar: Leiðbeinandi viðmið um forgangsröðun í atvinnumálum. MEST ATVINNULEYSI Í BREIÐHOLTI* Tilfært er dæmi um kostnað við fjárhagsaðstoð vegna einstaklings sem missir fótanna og fer fram á fjárhagsaðstoð, 115 þúsund á mánuði, og fær framfærslu þangað til hann verður 67 ára. Núvirði kostnaðar borgar- innar við hann yrði tæpar 33 milljónir króna. Fórnarkostnaður borgarinn- ar af útsvari miðað við að maðurinn hefði að öðrum kosti verið með 250 þúsund krónur í mánaðarlaun er 4,7 milljónir. Mismunurinn hér er um 28 milljónir og þeirri fjárhæð verður borgin af. Eru þá ekki meðtalin þau neikvæðu áhrif sem líf án þátttöku í samfélaginu hafa á einstaklinginn. VARANLEGT ATVINNULEYSI DÝRT Atvinnumálahópur Reykjavíkurborgar fylgist með þróun og metur áhrif atvinnuleysis í Reykjavík og var skipaður í nóvember á síðasta ári í kjölfar alvarlegs efnahagsástands. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylking- ar, er formaður hópsins. Auk hennar skipa hópinn borgar- og varaborgar- fulltrúarnir Sóley Tómasdóttir frá VG, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Sjálfstæðisflokki, Rafn Einarsson fulltrúi Framsóknarflokks og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir F-lista. Ellý A. Þorsteinsdóttir situr í hópnum fyrir hönd velferðarsviðs, Markús H. Guðmundsson fyrir hönd Hins Hússins (ÍTR) og Helga Björg Ragnarsdóttir sem stýrir sértækum atvinnuátaksverkefnum. METUR ÁHRIF ATVINNULEYSIS FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR sigridur@frettabladid.is Söng- og dansfl okkur kósakka “Derzhava” Sendiráð Rússlands á Íslandi og rússneskur menningarsjóður „Oka“ kynna kósakka söng- og dansfl okkinn “Derzhava “ (“Stórveldi”) frá borginni Voronezh í Rússlandi sem mun halda tónleika laugardaginn, 5. desember n.k., kl. 17 í Salnum í Kópavogi. Á dagskrá eru þekkt rússnesk þjóðlög ásamt hefðbundnum kvæðum Dónárkósakka sem einkennast af sérstökum ljóðrænum stíl. Í fl utningi kvæðanna er lögð mikil áhersla á að undirstrika skapgerð og vaskleika þessarar þekktu hermanna- stéttar Rússlands. Áhorfendur fá þar að auki að sjá sérstæða danslist kósakka þar sem sverðum og svipum verður brugðið á loft. Hópurinn hefur haldið fjöldamarga tónleika jafnt í heimalandinu sem um heim allan, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum og Suður Ameríku, og notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Í hópnum eru fjórir karlmenn og þrjár konur. Stjórnandi fl okksins er Sergey Zolotarev. Gestum gefst einnig kostur á að skoða sýningu með ljósmyndum úr náttúru Norður-Rússlands sem verður sett upp í andyrri Salsins. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfi r. ODDNÝ STURLUDÓTTIR Huga þarf að því að atvinnuskapandi verk nýtist bæði konum og körlum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.