Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 56
BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 40 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman SENDU SMS SKEYTIÐ EST T4V Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU: TERMINATOR SALVATION Á DVD TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA Á DVDOG BLU-RAY26. NÓV! Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. WWW.BREIK.IS/TERMINATOR 9. HVER VINNUR! Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarn- ir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mætt- um voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. ÉG FAGNAÐI líka þegar fór að snjóa um daginn. Þó að kuldinn bíti í kinnar þá finnst mér snjórinn alltaf lýsa upp skammdegið. VIÐ ÁTTUM ekki langa ferð fyrir höndum mæðgurnar, bara rétt út göt- una og fyrir hornið. En þótt leiðin sé stutt getur hún dregist á langinn á svona morgnum og við vorum heldur ekk- ert að flýta okkur. Þrædd- um okkur gegnum hvern skafl og skoðuðum spor í snjónum eftir jólaköttinn og aðrar kynjaverur. ÉG VAR HÁLFPARTINN annars hugar. Ég átti erfitt með að hrista úr höfði mér frásögn fólks sem ég sá í sjónvarpinu um daginn sem hafði misst allt á síðasta ári, þrátt fyrir að vera reglufólk sem stóð í skilum með sitt. Ég gæti trúað að þessi saga ætti við um marga aðra. Nú er það að gerast það sem ég vissi að meðaljón- inn sem settur var til hliðar í „björgun- araðgerðunum“ svokölluðu, er að sligast. Fólkið sem féll ekki í hóp þeirra „sem mest þurfa á aðstoð að halda“ á síðasta ári er komið í þann flokk í dag eftir að hafa borgað og borgað linnulaust. ÉG HRISTI þessar hugsanir af mér þegar litla skottan minnti mig á að við þyrftum að halda för okkar áfram. Í gluggum hús- anna við götuna tindruðu jólaljósin sem hafa verið að tínast upp síðustu daga og þar fyrir innan mátti sjá fólk tygja sig til vinnu. Röndóttum flannelnáttfötum og rjúkandi kaffibollum brá fyrir milli gardína og einhver söng í sturtunni. Ein- hverjir höfðu líka tekið daginn snemma til annars en að drífa sig í vinnuna því smákökuilmur fyllti skyndilega vitin þar sem ég þrammaði áfram með sleðann. Ilminn lagði gegnum frostið og við fengum vatn í munninn. VANGAVELTURNAR um bágt ástandið í þjóðfélaginu viku fyrir notalegri til- finningu í maganum. Jólin eru að koma. Veturinn verður kannski ekki svo langur eftir allt saman. Ilmandi smákökur Hver ykkar er guðfaðirinn? Getum við fengið borð fyrir fimm, fjóra stóla, einn barnastól og servíettur fyrir fimmtíu. Hringdi fyrri ökukennari þinn sig inn veikan? Já, hann þjáist af einhverju stressi. Sjálfur á ég í vandræðum með magann. Láttu mig þekkja það! Mamma? Hvað er að? Mér er heitt og illt og líður illa í þessum bölvaða óléttubúningi. Vaktirðu mig til þess að kvarta? Nei, ég vakti þig til þess að þakka þér fyrir að hafa gengið í gegnum þetta fyrir mig. Hey, sjáið! Þjónustu- stúlkurnar hérna fara líka í úllen- dúllendoff!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.