Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 BERTONI jakkaföt 24.990 kr. Daniel Bessi skyrta 6990 kr. Bindi 4990 kr. BERTONI jakkaföt 49.990 kr. Daniel Bessi skyrta 10.990 kr. Bindi 3990 kr. BERTONI jakkaföt 24.990 kr. Daniel Bessi skyrta 10.990 kr. Bindi 3.990 kr. BERTONI jakkaföt 49.990 kr. Daniel Bessi skyrta 6.990 kr. Bindi 4.990 kr. Herra Hafnarfjörður er orðin ein af rótgrónari herrafatabúð- um landsins. Um næstu helgi verður sérstakt afmælistilboð þar sem gott málefni verður styrkt um leið. „Búðin átti afmæli núna á sunnu- daginn, 29. nóvember. Þá var ég búinn að vera hérna í fimmtán ár. Fimmtán ár í þessum geira, það er nú svolítið mikið. Með sömu kennitöluna í fimmtán ár, það eru ekki allir sem geta státað af því,“ segir Gunni í versluninni Herra Hafnarfjörður við Fjarðargötu, stoltur og hress því hann er ný- kominn úr ræktinni þar sem hann hefur misst 30 kíló síðustu fimm mánuði. „Svo nú um helgina verður algjört afmælistilboð! Maður er náttúrlega að hugsa um fólkið á landsbyggðinni og fólkið sem á varla fyrir mat. Ég er með svona tilboð fram á sunnudag að þeir sem kaupa jakkaföt hjá mér geta komið með gömlu jakkafötin, sem hanga inni í skáp, en þá fá þeir 10.000 króna afslátt,“ segir Gunni og útskýrir að gömlu fötin sem passa ekki lengur eða eru ekki í notkun fari svo til Mæðrastyrks- nefndar. En hvernig er svo herratískan í ár? „Það er náttúrlega allt voða- lega drungalegt og dökkt, það er bara allt svart. Það er náttúrlega hægt að poppa það upp með rauðu bindi eða hafa skyrtuna rauða og bindið svart. Nú er allt voðalega stílhreint og spáð í notagildinu,“ segir Gunni og lýsir því að viðskiptavinirnir hafi breyst frá því áður. Nú komi menn ekki leng- ur inn og kaupi tvenn jakkaföt án þess að spyrja hvað þau kosti. „Það er bara mjög gott, bara æð- islegt að hafa hugsandi viðskipta- vini,“ segir Gunni. Þá segir hann ekkert teinótt sjást nútildags en eitthvað sé hins vegar um köflótt. „Svo er mikið í tísku að klæðast vesti, skyrtu og bindi og vera þá jafnvel í gallabuxum við.“ Um helgina býður Gunni upp á kaffi og kransakökur í versluninni og á Þorláksmessu ætlar hann að vera með koníak fyrir viðskipta- vini. En fólk má ekki láta sér bregða þótt það komi ekki auga á Gunni við afgreiðslustörf í búð- inni, hann er ekki hættur heldur bara orðinn svo grannur að hann þekkist varla lengur. Komdu með gömlu og fáðu ný Gunni tekur sig vel út í versluninni Herra Hafnarfjörður, sem er við Fjarðargötu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Niðurmjóar karlmannsbuxur hafa átt vinsældum að fagna undanfar- in ár og hefur tískan verið lífseig- ari en margir höfðu spáð. Eflaust hafa sumir karlmenn verið farn- ir að renna hýru auga til beinni sniða og jafn- vel „boot cut“ en þeir þurfa að sýna biðlund því nú er von á stuttum buxum. Ef marka má l ínurnar sem f r a n s k i r o g breskir hönnuð- ir leggja fyrir vorið og sumarið þá ná buxurnar rétt niður fyrir miðja kálfa og má sjá skína í bera ökkla og stöku sokkap- ar. Hvort tískuhönn- uðir séu meðvitað að leggja sig fram u m a ð gera karl- menn hlægi- lega skal ósagt látið en ef marka má vinsældir niðurmjóu buxnanna, sem var ekki spáð góðu gengi í fyrstu, er aldrei að vita nema annar hver karlmaður verði kom- inn í allt of stuttar buxur áður en langt um líður. - ve Úr niðurmjóu í stutt Hér er sokkunum skartað og skórnir njóta sín til fulls við stuttar buxur frá Louis Vuitton. Hér má sjá framlag franska hönn- uðarins Franck Boclet sem hann- ar fyrir Emanuel Ungaro tískuhúsið. Topman Louis Vuitton Dries Van Noten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.