Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 46

Fréttablaðið - 03.12.2009, Side 46
 3. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● jakkaföt Malcolm X klæddist svokölluðum zoot-jakkafötum. Zoot-fötin tengj- ast jakkafötum sem uppreisnar- gjarnir unglingar, sem voru kallaðir zooters, klæddust og voru allt of stór og mjög há í mittið. Þótt sumum finnist jakkaföt lítið breytast er raunin önnur þegar litið er yfir söguna. Hér eru talin upp nokkur jakkaföt sem þóttu marka tímamót í tísku á sínum tíma. - sg Winston Churchill vakti mikið umtal þegar myndir birtust af honum árið 1940 þar sem hann var í teinóttum jakkafötum með hríðskotabyssu og líktist argasta mafíósa. Söngvarinn Gram Parsons klæddist jakkafötum skreyttum maríjúanalaufum, nöktum konum og stórum rauðum krossi. Jakkafötin urðu fljótt nokkurs konar gríntákn fyrir hippahreyfinguna. Fötin voru hönnuð af Nudie Cohn sem einnig hannaði gullgalla Elvis Presley. Föt litla umrenningsins sem leikinn var af Charlie Chaplin einkenndust af mót- sögnum. Þröngur jakki við allt of víðar buxur, lítill hattur og allt of stórir skór. Bítlarnir höfðu án efa mikil áhrif á tísku síns tíma. Flest föt þeirra á fyrstu árum velgengninnar voru hönnuð af klæðskeranum Douglas Millings. Hin aðsniðnu jakkaföt sem hljómsveitarmeðlimir skarta í myndinni A Hard Day’s Night höfðu áhrif á hönnuði á borð við Hedi Slimane og tónlistarmenn á borð við Pete Doherty. Kvikmyndin North by Northwest sem skartar Cary Grant í aðalhlutverki hefur verið kosin „most stylish“ mynd allra tíma af tímaritinu GQ. Því er skæslegum jakkafötum Grant að þakka. Marlene Dietrich var fyrsta kvenstjarna veraldar til að klæðast karlmannsjakka- fötum. Síðan þá hafa margar konur fylgt í kjölfarið. Konur á borð við Madonnu, Judy Garland, Díönu prinsessu og Catherine Deneuve. Jakkaföt sem skóku heiminn Hvítu jakkaföt Toms Wolfe, sem stundum er kallaður faðir nýrrar blaðamennsku, eru orðin ein- kennismerki hans. Hann keypti fyrstu jakkafötin árið 1962 og þótti gott að vera sér á báti. Í dag á hann heilan fataskáp af hvítum jakkafötum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.