Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 54
 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR OZZY OSBOURNE ER 61 ÁRS. „Ég elska ykkur öll. Ég elska ykkur meira en lífið sjálft, en þið eruð öll snarklikkuð.“ Ozzy Osbourne er söngvari þungarokksveitarinnar Black Sabbath. Hann og fjölskylda hans hafa vakið athygli í raunveruleikaþáttunum The Osbournes. Þennan dag árið 1967 var nýtt hjarta grætt í hinn 53 ára gamla Lewis Washansky í spítalanum Groote Schuur í Höfðaborg í Suður-Afríku. Þetta var í fyrsta sinn sem hjarta var grætt í mann. Washansky var suðurafrískur kaupmað- ur sem var langt leiddur af hjarta sjúk- dómi. Hann fékk nýja hjartað úr Denise Darvall, 25 ára konu, sem lést í bílslysi. Skurðlæknirinn Christiaan Barnaard framkvæmdi aðgerðina sem hafði verið þróuð af bandarískum vísindamönnum á sjötta áratugnum en fyrsta hjartaígræðsl- an sem heppnaðist var gerð á hundi árið 1958. Eftir uppskurðinn fékk Washansky lyf sem héldu ónæmiskerfinu niðri svo að líkaminn hafnaði ekki hjartanu. Af þeim sökum sýktist Washansky af lungnabólgu og lést átján dögum síðar. Nýja hjartað hafði hins vegar starfað eðlilega þessa átján daga. ÞETTA GERÐIST: 3. DESEMBER 1967 Fyrsta hjartaígræðslan Verslunin Pfaff er áttatíu ára en hún hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. „Þetta byrjaði árið 1929 þegar föðursystir mín bað föður minn Magnús Þorgeirsson að at- huga hvort hann gæti ekki útvegað sér Pfaff-saumavél sem hún hafði heyrt að væru sérstaklega góðar. Hann gekk í málið en fékk það svar að hann gæti ekki fengið eina vél en ef hann treysti sér til að kaupa sex gæti hann fengið umboð- ið,“ segir Kristmann Magnússon, sonur Magnúsar Þorgeirs- sonar sem síðar tók við fyrirtækinu af föður sínum. Magnús sló til, vélarnar voru fluttar til landsins og var sú fyrsta seld hinn 28. október sama ár. „Sá dagur hefur síðan verið álitinn afmælisdagur fyrirtækisins. Pabbi rak það á haftaárunum en ég tók við árið 1963 og þá var rekst- urinn farinn að glæðast,“ segir Kristmann sem var einungis 25 ára þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðunni. „Ég hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í mörg ár við viðgerðir og annað tilfallandi og hafði síðan föður minn innan handar við reksturinn. Það sama hefur síðan átt við um mín börn,“ upplýsir Kristmann en dóttir hans er framkvæmdastjóri og sonur þjónustustjóri fyrirtækisins í dag. Þó Kristmann hafi að mestu dregið sig í hlé segist hann enn notaður í sendi- ferðir auk þess sem hann þýðir alla saumavélarbæklingana yfir á íslensku. Kristmann segir fyrirtækið standa vel í dag þó kreppan segi auðvitað eitthvað til sín. „Við tókum ekki þátt í nein- um fjárfestingarlátum enda þurftum við á öllu okkar fé að halda til að geta haldið lager og rekið fyrirtækið. Við höfðum ekkert aukafé og tókum engin lán,“ segir Kristmann. Hann segir skynsemi í rekstri arfleið frá föður sínum. „Gamli maðurinn kenndi bæði mér og dótturinni að reikningana ætti að borga á gjalddaga og var ég einu sinni hundskamm- aður fyrir að borga víxil á þriðja degi þó að það hafi verið leyfilegt á þeim tíma. Pabbi kallaði mig inn á skrifstofu til sín og sagði mér að ef ég skrifaði upp á víxil til greiðslu á ákveðnum degi þá ætti að greiða hann á þeim degi og þeirri stefnu höfum við fylgt síðan.“ Stjórnarhættirnir virðast hafa skilað árangri og hefur Kristmanni og fjölskyldu hans haldist einstaklega vel á starfsfólki. „Okkar helsta vandamál er að við losnum ekki við það starfsfólk sem byrjar hjá okkur,“ segir Kristmann og hlær. Pfaff, sem er til húsa að Grensásvegi 13, er nú með umboð fyrir hina ýmsu framleiðendur en þar fást saumavélar, síma- búnaður, hljómflutningstæki, ljós og fleira. „Við ákváðum að setja eggin í fleiri körfur en við rákum okkur á nauðsyn þess þegar sauma- og prjónaiðnaðurinn hrundi fyrir fimmt- án árum. Sú þróun hefur þó heldur betur snúist við upp á síð- kastið enda hefur mikið prjóna- og saumaæði gengið yfir landann.