Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 58
42 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Chopins á næsta ári leikur Sinfóníu- hljómsveit Íslands báða píanókonserta meistarans með ungum íslenskum pían- istum í vetur. Það er Ástríð- ur Alda Sigurðardóttir sem ríður á vaðið á tónleikum í kvöld. Ástríður Alda Sigurðardóttir flyt- ur hinn undurfagra og tregafulla píanókonsert nr. 2, sem raunar var fyrri til að vera saminn þótt talan segi annað. Einnig verður fluttur Coriolan, forleikur og 3. sinfón- ía Beethovens. Tónleikarnir eru hluti af Rauðu röðinni og er uppselt á þá. Ástríður Alda lauk námi frá Indi- ana-tónlistarháskólanum 2003 með hæstu einkunn og hefur síðan komið víða fram og fengið afar góðar und- irtektir. Hún hóf nám í píanóleik sex ára gömul hjá móður sinni, Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Vorið 1999 lauk hún einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdótt- ur. Á árunum 2000-2003 stundaði hún nám hjá Reiko Neriki við Indi- ana University – Jacobs School of Music í Bloomington þar sem hún lauk Artist Diploma með hæstu einkunn. Robert Spano er hjómsveitarstjóri á tónleikunum. Hann er einn virt- asti hljómsveitarstjóri Bandaríkj- anna um þessar mundir. Hann hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra við Sinfóníuhljómsveitina í Atlanta frá árinu 2001 en var einnig meðal þeirra sem voru orðaðir við stöðu aðalstjórnanda hjá Fílharmóníunni í New York nú nýverið. Þá hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir flutn- ing sinn, meðal annars allnokkurn fjölda Grammy-verðlauna. Spano hefur glæsilegan og þróttmikinn stíl og það er SÍ sannur heiður að bjóða þennan frábæra tónlistarmann til Íslands í fyrsta sinn. Hetjuhljómkviða Beethovens er sem sniðin að tilþrifamiklum stíl Spanos. Það var með þessu verki sem Beethoven setti mark sitt á sin- fóníska formið svo um munaði. Sin- fónían er full af spennu og þrótti enda átti hún upphaflega að vera tileinkuð sjálfum Napóleóni Bóna- parte þótt tónskáldinu snerist hugur þegar ljóst varð að Napóleón yrði ekki sá talsmaður jafnréttis sem margir bundu vonir við og afturkall- aði tileinkunina, en í tónsmíðinni má glögglega greina þær miklu vonir sem bundnar voru við Napóleon á tímabili evrópskrar vitundar. Síðari tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sem eru tileinkað- ir Chopin eru 25. og 26. febrúar, en þá leikur Víkingur Heiðar Ólafs- son píanókonsert nr. 1. Nær uppselt er á fyrri tónleikana og því hefur verið bætt við aukatónleikum á föstudeginum 26. Tónleikarnir í kvöld verða send- ir út beint á rás 1 Ríkisútvarpsins og þeir sem náðu sér ekki miða gera best að lækka ljósin, loka sig af og skrúfa græjurnar í botn. pbb@frettabladid.is Ástríður Alda leikur Chopin TÓNLIST Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur í kvöld píanókonsert Chopins nr. 2 með Sinfóníunni. ath. kl. 21. Þá er komið að síðustu tónleikum Múlans í ár. þar kemur fram hljómsveit sem bassaleikar- inn Ólafur Stolzenwald leiðir með gítaristun- um Ásgeiri Ásgeirssyni og Ómari Guðjónssyni ásamt Scott Maclemore sem leikur á tromm- ur. Þemað er tónlist eftir Kenny Burrell sem lék með Coltrane og Jimmy Smith. Ásamt tónlist Burrells hljóma stef Charlies Haden og manna hans. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjallaranum, á Café Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu. Árlegur flutningur Óperukórsins að viðbættum kröftum á sálumessu Mozarts verður í Langholtskirkju aðfaranótt 5. desember, það er upp úr miðnætti föstudags 4. des og er kirkjan opin frá kl. 23.50 föstudags- kvöld. Auk sinfóníusveitar koma fram söngv- ararnir Þóra Einarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Garðar Thór Cortes tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Stjórnandi er Garðar Cortes. Ástæða þessa sérstæða tónleikatíma, kl. 00.30 aðfaranótt 5. desember, er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Mozarts, sem lést laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni, en tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Syßmayr. Tónleikum