Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 38

Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 38
TÍSKUHÚSIÐ CHRISTIAN LACROIX virðist liðið undir lok. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í vikunni en ekki hefur reynst unnt að bjarga tískurisanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lacroix hefur verið leiðandi í tískuheiminum frá 1987. Hönnuðurinn Sigríður Sunn- eva hefur í áraraðir sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á mokka- skinnsflíkum. „Í öll þessi ár hef ég geymt afklippurnar, því ég hendi aldrei neinu. Ég safna þeim öllum og flokka eftir litum og geymi á vísum stað. Ég var viss um að einn daginn gæti ég nýtt þær í eitthvað sem væri stórkostlegt,“ segir Sig- ríður Sunneva og brosir. Og fyrir skömmu rann sá dagur upp. „Ég þróaði sérstakt mokkaskinnsband og með hjálp aðstoðar manna, því þetta er tímafrekt og kallar á mannshöndina fremur en vélina, vorum við komin með fleiri fleiri kíló af mokkaskinnsbandi. Ég hef síðan verið að hanna prjónapeysu- línu sem er alveg dásam leg, því áferðin er mjög mjúk og létt og eins og besta kasmír. Það er Kristín Ing- unnardóttir sem hefur haldið utan um hóp- inn sem hefur séð um prjóna- skapinn, en það þarf sérstaka tækni til þess að prjóna úr bandinu. Við erum búnar að vera fjóra mánuði að þróa þetta.“ Sigríður Sunneva segir að þetta sé alveg nýtt af nálinni. „Þetta er í raun og veru hálfgerð uppfinning því þetta hefur aldrei verið gert áður svo að ég viti. Ég nota þarna vannýtt efni og breyti í hreina hátískuvöru sem í felst verðmætasköpun. Ég hef fengið geysilega góð viðbrögð og mér finnst þetta einnig spenn- andi útflutingsvara.“ unnur@frettabladid.is Prjónað úr mokkaskinni Sigríður Sunneva hefur þróað sérstakt mokkaskinnsband og hannar nú peysur sem prjónaðar eru úr bandinu. Áferð efnisins er mjúk og létt og eins og besta kasmír að sögn hönnuðarins. Sigríður Sunnvea við fallega peysu sem prjónuð eru úr mokkaskinnsbandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úrvalið í skóverslunum er nokkuð frá- brugðið því sem verið hefur en þar ríkir fjólublái liturinn líkt og í fataverslununum. Fjólublár er liturinn í ár og er varla til sá tískuvöruverslunargluggi sem ekki skartar fjólubláum fötum. Skórnir eru ekki undanskildir í þeim efnum og er litaúrvalið í skóverslun- um því nokkuð frábrugðið því sem verið hefur, en hing- að til hafa fáar konur fallið fyrir fjólubláum skóm. Þeir tóna hins vegar vel við fjólu- bláa kjólinn, töskuna, beltið eða klútinn. Blái liturinn lætur líka á sér kræla og fyrir þær sem vilja síður fara út í í fjólublátt gæti hann verið valkostur. - ve Hlý, rauð og fögur húfa og kragi. Íslenski veturinn bítur ekki á þessa lambhúshettu, sem er bæði úr mokkaskinni og mokkaprjóni. Glæsileg hönnun, peysa prjónuð úr mokkaskinnbandi. Fjólublátt frá toppi til táar Fagurbláir hælar. Skór. is 15.995 krónur. Fjólubláir skór hafa hingað til ekki verið áberandi en nú fást þeir í úrvali. Skór.is 13.995 krónur. Belti og axlar- bönd í einu. Flott yfir kjól eða síðan bol til að undir- strika brjóst og mitti. Tónar vel við bláa skó. Einvera 6.900 krónur. Fjólubláir platform-hælar fyrir ofurpæjur. Skór.is 18.995 krónur. Bláir konfektmolar eins og þessir geta verið valkostur fyrir þær sem vilja síður fara út í fjólublátt og eru smart við svartar flíkur með bláu ívafi. Einvera 21.900 krónur. Þótt litaúrvalið sé mikið eru svörtu skórnir ekkert á undanhaldi. Þessir geta bæði verið uppreimaðir og hælar en efra stykkinu má hneppa af. Einvera 21.900 krónur. Ný sending af kjólum og skokkum Stærðir 36-50 20% afsl. fi mmtudag-laugardag. Lufsupeysur áður 6990 Nú 3990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.