“ vera@frettabladid.is PFAFF: ÁTTATÍU ÁRA FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Skynsemi í rekstri alla tíð MYNDARLEGT SAUMAVÉLASAFN Kristmann státar af myndarlegu saumavélasafni. Hér situr hann við elstu Pfaff-saumavélina sem hefur fundist á Íslandi en hún er frá árinu 1904. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA timamot@frettabladid.is Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, fósturfaðir og bróðir, Guðjón Sigurðsson Hátúni 10b, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Ásgeirsdóttir Sigurður Auðberg Guðrún Guðjónsdóttir Jóhann Kristinn, Andri Snær og Heiða Diljá Jenný Hildur Clausen Brynjar Örn Clausen Halldór Jón Sigurðsson Sigrún Auður Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Tryggva Guðmundsdóttir Söebech Huldugili 31, Akureyri, lést 26. nóvember á Dvalarheimilinu Hlíð. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju 7. desember kl. 13.30. Sigurgeir Söebech Þuríður Hauksdóttir Ágústína Söebech Heimir Jóhannsson Benedikt Haukur Sigurgeirsson Gunnlaugur Magnús Sigurgeirsson Rannveig Björk Heimisdóttir Tryggvi Jóhann Heimisson Petra Sæunn Heimisdóttir. og langömmubörn. Okkar ástkæra Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hrafntóftum 2, áður Langholtsvegi 44, andaðist að heimili sínu laugardaginn 28. nóv. 2009. Útför hennar verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 5. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Dvalarheimilið Lund á Hellu njóta þess. Ragnheiður Jónsdóttir Hafsteinn Ingvarsson Þórunn Jónsdóttir Steinn Þór Karlsson Elísabet Vilborg Jónsdóttir Steinar Þór Jónasson Pálína Jónsdóttir Björgúlfur Þorvarðsson Margrét Fjeldsted Jóna Borg Jónsdóttir Ludvig Guðmundsson og afkomendur. Elskulegur sonur okkar, bróðir, barna- barn og frændi, Hlynur Þór Sigurðsson Grófarseli 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 4. desember klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hlyns Þórs Sigurðssonar, kt. 411209 0160 banki 115-05-60550. Sigurður B. Arnþórsson Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir Arnþór Sigurðsson Elísabet Lúðvíksdóttir Kristján Þór Sigurðsson Arnþór Sigurðsson Arndís Árnadóttir Hjálmar Diego Arnórsson Anna Kristjánsdóttir og frændsystkin. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við and- lát og útför elskulegs eiginmans míns, föður okkar, afa, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, Jóhanns Más Jóhannssonar Heiðardal 1, Vogum. Við viljum þakka öllu starfsfólki á D-deild á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönn- un og kærleik í okkar garð. Enn fremur viljum við þakka lækninum hans, Friðbirni Sigurðssyni, Hrönn Finnsdóttur hjúkrunarfræðingi og öllum öðrum á deild 11B sem hlúðu að honum á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Við þökkum Ísfelli fyrir frábæran stuðning. Ragnhildur B. Svavarsdóttir Íris Ósk Jóhannsdóttir Kristján Guðbrandsson Helga Dögg Jóhannsdóttir Aron Freyr Kristjánsson María Jóhannesdóttir Jóhann Th. Þórðarson Jóhanna V Jóhannsdóttir Ingi K. Ingibergsson Hermann F. Jóhannsson Bryndís María Björnsdóttir Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir Guðmundur Waage Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Katrín Káradóttir ljósmyndari, Boðahlein 5, Garðabæ, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 1. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eiríkur Svavar Eiríksson Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir Dirk Lubker Steinunn Eiríksdóttir Þorsteinn Lárusson Þóra Eiríksdóttir Ómar Guðjónsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jenný Guðlaugsdóttir andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember kl. 15.00. Björn Jónsson Erna Nielsen Kristín Jónsdóttir Guðlaugur Jónsson Sigríður Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI JULIANNE MOORE leikkona er 49 ára. ÓLÖF NORDAL hæstaréttar- lögmaður er 43 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.