Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 48

Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 48
 3. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● jakkaföt Leikarinn George Clooney hefur margoft lent á lista yfir myndar- legustu og best klæddu menn ver- aldar. Því skal engan undra að gamli silfurrefurinn skyldi stela senunni þegar hann mætti á frum- sýningu kvikmyndarinnar Up in the Air í Kaliforníu nú á dögun- um. Clooney, sem klæðist yfirleitt svörtu og hefur af þeirri ástæðu meðal annars verið líkt við sveitasöngvarann sáluga John- ny Cash, brá ekki út af vananum í þetta sinn. Hann klæddist svört- um jakkafötum úr smiðju Ralph Lauren, svartri fráhnepptri skyrtu og skóm í stíl. Kærasta Clooneys, fyrirsætan þokkafulla Elisabetta Canalis, kom á óvart með því að feta í fót- spor síns heittelskaða og klæðast svörtu frá toppi til táar. Sömu sögu má segja um móður Clooneys og aðra frumsýningargesti. - rve Clooney flottur í tauinu að vanda George Clooney og unnusta hans, Elisa- betta Canalis, mæta til frumsýningar á kvikmyndinni Up in the Air, en Clooney fer með eitt af aðalhlutverkunum. NORDICPHOTOS/AFP ● TIL HEIÐURS JACKSON Michael Jackson var sannarlega með sérstæðan fatasmekk en líklega má þó segja að hann hafi aldrei þótt sérlega smart í allt of stuttum buxum, hvítum sokkum, skrautlegum jökkum og steinum skreyttum hanska á annarri hendi. Við lát hans virðist áhuginn á söngvaranum hafa aukist til muna, jafnvel á fatastíl hans. Þannig klæddist söngvarinn Norwood Young ansi sérstökum búningi þegar hann mætti á bandarísku tónlistarverðlauna- hátíðina á dögunum. Vísunin í Jackson var öllum ljós en hvort Young hafi þótt bera af í smekk- legheitum fylgir ekki sögunni. Norwood Young mætir með vinkonu sinni á bandarísku tónlistarverð- launahátíðina í Los Angeles í nóvember. ● HNÚTAR UM HÁLS Hálsbindið er oft punkturinn yfir i-ið þegar klæðast á jakkaföt- um og vera fínn en þá er lykilatriði að kunna að hnýta hnútinn. Það hefur hins vegar vaf- ist fyrir mörgum enda ekki augljóst við fyrstu sýn hvernig bera skal sig að. Þetta er ekki nýtt vandamál heldur hefur það loðað við frá því hálstau varð að mikilvægum hluta af klæðaburði karlmanna. Fyrsta handbókin í hálstaushnýtingum kom út árið 1820. Það var bókin Neckclothitania og þar var að finna skýringarmyndir og leiðbeiningar fyrir fjór- tán mismunandi hnúta á hálsklúta, sem þá voru mikið í tísku, og má telja næsta öruggt að séu forverar hálsbinda nútímans. Á net- inu er hægt að finna margar gagnlegar síður ef bindishnýtingar vefjast fyrir mönnum. Til dæmis má finna gagnlega hnúta á www.boardroom ties.com en svo rákumst við á íslensk- ar hnýtingarleiðbeiningar á jonsdottir.blogcentral.is. Vandasamt getur verið að binda bindishnúta en ef handbók er ekki við hendina er ráð að reyna að dreifa athyglinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.