Óperu- kórsins mun ljúka á síðustu tónunum sem Mozart samdi og skráði. Það er orðin hefð að Óperukórinn flytji sálumessuna á dánarstund skáldsins og hefur flutningurinn verið tileinkað- ur föllnum félögum úr hópi tónlistarmanna, þeim sem lát- ist hafa á liðnu ári sem virðingarvottur við ævi þeirra og störf enda er sálumessa flutt. Þeir eru Rúnar Júlíusson, Andrés Kolbeinsson, Guðmundur Finnbjörnsson, Ingólfur Guðbrandsson, Árni Elfar, Halldór Vilhelms- son, Sigurveig Hjaltested, Óskar Ingólfsson, Jónína Gísladóttir, Sigríður Maggý Magnúsdóttir, Haraldur Bragason og Helga Ingólfsdóttir. Áhugamönnum um tónlist gefst einstakt tækifæri til að sjá og heyra Kristin Sigmundsson leiða hópa fínna krafta í flutningi á einstöku verki og slík tækifæri gefast ekki oft. Miðasala er á midi.is og takmarkað er af sætum í kirkjunni sem best er að tryggja sér sæti í tíma. - pbb Sálumessa Mozarts flutt um nótt TÓNLIST Kristinn Sigmundsson syngur í Sálumessu Mozarts aðfaranótt laugardags. Tilkynnt var á fullveldisdaginn að Andri Snær Magnason væri þess heiðurs aðnjótandi að fá Kairos- verðlaunin þýsku sem stofnun Alfreds Toepfer í Hamborg veit- ir listamönnum sem hafa mótandi áhrif á samtíð sína. Verðlaunin verða afhent 28. febrúar 2010 og nemur verðlauna- féð 75.000 evrum. Alfred Toep- fer-stofnunin hefur starfað frá 1931 og er staðsett í heimaborg Alfreðs, Hamborg, þar sem hann rak verslun og átti jarðir. Hún stendur fyrir margháttuðu starfi og eru Kairos-verðlaunin aðeins hluti af umfangsmiklu menningar- starfi sem stofnunin annast. Þessi verðlaun eru ætluð listamönnum á sviði myndlistar, tónlistar, arkitekt- úrs, kvikmyndunar, ljósmyndunar, bókmennta og fjölmiðlunar. Verð- launin eru nefnd eftir gríska guð- inum Kairos sem var guð hinnar „réttu stundar“ og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun. Alfred Toepfer-stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista, og er fólk eins og Harold Pinter, Pina Bauschs, Imre Kertész og Ólafur Elíasson meðal þeirra sem þau hafa hlotið. Dómnefndin, sem í sitja þekkt- ir áhrifamenn á sviði menning- armiðlunar á þýska málsvæðinu, byggði val sitt meðal annars á því að höfundi hafi tekist að snúa við friðsælu sambandi skálda við nátt- úruna, í stað hyllingar hvetji hann til virkni. Í áliti hennar segir: Andri Snær „telur ekki að ljóðlist og barátta í þágu móður jarðar, fagurfræðileg skynjun og friðsam- leg mótmæli útiloki hvert annað, heldur styðji þau hvert annað“. Enn fremur að bók hans Drauma- landið, sem kom út árið 2006, þar sem hann fjallar um áhrif stóriðju á íslenska náttúru hafi átt sinn þátt í valinu. Í fréttatilkynningu Alfred Toep- fer-stofnunarinnar segir: „Með húmor og sannfæringarkrafti ljær hann óhugmyndafræðilegri en kraftmikilli grasrótarhreyfingu á Íslandi rödd sína og sköpunarhæfi- leika.“ Ekki er ljóst hvaða aðgang dómnefndin hefur haft að verkum Andra þó þau hafi farið víða. Fyrr í vikunni voru tvær bóka Andra valdar vinsælastar í tengsl- um við tilnefningar Íslensku bók- menntaverðlaunanna og stóð valið milli verka sem tilnefnd höfðu verið frá upphafi. Þá er Andri nýsn- úinn heim frá kvikmyndahátíðinni í Amsterdam þar sem Draumalandið var sýnt en myndin er nú komin í alþjóðlega dreifingu. Andri vinn- ur nú ásamt Þorleifi Arnarssyni að frágangi texta fyrir leiksýninguna Eilíf óhamingja sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á komandi ári. pbb@frettabladid.is Andri fær peninga í verðlaun BÓKMENNTIR Andri Snær Magnason rithöfundur. MYND FRETTABLADID 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Svörtuloft Arnaldur Indriðason Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Jólasyrpa 2009 Walt Disney Brauð og kökubók Hagkaups Jói Fel Snorri Óskar Guðmundsson Vigdís Páll Valsson Karlsvagninn Kristín Marja Baldursdóttir Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Týnda táknið Dan Brown Umsátrið Styrmir Gunnarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 25.11.09 – 01.12.09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.