Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 42
 3. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR ● SLAUFAÐU EKKI AÐALATRIÐINU Slaufa, eða þverslaufa eins og hún er stundum nefnd, er formlegt hálsklæði sem hnýtt er eftir kúnstarinnar reglum, rétt eins og bindi, svo úr verði slaufa sem liggur á þverveginn. Reyndar eru þessar kúnstarinnar reglur það flóknar að flestar slaufur í dag eru forhnýttar. Einfaldasta gerðin af slaufum er svonefnd smelluslaufa sem fest er með smellum við skyrtuna, en vinsælli eru þverslaufur með ásaumuðum linda fyrir aftan hnakka og þá annað hvort með frönskum rennilás í endanum eða krókapari. Þverslaufur eru mikið notaðar við smóking og jakkaföt en sumir nota þær þó daglega. Í ár er slaufan aðalmálið, eins og punktur yfir i-ið, í alls konar litum. Það þarf ekki annað en að líta til hátískuhúsanna. Stjörnurnar hafa leynt og ljóst áhrif á tískuna og því er ekki að undra að hönnuðir keppist um að klæða þær. Oft getur verið erfitt að fylgja því allra heit- asta eftir enda taka sniðin og litirnir breytingum frá ári til árs. Þá er ráð að líta í fataskáp heitustu hjartaknúsaranna hverju sinni enda má slá því föstu að þeir séu klæddir af helstu tískuspekúlöntum heims. Hér má sjá nokkra sjóðheita karlmenn í sínu fínasta pússi. - ve Stjörnurnar teknar til fyrirmyndar Fín jakkaföt eru sígildur fatn- aður herramanna og kannski bestu kaupin þegar allt kemur til alls því þau endast vel og eru viðeigandi við ótal tæki- færi. Sindri Snær Jensson, verslunarstjóri í Gallerí 17 í Kringlunni, veit allt um það. „Við erum með vel sniðin jakkaföt á góðu verði, það er það sem menn vilja núna. Ekkert flækja þetta og flippa of mikið heldur fókus era á það sem er sígilt. Svo er hægt að poppa fötin upp með aukahlutum, beltum, slaufum eða vasaklútum,“ segir Sindri Snær, sem telur það besta oft hafa gleymst þegar kaup- máttur inn var sem mestur. „Nú þegar þrengt hefur að eru vönduð og endingargóð föt metin meira,“ fullyrðir hann. Þá er komið að því að forvitnast um sniðin. „Fötin eru eins og þau hafa verið undanfarin ár. Ég segi ekki snolluð en bara passleg að stærð,“ svarar Sindri Snær og lýsir þeim nánar. „Jakk- arnir eru aðsniðnir og flottir og svo þrengjast flestar jakkafatabuxur aðeins niður. Það er orðið nær al- gilt. Sumir verða vantrúaðir á að slíkt snið henti þeim þegar þeir skoða buxurnar fyrst en komast svo að því að þær eru mjög klæðilegar því þetta er alltaf mjög smekklegt. Ekkert gulrótardæmi.“ Flest fötin í Gallerí 17 eru úr blöndu af ull og polýester, 60/40 eða 70/30, með ullina í meirihluta. En hvað með mynstur og liti? „Fötin eru mest einlit núna, svört og dökk- grá. Steingrár litur er mjög sterk- ur bæði í jakka fötum og öllu öðru. Þetta er sem sagt klassískt en með nútíma útfærslu og svo koma aukahlutirnir og þá breytist útlitið snarlega,“ segir hann og bendir á vasaklúta, rauðar slaufur og jafn- vel hatta sem mikið úrval er af í versluninni. Hvað skyldu svo góð jakkaföt kosta í Gallerí 17 í dag? „Þau eru frá 34.900 krónum upp í 39.900 þannig að við höfum reynt að halda verðinu þokkalega góðu,“ segir verslunarstjórinn. Gallerí 17 er með eigin fram- leiðslu á jakkafötum með merkj- unum Mao og Parks. Sindri Snær segir fötin saumuð í Kína úr efnum frá Ítalíu. Þó er saumastofa hér, þar sem verslunarstjórar og fleiri innan fyrirtækisins hittast að sögn Sindra Snæs vikulega með klæðskeranum og fara yfir það sem þeir vilja láta gera. „Við köllum okkur ekki hönn- uði en leggjum línurnar. Erum samt ekkert að finna upp hjólið og okkar hugmyndir eru víða að,“ lýsir hann. En er hægt að láta sérsníða föt í 17 ef fólk kemur með málin? „Nei, en á saumastofunni eru ýmsar breyt- ingar gerðar á fötunum ef þörf krefur,“ segir hann. Steingrár litur sterkur inni „Nú þegar þrengt hefur að eru vönduð og endingargóð föt metin meira en áður,“ segir Sindri Snær, verslunarstjóri í Gallerí 17 í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 Brad Pitt spókar sig oft í hvítum jakka- fötum og hvað er nú jólalegra? NORDICPHOTOS/GETTY Gerard Butler er klassískur en ef vel er að gáð má greina glansáferð á aðsniðnum jakka- fötunum. Jude Law ber jakkafötin við bol og gula strigaskó með ómótstæði- legri útkomu. PARKS jakkaföt 39.990 kr. MAO skyrta 6990 kr. MAO slaufa 2990 kr. Vasaklútur 990 kr. PARKS jakkaföt 39.990 kr. MAO skyrta 6990 kr. MAO bindi 2990 kr. Vasaklútur 990 kr. MAO jakkaföt 39.990 kr. MAO skyrta 6990 kr. MAO bindi 2990 kr. MAO jakkaföt 34.990 kr. MAO skyrta 6990 kr. Marco Pascali bindi 6990 kr. Vasaklútur 990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.